Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Önnur langreyðurin einnig skotin í tvígang

Tvær dauð­ar lang­reyð­ar hafa ver­ið dregn­ar á land í hval­stöð­inni í Hval­firði í morg­un og báð­ar virð­ast þær hafa ver­ið skotn­ar með að minnsta kosti tveim­ur sprengiskutl­um. Slíkt er skráð sem „frá­vik“.

Önnur langreyðurin einnig skotin í tvígang
Tvískotin Önnur langreyðurin sem veidd er á vertíð Hvals hf. þetta árið virðist líkt og sú fyrsta hafa verið skotin með tveimur sprengiskutlum. Mynd: Boris Niehaus/Hard To Port

Bæði skip Hvals hf., Hvalur 8 og Hvalur 9, eru nú komin að bryggju við hvalstöðina í Hvalfirði. Tvö dýr hafa verið dregin á land og bæði höfðu þau, af myndum af vettvangi að dæma, verið skotin að minnsta kosti tveimur sprengiskutlum.

Líkt og Heimildin greindi frá snemma í morgun var fyrsta dýrið sem veitt var á vertíð Hvals þetta sumarið með einn skutul í eða við höfuð og annan í síðunni. Hvalur 9 kom að bryggju seinna, með tvo hvali við síðu sína, og annar þeirra hafði fyrir hádegi verið dreginn á land þar sem gert er að honum, líkt og það er orðað.

NærmyndHvítir hringir eru á myndinni dregnir um tvö sár á skrokk hvalsins eftir sprengiskutla. Þetta er annar hvalurinn sem dreginn hefur verið á land í dag.

Sá virðist einnig vera með sár eftir tvo skutla sem þýðir að dýrið hefur ekki drepist við fyrsta skot. Þá hefur þurft að hlaða hvalveiðibyssurnar aftur og skjóta öðru sinni.

Þriðja langreyðurin er enn í sjónum. Hún verður ekki tekin á land fyrr en búið er að gera að þeirri sem nú er á hvalstöðvarplaninu.

„Það hefur því þegar komið í ljós, sem er ekki óvænt í mínum huga, að veiðiaðferðir Hvals hf. hafa ekki batnað að neinu leyti,“ sagði Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri sjávarverndunarsamtakanna Hard to Port, samtaka sem annað sumarið í röð fylgjast náið með veiðunum, við Heimildina í morgun.

Bæði hvalveiðiskipin héldu til veiða í fyrradag og í frétt Morgunblaðsins um gang veiðanna var haft eftir stöðvarstjóra í Hvalfirði að veiðarnar hefðu gengið vel „þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður“. Sagði hann enn fremur að hvalveiðar gangi verr „þegar er lítið skyggni“.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heimilaði hvalveiðar á ný um mánaðamótin og setti nýja reglugerð sem hafði það hlutverk að „bæta umgjörð veiða á langreyðum“ líkt og sagði í fyrstu grein hennar. Í reglugerðinni er farið yfir þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar við veiðar og segir að „ytri skilyrði“ skuli vera með þeim hætti að „líkur séu til þess að aflífun fari fram samstundis“. Skuli í því tilliti líta til ölduhæðar, veðurskilyrða og skyggnis.

Miðað við lýsingar stöðvarstjórans var skyggni hins vegar slæmt.

Eftirlitsaðilar, þ.e. Fiskistofa og Matvælastofnun, geta samkvæmt reglugerðinni krafist úrbóta á verklagi „sé það ekki til þess fallið að tryggja framangreind skilyrði“.

Hvalur hf. hefur heimild til veiða á 161 langreyði í ár. Í fyrra stóð vertíðin í hundrað daga og lauk 28. september. Á henni voru veidd 148 dýr. Matvælastofnun gerði alvarlegar athugasemdir við veiðarnar, m.a. að mörg dýr hafi verið skotin margsinnis, að sprengiskutlar hafi ekki sprungið og að sum dýranna hafi þurft að þola langt dauðastríð og miklar kvalir.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu