Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nennir ekki upp á Everest

Arn­ar Mar­geirs­son hjá Þvotta­stöð­inni Fönn ferj­ar þvott alla daga og hef­ur gert það í 36 ár. Hann seg­ir það alltof lang­an tíma en hann nenni ekki að fara að skipta um vinnu úr þessu. Arn­ar hef­ur gam­an af bíla­við­gerð­um og slak­ar á með því að fara í fjall­göngu. Hon­um ligg­ur ekk­ert á og nenn­ir ekki á Ev­erest.

Nennir ekki upp á Everest

„Ég heiti Arnar Margeirsson og við erum í Aðalstræti. Ég er 59 ára gamall og bý í Breiðholtinu. Ég er að afgreiða þvott á Hótel Center. Þetta geri ég á hverjum degi, að ferja þvott frá Þvottahúsinu Fönn. Ég hef verið að gera þetta alltof lengi, eða í 36 ár. Ég gæti ímyndað mér að ég sé einn af þeim reynslumestu í þessu. 

Þegar ég segi alltof lengi á ég við að, ég veit það ekki, maður hefði kannski átt að gera eitthvað annað. Þetta starf er samt ekki slæmt. Hvað myndi ég gera ef ég gæti snúið til baka og byrjað upp á nýtt? Það væri þá einhver iðn, einhver bílatengd iðn, bílaviðgerðir eða eitthvað í þá áttina. En ég er bara í fínni vinnu og ég er búinn að vera svo lengi í þessu að ég nenni ekki að skipta núna. 

Ég kann að gera við bíla, ég geri það stundum. Ég hef bara lært það af reynslunni. Ég veit ekki um neitt eitt augnablik sem hefur breytt farvegi lífs míns og kannast ekki við neitt eitt stórt augnablik sem hefur mótað mig. Það má segja að líf mitt séu mörg lítil augnablik. Það er ekkert eitt sem hefur verið mér efst á huga, bara vinnan.

Fyrir utan að gera við bíla fer ég svolítið á fjöll. Síðast fór ég á Helgafell. Ég er ekki týpan sem þarf að sigrast á fjallinu, ég vil bara vera úti í náttúrunni að slaka á. Ég þarf ekkert að fara á hæsta fjallið. Mér liggur ekkert á. Ég myndi aldrei nenna upp á Everest, ég fer ekki í neinar hættulegar fjallgöngur.“ 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Skemmtilegt viðtal. Mér hefur fundist blaðamenn og ekki síst stjórnendur spjallþátta gjarnir á að reyna að kreista út úr viðmælendum sínum "atvikið örlagaríka", "áfallið skelfilega", þetta EINA sem leiddi til umsnúnings í lífi viðkomandi - eins og líf viðkomandi sé hannað fyrir fyrirsagnir.

    Arnar bítur ekki á agnið. "Ég veit ekki um neitt eitt augnablik sem hefur breytt farvegi lífs míns og kannast ekki við neitt eitt stórt augnablik sem hefur mótað mig. Það má segja að líf mitt séu mörg lítil augnablik." Mig grunar að það sama eigi við um okkur flest.
    4
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Sá má aldelis vera ánægður með sjálfann sig kallinn að vera þrjátíu þaðog sex ár á sama staðnum ég var 15 ár á sogaveginum enn núna er búin að vera níu ár þar sem ég er núna hvernig líst ykkur á það og alltaf hækkar hjá mér blessuð húsaleiga ár frá ári og ekkert lát virðist vera þar á hjá mér eins og fleirum hér í bæ
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
2
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Kappræðugreining: Innblásinn Sigurður Ingi, Kristrúnarplanið á xS.is og tilhugalíf Sigmundar og Bjarna
6
Pod blessi Ísland#2

Kapp­ræðu­grein­ing: Inn­blás­inn Sig­urð­ur Ingi, Kristrúnarplan­ið á xS.is og til­huga­líf Sig­mund­ar og Bjarna

Gleði­leg­an kosn­inga­mán­uð. Í öðr­um þætti Pod blessi Ís­land fara Að­al­steinn og Arn­ar Þór yf­ir kapp­ræð­ur gær­kvölds­ins. Þátt­ar­stjórn­end­urn­ir sjálf­ir íhuga fram­boð eins lista í NV-kjör­dæmi í næstu kosn­ing­um til að fá vett­vang til að viðra skoð­an­ir sín­ar í kapp­ræð­um rík­is­mið­ils­ins. Far­ið yf­ir frammi­stöðu Jó­hann­es­ar Lofts­son­ar og allra hinna leið­tog­anna í ís­lenskri póli­tík, það sem kom á óvart og það sem gerði það ekki. Þema­lag þátt­ar­ins er Græt­ur í Hljóði eft­ir Prins Póló.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár