Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 3 árum.

Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, doktor í af­brota­fræði, seg­ir enga ástæðu til að ótt­ast breytt­an veru­leika við um­fjöll­un saka­mála en mik­il­vægt sé að að gera grein­ar­mun á saka­mál­um sem af­þrey­ingu og lög­reglu­rann­sókn.

Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Gabby Petito Mynd: Instagram

Gabrielle Ven­ora Petito var 22 ára banda­rísk kona sem þráði að skapa sér nafn á sam­fé­lags­miðl­um. Í sumar ákvað hún að láta draum­inn ræt­ast þegar hún lagði upp í ferða­lag um Banda­ríkin ásamt kærasta sín­um, Brian Laun­drie. Gabby, eins og hún var gjarnan köll­uð, deildi frá ferða­lag­inu á sam­fé­lags­miðl­um, aðal­lega Instagram og Youtu­be.

Ferða­lagið hófst í júní. Gabby og Brian ferð­uð­ust á hvítum Ford sendi­ferða­bíl sem Gabby átti og ætl­aði parið að ferð­ast um ríki og þjóð­garða í vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna. Gabby var í góðu sam­bandi við fjöl­skyldu sína á ferða­lag­inu en síð­ustu vik­una í ágúst heyra þau lítið sem ekk­ert frá henni og SMS-skila­boð sem hún sendi vöktu upp grun­semd­ir.

Fjöl­skyldan til­kynnti um hvarf Gabby 11. sept­em­ber. Fimm dögum síðar biðl­aði fjöl­skylda Gabby til fjöl­skyldu Bri­ans að aðstoða við leit­ina. Dag­inn eft­ir, 17. sept­em­ber, til­kynnti fjöl­skylda Bri­ans að hann væri einnig horf­inn. Lík Gabby finnst tveimur dögum síðar í skógi í Wyom­ing. Öll spjót bein­ast að Brian sem lög­regla leitar enn.

Frá þús­und fylgj­endum í 1,3 millj­ónir

Málið hefur vakið gríð­ar­lega mikla athygli, ekki síst þar sem Gabby og Brian höfðu leyft fylgj­endum að fylgj­ast með ferða­lag­inu á sam­fé­lags­miðl­um. Gabby var með um 1.000 fylgj­endur á Instagram en þegar fregnir bár­ust af hvarfi hennar stækk­aði fylgj­enda­hóp­ur­inn ört. Mjög ört. Í dag, tæpum mán­uði eftir að lík hennar fann­st, eru fylgj­endur hennar 1,3 millj­ón­ir.

Þessi öra fjölgun er lík­lega skýrasta dæmið um breyttan veru­leika þegar kemur að rann­sókn saka­mála. Hlað­vörp þar sem fjallað er um sönn saka­mál, svokölluð „true cri­me“-hlað­vörp, njóta gríð­ar­legra vin­sælda og hlaupa á tug­um, ef ekki hund­ruð­um. Nú getur líka hver sem er sett sig í spor rann­sókn­ar­lög­reglu með auknu upp­lýs­inga­flæði og leiðum til að miðla efni, ekki síst á sam­fé­lags­miðl­um.

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, doktor í afbrota­fræði og dós­ent í lög­reglu­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri, segir þessa þróun ekki koma á óvart. „Heil­inn á okkur er hann­aður til að veita því sem er ógn­væn­legt meiri athygli en því sem er gott og jákvætt. Til að forða okkur frá hættu. Við ofmetum hætt­una eða lík­urnar á því að vera drepin af morð­ingja eða maka til dæm­is. Í ljósi hver við erum sem mann­eskjur er þessi áhugi ekk­ert skrýt­inn, þetta er bara meira spenn­andi núna. En fyrir marga er þetta bara spennu­saga en þetta gefur okkur meira af því þetta er að ger­ast núna og þetta er alvöru og því meira spenn­and­i.“

Margrét Valdimarsdóttirdoktor í afbrotafræði.

Mál Gabby, að mati Mar­grét­ar, upp­fyllir flest skil­yrði til að vekja athygli almenn­ings. „Þetta er fórn­ar­lamb sem er auð­velt að hafa samúð með, og ég tala nú ekki um að hún er ung, hún er hvít, hún er fal­leg. Þetta fal­lega unga hvíta par passar akkúrat inn í það sem fræðin hafa verið að fjalla um og benda á að sé til þess fallið að mál fái mikla athygli. Í þessa sögu vantar bara hetju og þá væri þetta full­kom­ið, í þeim skiln­ingi að vekja athygli almenn­ings.“

