Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.

Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
Snyrtivörur Erfitt er fyrir neytendur að bera kennsl á efni sem geta valdið skaða því að innihaldsefnin í mörgum snyrtivörum sem við notum jafnvel daglega skipta oft tugum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flest notum við snyrtivörur, eða það sem kallað er umhirðuvörur daglega. Við þvoum okkur flest um hárið með sjampói, notum kannski næringu líka, berum á okkur andlitskrem og notum svitalyktareyði. Og mörg farða sig daglega. Við berum sumsé daglega alls kyns efni á stærsta líffæri líkamans, húðina. 

Síðustu ár og áratugi hefur umræða um skaðsemi efna sem geta leynst í snyrtivörum aukist töluvert. Hins vegar er erfitt fyrir neytendur að bera kennsl á efni sem geta valdið skaða því að innihaldsefnin í mörgum snyrtivörum sem við notum jafnvel daglega skipta oft tugum. Á brúsanum, krukkunni eða túpunni eru vanalega upplýsingar um hvaða efni eru í vörunni. Þau bera hins vegar mörg hver heiti sem flest fólk getur varla borið fram og veit sáralítið um.  

Bannlistinn 

Það er vissulega eftirlit og það ágætt í Evrópu á heimsvísu að sögn Ísaks Sigurjóns Bragasonar, teymisstjóra efnamála hjá Umhverfisstofnun, en stofnunin fer með framkvæmd …

Kjósa
79
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RKS
    Ragnheiður K. Steindórsdóttir skrifaði
    Ég þakka fyrir þessa viðvörun og ábendingar. Umræðan er mjög nauðsynleg. En mér finnst ósmekklegt að einmitt þessari umfjöllun skuli fylgja auglýsing fyrir krem sem á að minnka dökka bauga!
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár