Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu

Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.

Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
Mætti í skóla Samtökin sem Eldur Deville fer fyrir hafa meðal annars gagnrýnt hinsegin fræðslu í grunnskólum og þá aðallega fræðslu fyrir nemendur um trans börn. Mynd: Heimildin

„Skólastjóri Langholtsskóla hefur gert skóla- og frístundasviði viðvart vegna þriggja einstaklinga frá samtökunum 22 sem komu inn í skólann í gær. Myndbönd voru tekin af starfsfólki skólans án þeirra samþykkis og upptaka höfð í gangi þegar það vísaði fólkinu frá skólanum. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.“

Þannig hljóðar svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur við fyrirspurn Heimildarinnar sem fékk ábendingu um að skólinn hefði tilkynnt sviðinu 8. september að Eldur Deville forsvarsmaður Samtakanna 22 hafi ásamt tveimur öðrum komið í Langholtsskóla daginn áður. Samtökin hafa meðal annars gagnrýnt hinsegin fræðslu í grunnskólum og þá aðallega fræðslu fyrir nemendur um trans börn. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var starfsfólki skólans mjög brugðið þegar fólkið kom inn í skólann. 

Í svari skóla- og frístundasviðs til Heimildarinnar segir einnig að það sé afar mikilvægt að starfsfólk skóla geti helgað sig því verkefni að sinna menntun og farsæld barna og þurfi ekki að vera í …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Ingibjörg Ottesen skrifaði
  Fræðsla í grunnskólum landsins á að vera í höndum kennara. Það á að banna öllum öðrum að koma þar inn til að kenna börnunum,nema þeim sem koma til að kenna umferðarreglur og meðferð og jafnvel viðgerða á reiðhjólum. Sérhagsmunahópar, fólk á vegum trúar eða stjórnmálafélaga eiga ekkert erindi við börn í mótun. Ekki heldur hinsegin fólk. Þetta er skoðun mín, byggð á langri reynslu af lífinu og verandi grunnskólakennari um tíma.
  -5
 • Kristjana Magnusdottir skrifaði
  Það er altaf verið að fussa og sveia á mig og kalla mig einhverja lesbíu!svo á ég líka að vera forljót og alveg storskrytin líka af hverju stafar þetta nefhlĵóð sem heyrist hjá mér?ég skal vera viss um þaðAÐ ALLT SEM AÐ MER ER ERU SÁLRÆN ÁHRIF mömmu minni sálugu var víst alveg dauð ílla við mig þess vondu á hrif eru frá mömmu minni og bróður hennar sem bjó í Danmörk í 57 ár
  -6
 • Hafsteinn Helgason skrifaði
  Fáfræðin og mannvonskan í þessum tveimur kommentum undir þessari grein, undirstrika hvers vegna Samtökin 22 er grasserandi vandamál sem þarf að díla við sem fyrst. Það virðist ekki vera nóg að fræða börnin, fullorðið fólk sem ekki veit betur reynir greinilega að standa í vegi fyrir þeirri fræðslu. Það þarf víst að kenna sumu fullorðnu fólki, eins þeir tveir sem finnast hér í kommentunum, kynfræðslu, umburðarlyndi og samúð.
  8
  • Í frjálsu lýðræðissamfélagi "fræðum" við ekki hugmyndafræðilega andstæðinga okkar heldur tökum á rökum þeirra.
   0
 • Vissulega eru kynin tvö.

  Vissulega er það ógeðfellt að fræða börn um BDSM (hafi það verið gert, sem ég leyfi mér að efa).

  Vissulega er það hræðilegt barnaníð að styrkja þá rangtrú barns að það sé í raun gagnstæða kynið, og styðja við þær aðgerðir sem grundvallast á þeirri rangtrú og þær skelfilegu og varanlegu langtímaafleiðingarnar sem þeim aðgerðum fylgir.

  En Guð minn almáttugur maður, þú gengur ekki inn í grunnskóla þegar þú ert hvorki starfsmaður, foreldri barns, eða í atvinnutengdu erendi, og hvað þá með myndavél á lofti.
  0
  • Auður Helg skrifaði
   Þú efast um að verið sé að fræða börn um BDSM í skólum, en á þessu myndspjaldi er einmitt verið að kynna það til sögunnar. Þú ættir kannski að skoða það og fleira sem þykir nauðsynlegt að kenna börnum nú á dögum.
   -9
  • Martin Swift skrifaði
   Hárrétt að það er glórulaust að vaða inn í grunnskóla með myndavél á lofti.

   Kynin eru hins vegar fleiri en tvö og trans fólk er til.
   8
 • Fyrir það fyrsta að þá er BDSM ekki kynhneigð heldur blæti og svo er einfaldlega staðreynd málsins að ekkert fagfólk kemur að fræðslu samtakana 78 heldur er þetta upplifun og tilfinningar þess sem fræðir ,,

  s22 er ekki á móti transgender samfélaginu heldur er málið að bælingameðferð barna undir lögaldri eigi ekki að vera veruleiki né á bdsm fræðsla eitthvað að eiga inni barnaskóla landsins,,

  ekki langt síðan að klámáhorf ungra drengja var til umræðu og að það brenglaði sýn þeirra á hvað eðlilegt kynlíf er,, gúgglið BDSM og hugsið ykkur um hvað ungt par í tilraunastarfsemi myndi gera miðað við þær myndir sem þar poppa upp.

  Ég er ekki á móti transsamfélagsinu en hvað nákvæmlega er barátta þeirra? Transgender einstaklingar hefur öll sömu lagalegu réttindi og ég þannig að hvað vill þessi hópur í raun og veru ? og af hverju er hann með fræðslu fyrir börn í skólum landsins þegar við höfum fullkomnlega hægt fagfilkutil að sinna slíkri fræðslu
  -15
  • Hafsteinn Helgason skrifaði
   Sá sem heldur að barátta hinseginsamfélagsins snúist aðeins um lög og réttindi kann ekki að meta samfélagslega þætti sem spila inn í. Þau berjast fyrir viðurkenningu, fyrir umburðarlyndi, samúð og samkennd með þeim sem eru öðruvísi en aðrir. Þeirra barátta stoppar ekki við þröskuld laganna.
   8
 • Auður Helg skrifaði
  Þarf ekki að tilkynna kynferðislegt efni sem engan veginn er eðlilegt í skóla eða við hæfi barna eins og þetta plaggat sem Eldur var að taka myndir af. Þar er m.a. verið að fræða börn um bdsm og talað um það sem sérstaka hneigð sem þau gætu væntanlega verið haldin. Er það eðlilegt fyrir börn frá 6 ára aldri? Mér sýnist þetta vera barnaverndarmál.
  -19
  • Martin Swift skrifaði
   Það er ekkert verið að fræða börn „um bdsm“. Það er verið að fræða börn um umburðarlyndi gagnvart öðrum og að fólk hafi hneigðir sem það eigi ekki að skammast sín fyrir.
   11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár