Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu

Hinar hræði­legu hörm­ung­ar í Derna hafa beint at­hygl­inni að Líb­íu sem hef­ur ver­ið ut­an sjónsviðs fjöl­miðl­anna um skeið. En þótt land­ið sé þekkt fyr­ir þurr­ar eyði­merk­ur er þetta ekki í fyrsta sinn sem vatn hef­ur spil­að stóra rullu fyr­ir lands­menn. Fyrsta líb­íska þjóð­in byggði til­veru sína á leynd­um vatns­ból­um.

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu
Það er til marks um að árið 1200 fyrir Krist var gróðursælla úti í miðri Sahara-eyðimörkinni en nú að þar var grundvöllur fyrir hrossarækt og stríðsvagnanotkun.

Árið 1208 fyrir upphaf tímatals okkar var Merneptah Egiftalandskóngur í miklum vanda. Hann hafði erft ríkið fyrir fimm árum frá föður sínum, hinum víðfræga herkonungi Ramesses 2., og bjóst varla við að þurfa að standa í miklum hernaði, svo rækilega sem karlinn hafði knésett flestalla mögulega óvini Egifta.

En viti menn, þá birtist fjölmennur illúðlegur her úr mjög óvæntri átt og hafði nú stúkað her Merneptahs af við borgina Perire á vesturjaðri óshólma Nílar. Þessi her taldi 40.000 manns, afar dökkleitir voru dátarnir ef ekki beinlínis svartir, og skröltu bogaskyttur á fjórhjóla stríðsvögnum sem knáir hestar drógu en fótgöngulið fylgdi á eftir. Þessi her kom suðvestan úr sjálfri eyðimörkinni Sahara; það var Meryey konungur sem ætlaði að leggja undir sig hina frjósömu óshólma af því harðindi og hungursneyð geisuðu á hans heimaslóðum, og svo viss var Meryey um að hann myndi sigra Merneptah að hann hafði komið með konu sína og börn til orrustunnar.

Hin dularfulla sæþjóð

Og ekki var ein báran stök því norðan frá ströndinni bárust um sama leyti fréttir af innrásarher sem komið hafði á skipum utan úr buskanum, enginn vissi hvaðan, en her þeirrar sæþjóðar var bersýnilega í liði með innrásarher Meryeys eyðimerkurkóngs og nú átti að kremja Egifta á milli.

En Merneptah sýndi þá að hann var sannur sonur föður síns, hélt eldmessu mikla yfir mönnum sínum og hvatti þá til dáða gegn óvinunum sem „elska dauðann en hata lífið“. Sjálfur kvaðst hann vera „öskrandi ljón og [...] brýt bein óvina minna liðlangan daginn“ og saman myndu þeir Egiftar sigra útlensku þrjótana úr eyðimörkinni. Og það fór raunar svo. Í sex tíma létu bogaskyttur Merneptahs örvum sínum rigna yfir innrásarherinn meðan fótgöngulið hans hélt her sæþjóðarinnar dularfullu í skefjum.

Lagði á flótta berfættur

Að lokum brast kjarkur Meryeys og manna hans, Egiftar ruddust í gegnum raðir þeirra og drápu 6.000 en tóku 9.000 höndum og hnepptu í þrældóm. Meryey kóngur sjálfur lagði volandi á flótta berfættur og skildi konuna og krakkana eftir, en Egiftar eltu hann uppi og slátruðu. Merneptah hreykti sér að vonum mjög af sigrinum enda voru stríðsvagnar sunnan úr eyðimörkinni ekki til vandræða í Egiftó framar.

Nú er það svo að þessi orrusta við Perire fyrir 2.131 ári olli í sjálfu sér straumhvörfum í sögu mannkynsins, þótt ekki fari mikið fyrir henni í mannkynssögubókum. Ef 6.000 hermönnum Meryeys og svo og svo mörgum Egiftum hefði ekki verið att í dauðann þennan dag, þá hefðu flestallir þeirra eignast börn sem síðan hefðu sjálf eignast börn og buru, sem nú urðu aldrei til, og hefði endað með því – eftir nógu mörg ár og aldir – að allt öðruvísi skipað mannkyn hefði verið á jörðinni en nú er; ég væri ekki til né þú.

Líbía fyrr og núEftir borgarastríð og loftárásir NATO skiptist Líbía nú í tvö svæði sem elda grátt silfur, annað í austri og hitt í vestri. Sú skipting á sér raunar ævafornar rætur, því í Kýrenæku voru grísku nýlendurnar til forna en í Tripolitaníu þær karþagósku og síðan rómversku.

Verslað í eyðimörkinni

En fyrir utan þá almennu athugasemd (sem gildir svosem um flestallar orrustur) þá er slagurinn árið 1208 fyrir Krist merkilegur fyrir þá sök að þar koma Líbíumenn skröltandi á stríðsvögnum til sögunnar í fyrsta sinn. Meryey kóngur og þjóð hans bjó djúpt inni í eyðimörkinni þar sem maður trúir því vart að hafi verið stingandi strá að japla á fyrir hesta eða menn.

En þar hafði samt orðið til þetta samfélag og þessi þjóð, Líbíumenn. Þeir voru kallaðir svo af nágrönnum sínum, Líbíumenn.

Yfirleitt voru þeir óáleitnir, lifðu aðallega á milligöngu um verslun milli Norður-Afríkustrandar Miðjarðarhafsins (Marokkó, Alsír og Túnis sem nú heita) og svo Eþíópíu og Súdans. Þeir eru taldir hafa verið berbískir í grunninn en mjög blandaðir svörtum Súdanbúum. Furðu lítið komu þeir við sögu Egiftalands nema í þetta eina sinn. Þá var þurrkur í Sahara slíkur að jafnvel þeim harðgeru eyðimerkurbúum blöskraði, og þeir ætluðu því að frjósömum Nílarbökkum með allt sitt hafurtask og fylgifiska.

Aftur út í eyðimörkina

Eftir að þessir fyrstu Líbíumenn leituðu aftur út í eyðimörkina segir ekki margt af þeim um skeið. Tiltölulega fáir bjuggu við ströndina og þegar Fönikíumenn, síðan Grikkir, þá Karþagómenn og loks Rómverjar fóru að koma sér upp nýlendum og borgum allvíða við sjóinn, þá urðu strandbúar þeim yfirleitt auðmjúkir og tóku upp menningu þeirra.

Þá höfðu Líbíumenn inni í Sahara hins vegar jafnað sig á óförunum gegn Egiftum og myndað nýtt ríki kringum borgina Garama (sem nú kallast Germa). Það var svo við lýði frá því rétt fyrir árið 600 fyrir Krist og þar til um 600 eftir Krist. Í Garama sjálfri í nágrenninu bjuggu allt að 10.000 manns og þótt Garamantar svokallaðir önnuðust sem fyrr verslun eyðimerkurhorna á milli – þar á meðal og ekki síst með þræla – þá létu þeir sjálfir lítið fyrir sér fara og fáir þekktu neitt að ráði til þeirra. Stigamenn Garamanta fóru vissulega reglulega í ránsferðir niður í byggðirnar á ströndinni en hurfu svo suður í endalausar sandöldurnar. Byggðamenn þorðu sjaldan að reyna að elta þá uppi.

Rómverjar uppgötva leyndardóminn

Þó lagði Rómarkeisarinn Septimus Severus, sem sjálfur var frá Leptis Magna niðri á ströndinni, árið 202 eftir Krist í nærri 1.000 kílómetra hergöngu yfir fjöll og sandfláka og hertók Garama að lokum. Rómverjar höfðu trúað því að Garamantar lifðu afar harðbýlu lífi inni í skraufþurri eyðimörkinni miðri og því var undrun þeirra mikil þegar þeir uppgötvuðu þar blómlega borg vandlega skipulagða, þar sem enginn skortur virtist á vatni og á ökrum og engjum spruttu ólífur og vínber, fíkjur, dúrrur, bygg og hveiti.

Leyndarmál Garamanta fólst í miklum neðanjarðargöngum sem þeir höfðu grafið niður í fjöll og hæðir og fundið þar í hellum og hvelfingum miklar vatnsbirgðir sem höfðu lokast af fyrir þúsundum ára þegar hið þá blauta svæði Sahara tók að þorna upp og breytast í eyðimörk. Annars staðar var vatnsstaða einfaldlega mun hærri en ætla hefði mátt af þurru yfirborðinu.

En vel að merkja voru það í rauninni ekki Garamantar sjálfir sem grófu þessi göng heldur þrælarnir sem þeir höfðu rænt eða keypt suður í Súdan og Eþíópíu og máttu púla til ömurlegra æviloka við að útvega Líbíumönnum í Garama vatn.

Án þessara þræla hefði svo fámenn þjóð sem Garamantar aldrei náð að grafa þessi ósköp.

Þrælarnir sem Líbíumenn rændu fyrir sunnan Sahara voru undirstaða velmegunar í Garama, bæði söluvara við Miðjarðarhafið og vinnuafl við að grafa göngin sem veittu vatni til borgarinnar.

Vatnið á þrotum

Þrátt fyrir að Garama reyndist svo blómlegt undur treysti Septimus Severus sér þó ekki til að halda borginni til lengdar, svo langt inni í landi, og Rómverjar hurfu því á braut. Aftur fengu Líbíumenn að vera í friði úti í eyðimörkinni og þar urðu eflaust örlög mikil, ástir og ástríður, hamingja og harmleikir, en við vitum ekkert um það því fólkið í Garama sá ekki ástæðu til að læra að skrifa niður sögur sínar.

En laust upp úr 600 fór að vandast málið. Vatnsveitustjórar Garama kölluðu áhyggjufullir á borgarstjórana og sýndu þeim í neðanjarðargöngin. Hið forna vatn endurnýjaðist ekki því þarna um slóðir rigndi nálega ekkert. Og nú var vatnið á þrotum.

Hvernig þá fór fyrir Líbíumönnum segir síðar. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    ALSTAÐAR LEYNIST EITTHVAÐ ÓVÆNTIIÐRUM JARÐAR ENN EINS OG MALTÆKIÐ SEGIR EYÐST ÞAÐ SEM AF ER TEKIÐ ALVEG SAMA HVAÐ OG ÍDAG VIRÐIST SAMA SAGAN ENDURTAKA SIG AFTUR
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár