Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við undirrituð styðjum við góða og vandaða hinseginfræðslu“

Ís­lenska rík­ið, sveit­ar­fé­lög, stofn­an­ir og fé­laga­sam­tök — þar á með­al Sam­tök­in 78 — hafa tek­ið hönd­um sam­an þar sem þau leið­rétta rang­færsl­ur og vill­andi upp­lýs­ing­ar sem dreift hef­ur ver­ið að und­an­förnu vegna hinseg­in­fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um.

„Við undirrituð styðjum við góða og vandaða hinseginfræðslu“

„Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt.“

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum vegna umræðu um hinseginfræðslu og kynfræðslu.

Börn eigi rétt á menntun og vernd gegn ofbeldi

Vegna þessara villandi og röngu upplýsinga segja þessir aðilar fullt tilefni til að koma ákveðnum staðreyndum á framfæri, en ljóst er að yfirlýsingin er viðbragð við þeirri hatursfullu umræðu í garð hinsegin fólks sem geisað hefur að undanförnu. Þar hefur kynfræðsla og hinsegin fræðsla í skólum verið harkalega gagnrýnd og því hreinlega haldið fram að verið sé að kenna börnum klámfengna hluti.

Í yfirlýsingunni er bent á að íslensk stjórnvöld eru skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það fellur meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða.

Réttur einstaklinga til að skilgreina kyn sitt

Þá er vakin athygli á því að á Íslandi eru í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.

Samkvæmt lögum um grunnskóla er rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eiga grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir fela meðal annars í sér víðtæka fræðslu.

Börn gjarnan útsett fyrir klámi

„Öll fræðsla tekur tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi,“ segir þar.

Hinsegin fræðsla er ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjallar um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum.

Kynfræðsla snýst um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla er einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni.

Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 eru unnin í samstarfi við unglinga sem hafa áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin eru kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn eru gjarnan útsett fyrir klámi og er veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi.

„Við undirrituð styðjum við góða og vandaða hinseginfræðslu og kynfræðslu í skólakerfinu,“ segir í lok yfirlýsingarinnar en undir hana skrifa skrifa mennta- og barnamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Menntamálastofnun, Barnaheill, Samtökin 78 og foreldrasamtökin Heimili og skóli.

Engin BDSM fræðsla í fyrirlestrum

Á vef Reykjavíkurborgar er ennfremur búið að setja ýmsan fróðleik um þessi mál. Þar segir til að mynda að hinseginfræðsla byggi á því að fjalla um fjölbreytileikann, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum.

Á yngsta stigi sé í hinseginfræðslu fjallað um að fólk sé allskonar og fjölskyldur séu allskonar og það sé í góðu lagi. Á miðstigi sé útskýring á hugtökum eins og samkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og intersex og áhersla lögð á að allt fólk á rétt á búa við öryggi og virðingu. Á unglingastigi er aftur rætt um hugtök, bent á hvar ráðgjöf og stuðning er að finna auk þess sem umræða um fordóma og virðingu er sett í forgrunn.

Að gefnu tilefni skal taka fram að fræðsla um BDSM fer EKKI fram í fyrirlestrum eða öðru kennsluefni um hinsegin mál, hvorki með börnum né unglingum,“ segir á vef borgarinnar. Um eina setningu sé að ræða á einu veggspjaldi sem útbúið var árið 2019, sama ár og Hatari keppti í Eurovision fyrir Íslands hönd en þá hafi börn og ungmenni spurt hvað BDSM væri.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár