Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 3 árum.

Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, doktor í af­brota­fræði, seg­ir enga ástæðu til að ótt­ast breytt­an veru­leika við um­fjöll­un saka­mála en mik­il­vægt sé að að gera grein­ar­mun á saka­mál­um sem af­þrey­ingu og lög­reglu­rann­sókn.

Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Gabby Petito Mynd: Instagram

Gabrielle Ven­ora Petito var 22 ára banda­rísk kona sem þráði að skapa sér nafn á sam­fé­lags­miðl­um. Í sumar ákvað hún að láta draum­inn ræt­ast þegar hún lagði upp í ferða­lag um Banda­ríkin ásamt kærasta sín­um, Brian Laun­drie. Gabby, eins og hún var gjarnan köll­uð, deildi frá ferða­lag­inu á sam­fé­lags­miðl­um, aðal­lega Instagram og Youtu­be.

Ferða­lagið hófst í júní. Gabby og Brian ferð­uð­ust á hvítum Ford sendi­ferða­bíl sem Gabby átti og ætl­aði parið að ferð­ast um ríki og þjóð­garða í vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna. Gabby var í góðu sam­bandi við fjöl­skyldu sína á ferða­lag­inu en síð­ustu vik­una í ágúst heyra þau lítið sem ekk­ert frá henni og SMS-skila­boð sem hún sendi vöktu upp grun­semd­ir.

Fjöl­skyldan til­kynnti um hvarf Gabby 11. sept­em­ber. Fimm dögum síðar biðl­aði fjöl­skylda Gabby til fjöl­skyldu Bri­ans að aðstoða við leit­ina. Dag­inn eft­ir, 17. sept­em­ber, til­kynnti fjöl­skylda Bri­ans að hann væri einnig horf­inn. Lík Gabby finnst tveimur dögum síðar í skógi í Wyom­ing. Öll spjót bein­ast að Brian sem lög­regla leitar enn.

Frá þús­und fylgj­endum í 1,3 millj­ónir

Málið hefur vakið gríð­ar­lega mikla athygli, ekki síst þar sem Gabby og Brian höfðu leyft fylgj­endum að fylgj­ast með ferða­lag­inu á sam­fé­lags­miðl­um. Gabby var með um 1.000 fylgj­endur á Instagram en þegar fregnir bár­ust af hvarfi hennar stækk­aði fylgj­enda­hóp­ur­inn ört. Mjög ört. Í dag, tæpum mán­uði eftir að lík hennar fann­st, eru fylgj­endur hennar 1,3 millj­ón­ir.

Þessi öra fjölgun er lík­lega skýrasta dæmið um breyttan veru­leika þegar kemur að rann­sókn saka­mála. Hlað­vörp þar sem fjallað er um sönn saka­mál, svokölluð „true cri­me“-hlað­vörp, njóta gríð­ar­legra vin­sælda og hlaupa á tug­um, ef ekki hund­ruð­um. Nú getur líka hver sem er sett sig í spor rann­sókn­ar­lög­reglu með auknu upp­lýs­inga­flæði og leiðum til að miðla efni, ekki síst á sam­fé­lags­miðl­um.

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, doktor í afbrota­fræði og dós­ent í lög­reglu­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri, segir þessa þróun ekki koma á óvart. „Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt. Til að forða okkur frá hættu. Við ofmetum hætt­una eða lík­urnar á því að vera drepin af morð­ingja eða maka til dæm­is. Í ljósi hver við erum sem mann­eskjur er þessi áhugi ekk­ert skrýt­inn, þetta er bara meira spenn­andi núna. En fyrir marga er þetta bara spennu­saga en þetta gefur okkur meira af því þetta er að ger­ast núna og þetta er alvöru og því meira spenn­and­i.“

Margrét Valdimarsdóttirdoktor í afbrotafræði.

Mál Gabby, að mati Mar­grét­ar, upp­fyllir flest skil­yrði til að vekja athygli almenn­ings. „Þetta er fórn­ar­lamb sem er auð­velt að hafa samúð með, og ég tala nú ekki um að hún er ung, hún er hvít, hún er fal­leg. Þetta fal­lega unga hvíta par passar akkúrat inn í það sem fræðin hafa verið að fjalla um og benda á að sé til þess fallið að mál fái mikla athygli. Í þessa sögu vantar bara hetju og þá væri þetta full­kom­ið, í þeim skiln­ingi að vekja athygli almenn­ings.“

Ýmis gagn­rýni hefur komið upp í tengslum við mál Gabby, ekki síst vegna þeirrar miklu athygli sem það hefur feng­ið. Gagn­rýnin snýst m.a. um svo­kallað „hvítrar konu sakn­að“-heil­kenni þar sem fjöl­skyldur þeldökkra Banda­ríkja­manna gagn­rýna athygl­ina sem mál eins og mál Gabby fá á meðan mál þeldökkra Banda­ríkja­manna sem hverfa spor­laust fá litla sem enga athygli. Mar­grét segir þessa gagn­rýni eiga rétt á sér þar sem stað­reyndin er sú að þessi mál fá mun minni athygli. „Fatlað fólk, hinsegin og kynsegin fólk og fólk sem er ekki hvítt er lík­legra til að vera þolendur ofbeld­is­glæpa og heim­il­is­of­beld­is. En þau mál fá ekki eins mikla athygli því almenn­ingur hefur ekki áhuga.“

„Þetta er það sem við höfum áhuga á“

Aukin athygli yfir­stand­andi morð­rann­sókna geta þó haft jákvæðar hlið­ar. „Lög­reglan fær upp­lýs­ingar sem hún myndi ann­ars aldrei fá en það verður miklu erf­ið­ara fyrir lög­reglu að greiða úr þeim þar sem meiri­hluta upp­lýs­ing­anna er ekki hjálp­leg­ur,“ segir Mar­grét. Flækju­stigið eykst hins vegar með auknum áhuga. „Það munu miklu fleiri stíga fram sem vitni þegar umfjöllun verður svona mikil en frá­sagnir vitn­anna verða á móti ómark­tæk­ari af því að öll umfjöllun sem er í gangi hefur áhrif á hvernig fólk man það sem það sá. Stöðug umfjöllun hefur áhrif á það hvernig við munum atburði sem við sjáum og teljum okkur þess vegna ekki vera að ljúga.“

En er þetta hættu­leg þró­un?

„Fyrir fjöl­skyldur þolenda og ger­enda held ég að þetta sé slæmt af því að frið­helgi einka­lífs þeirra er ekki virt,“ segir Mar­grét. Þá bendir hún á að það sé ekki gott fyrir fólk að ein­blína frekar á hættur og hið nei­kvæða í umhverf­inu frekar en hið jákvæða. Hvað umfjöllun fjöl­miðla um rann­sókn yfir­stand­andi morð­mála segir Mar­grét að það sé undir miðl­unum sjálfum komið hvernig fjallað er um mál­in. „Það fer eftir þeirra eigin siða­reglum hvert þeir vilja fara. En við verðum að gera okkur grein fyrir að í huga almenn­ings er þetta afþrey­ing.“

Saka­mála­hlað­vörp, heim­ilda­myndir og ýmsar frá­sagnir á sam­fé­lags­miðlum eru einmitt fyrst og fremst afþrey­ing og Mar­grét segir mik­il­vægt að gera skýran grein­ar­mun á afþr­ey­ing­unni og morð­rann­sókn­unum sjálfum og þau áhrif sem hún hefur á fjöl­skyldu þolenda. „Heim­ilda­þættir vekja oft athygli á ein­hverju sem þarf að laga í sam­bandi við rétt­ar­kerf­ið, sem er jákvætt, en ef fólk vill í alvöru læra eitt­hvað um saka­mál og af hverju ein­stak­lingur ákveður að fremja voða­verk þá mæli ég með því að fólk læri afbrota­fræð­i.“

Mar­grét segir þó ekki telj­andi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum aukna áhuga á morð­málum sem kemur skýr­ast fram á sam­fé­lags­miðl­um. „Ég held að við þurfum ekki að hafa sér­stakar áhyggjur af þessu. Þetta er tæknin og þetta er sam­fé­lag­ið. Þetta er það sem við höfum áhuga á. Þetta er afþrey­ing. Sem afbrota­fræð­ingur veit ég það vel að fólk hefur lít­inn áhuga á fréttum um að afbrotum sé að fækka en mik­inn áhuga ef þeim er að fjölga eða ef það er eitt­hvað sér­stakt mál. Það er ekk­ert skrít­ið, það er bara eins og það er, en rann­sóknir sýna að það er ekki endi­lega gott fyrir okkur sem neyt­endur að vera stöðugt að fók­usera á voða­verk.“

Haley Toumaian er ein af fjöl­mörgum TikT­ok-not­endum sem hafa fjallað um Gabby. Hún er með 650 þús­und fylgj­endur á TikTok og hefur fylgst með máli Gabby frá upp­hafi og deilt fréttum og eigin hug­renn­ingum um málið frá 16. sept­em­ber. Toumaian greinir frá því í sam­tali við BBC að fyrstu dag­ana eyddi hún um sex klukku­stundum á dag í að afla sér upp­lýs­inga um Gabby og rann­sókn máls­ins.

Mar­grét segir að svo lengi sem not­endur fari eftir fyr­ir­mælum lög­reglu sé ekk­ert athuga­vert við þessa frá­sagn­ar­að­ferð. „Ef þau virða fyr­ir­mæli lög­reglu um að fara ekki á ákveðið svæði eða nota ákveðnar upp­lýs­ing­ar, að fara eftir ákveðnum regl­um, þá þurfum við ekki að koma ákveðnum skila­boðum til þeirra.“

„Mér líður eins og ég þekki Gabby“

Áhug­inn á rann­sókn á morði Gabby er ekki ein­ungis bund­inn við Banda­rík­in, hann er einnig grein­an­legur hér á landi. Inga Krist­jáns­dótt­ir, rit­höf­undur og stjórn­andi hlað­varps­ins Ill­verks, fjall­aði um málið í þætti sínum 25. sept­em­ber. Inga segir að áhugi hennar á mál­inu hafi kviknað þar sem hún geti tengt við Gabby á marga vegu.

„Mér líður eins og ég þekki Gabby því málið var svo opið alheim­in­um. Sama má segja um Bri­an, þótt það sé orðið ansi ljóst að meira býr að baki hans karakt­ers. Það er hægt að tengja við þau á svo marga vegu og held ég að margir hafi sömu drauma og þau, langi að ferðast, vera stór á sam­fé­lags­miðlum og eiga þetta ævin­týra­líf,“ segir Inga.

Inga KristjánsdóttirHeldur úti hlaðvarpinu Illverk.

Inga hefur gefið út rúm­lega 100 þætti um hin ýmsu saka­mál. Í fyrstu voru 90% hlust­enda konur en í dag er hlut­fallið jafnt og segir Inga hafa fundið fyrir auknum áhuga und­an­far­ið. Þátt­ur­inn um Gabby hefur til að mynda fengið þrefalt meiri hlustun en meðal þáttur Ill­verka.

Aðspurð hvort það sé mik­ill munur á að fjalla um mál þar sem rann­sókn stendur enn yfir, líkt og í máli Gabby, og málum sem eru upp­lýst segir hún að svo sé. „Vana­lega get ég hlustað á bækur og aflað mér upp­lýs­inga á net­inu í nokkra daga áður en ég sem hand­rit­ið. Þegar ég rann­saka svona nýleg mál eru alltaf að bæt­ast við upp­lýs­ingar svo ég er stans­laust að bæta við hand­rit­ið.“ Þá segir Inga að alls konar get­gátur sem upp koma á sam­fé­lags­miðlum geti flækt málin þar sem þær eru mis­gáfu­leg­ar. „Það er vissu­lega meira krefj­andi að skrifa svona þátt, því þú vilt ekki fara með fleip­ur, en mun líf­legra og skemmti­legra.“

TikTok eigi þátt í að varpa ljósi á sann­leik­ann

Inga er sann­færð um ágæti TikTok við rann­sókn saka­mála. „Sann­leik­ur­inn er sá að TikTok á stóran part í að koma sann­leik­anum upp á yfir­borð­ið. Ég er ekki viss um að málið væri komið jafn langt ef ekki væri fyrir for­rit­ið. En öllu má nú ofgera. Per­sónu­lega finnst mér slæmt þegar fólk er farið út fyrir ákveðin mörk og mögu­lega farið að traðka á vinnu lög­reglu. Ég skil vel að fólk vilji að málið gangi hraðar og það vill hjálpa. En það hefur gerst ítrekað að upp­lýs­ingar hafa lekið sem gætu skemmt fyr­ir. Sem er ekki gott.“

Rann­sókn­ar­vinna Ingu heldur áfram en hún er hætt að nýta sér TikTok og Instagram. „Þetta er komið út fyrir öll mörk og leið­inda „get­gátupés­ar“ komnir af stað. Ég fylgist með spjall­síðu á Face­book þar sem rúm­lega 50.000 manns fylgj­ast með og skoða reglu­lega frétta­síð­ur. Mitt plan er svo að gera fljót­lega annan þátt þar sem ég mun fara yfir allt sem er búið að stað­festa.“

Brian Laundrie og Gabby Petito.

Inga telur að draga megi ýmsan lær­dóm af máli Gabby, meðal ann­ars að ekki er allt sem sýn­ist á sam­fé­lags­miðl­um. „Ég vona að vit­und­ar­vakn­ing verði um bæði allt sem þú sérð á net­inu, að þú ættir að taka því með fyr­ir­vara, og að við pössum upp á hvort ann­að. Vinir okkar og vanda­menn gætu verið í hræði­legum sam­bönd­um. Það er okkar verk­efni að spyrja og hunsa ekki rauð flögg sem við sjá­um.“

Morðið á Gabby Petito er fyrst og fremst harm­leik­ur. Stað­reyndin er hins vegar sú að málið vekur athygli og lög­regla jafnt sem sam­fé­lags­miðla­not­endur kepp­ast við að kom­ast að sann­leik­anum um lát henn­ar. Krufn­ing­ar­skýrsla Gabby var gerð opin­ber á mið­viku­dag og þar kemur fram að dán­ar­or­sök hennar var kyrk­ing og að hún hefði verið látin í þrjár til fjórar vikur þegar líkið fannst 19. sept­em­ber. Leit stendur enn yfir af Bri­an, kærasta Gabby, sem er sá eini sem hefur rétt­ar­stöðu grun­aðs í mál­inu. En þá er bara spurn­ing hvort hetj­an, sem Mar­grét minnt­ist á hér að ofan, verði sá eða sú sem nær að leysa mál­ið. Og ætli það verði lög­reglan eða jafn­vel TikT­ok-­stjarna?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár