Vísbendingar eru um að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hafi misfarið með ljósastýringu í sjókví í Kvígindisdal í Patreksfirði, sem göt komu á í sumar, sem leiddu til þess að fiskurinn varð kynþroska. Þetta segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun. Stofnunin rannsakar nú þetta atriði. Alls 3.500 fiskar sluppu út úr kvínni og hafa laxarnir verið að veiðast í ám víða um land.
„Við erum að rannsaka málið en það er svolítið erfitt að tjá sig um þetta á þessari stundu. Þetta er spurning um hvort ljósastýring hafi ekki verið viðhöfð seinni veturinn sem fiskurinn var alinn. Það er skilyrði í rekstrarleyfi að þeir eigi að viðhafa ljósastýringu frá 20. september til 20. mars,“ segir Karl Steinar.
Tekið skal fram að slíkt brot á ákvæðum rekstrarleyfis er hins vegar ekki brot á lögum um fiskeldi.
„Það er skilyrði í rekstrarleyfi að þeir eigi að viðhafa ljósastýringu frá 20. september …
,,Tekið skal fram að slíkt brot á ákvæðum rekstrarleyfis er hins vegar ekki brot á lögum um fiskeldi. "
Hvers vegna er verið að hafa eftirlit ef brot hefur engar afleiðingar ?
Slegið létt á puttana ☻g fyrirtækið látið borga tittlingaskíts sekt, sem verður svo dæmd ólögmæt og ríkið (þjóðin) gerð skaðabótaskild ?