Ýmis gagn­rýni hefur komið upp í tengslum við mál Gabby, ekki síst vegna þeirrar miklu athygli sem það hefur feng­ið. Gagn­rýnin snýst m.a. um svo­kallað „hvítrar konu sakn­að“-heil­kenni þar sem fjöl­skyldur þeldökkra Banda­ríkja­manna gagn­rýna athygl­ina sem mál eins og mál Gabby fá á meðan mál þeldökkra Banda­ríkja­manna sem hverfa spor­laust fá litla sem enga athygli. Mar­grét segir þessa gagn­rýni eiga rétt á sér þar sem stað­reyndin er sú að þessi mál fá mun minni athygli. „Fatlað fólk, hinsegin og kynsegin fólk og fólk sem er ekki hvítt er lík­legra til að vera þolendur ofbeld­is­glæpa og heim­il­is­of­beld­is. En þau mál fá ekki eins mikla athygli því almenn­ingur hefur ekki áhuga.“

„Þetta er það sem við höfum áhuga á“

Aukin athygli yfir­stand­andi morð­rann­sókna geta þó haft jákvæðar hlið­ar. „Lög­reglan fær upp­lýs­ingar sem hún myndi ann­ars aldrei fá en það verður miklu erf­ið­ara fyrir lög­reglu að greiða úr þeim þar sem meiri­hluta upp­lýs­ing­anna er ekki hjálp­leg­ur,“ segir Mar­grét. Flækju­stigið eykst hins vegar með auknum áhuga. „Það munu miklu fleiri stíga fram sem vitni þegar umfjöllun verður svona mikil en frá­sagnir vitn­anna verða á móti ómark­tæk­ari af því að öll umfjöllun sem er í gangi hefur áhrif á hvernig fólk man það sem það sá. Stöðug umfjöllun hefur áhrif á það hvernig við munum atburði sem við sjáum og teljum okkur þess vegna ekki vera að ljúga.“

En er þetta hættu­leg þró­un?

„Fyrir fjöl­skyldur þolenda og ger­enda held ég að þetta sé slæmt af því að frið­helgi einka­lífs þeirra er ekki virt,“ segir Mar­grét. Þá bendir hún á að það sé ekki gott fyrir fólk að ein­blína frekar á hættur og hið nei­kvæða í umhverf­inu frekar en hið jákvæða. Hvað umfjöllun fjöl­miðla um rann­sókn yfir­stand­andi morð­mála segir Mar­grét að það sé undir miðl­unum sjálfum komið hvernig fjallað er um mál­in. „Það fer eftir þeirra eigin siða­reglum hvert þeir vilja fara. En við verðum að gera okkur grein fyrir að í huga almenn­ings er þetta afþrey­ing.“

Saka­mála­hlað­vörp, heim­ilda­myndir og ýmsar frá­sagnir á sam­fé­lags­miðlum eru einmitt fyrst og fremst afþrey­ing og Mar­grét segir mik­il­vægt að gera skýran grein­ar­mun á afþr­ey­ing­unni og morð­rann­sókn­unum sjálfum og þau áhrif sem hún hefur á fjöl­skyldu þolenda. „Heim­ilda­þættir vekja oft athygli á ein­hverju sem þarf að laga í sam­bandi við rétt­ar­kerf­ið, sem er jákvætt, en ef fólk vill í alvöru læra eitt­hvað um saka­mál og af hverju ein­stak­lingur ákveður að fremja voða­verk þá mæli ég með því að fólk læri afbrota­fræð­i.“

Mar­grét segir þó ekki telj­andi ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum aukna áhuga á morð­málum sem kemur skýr­ast fram á sam­fé­lags­miðl­um. „Ég held að við þurfum ekki að hafa sér­stakar áhyggjur af þessu. Þetta er tæknin og þetta er sam­fé­lag­ið. Þetta er það sem við höfum áhuga á. Þetta er afþrey­ing. Sem afbrota­fræð­ingur veit ég það vel að fólk hefur lít­inn áhuga á fréttum um að afbrotum sé að fækka en mik­inn áhuga ef þeim er að fjölga eða ef það er eitt­hvað sér­stakt mál. Það er ekk­ert skrít­ið, það er bara eins og það er, en rann­sóknir sýna að það er ekki endi­lega gott fyrir okkur sem neyt­endur að vera stöðugt að fók­usera á voða­verk.“

Haley Toumaian er ein af fjöl­mörgum TikT­ok-not­endum sem hafa fjallað um Gabby. Hún er með 650 þús­und fylgj­endur á TikTok og hefur fylgst með máli Gabby frá upp­hafi og deilt fréttum og eigin hug­renn­ingum um málið frá 16. sept­em­ber. Toumaian greinir frá því í sam­tali við BBC að fyrstu dag­ana eyddi hún um sex klukku­stundum á dag í að afla sér upp­lýs­inga um Gabby og rann­sókn máls­ins.

Mar­grét segir að svo lengi sem not­endur fari eftir fyr­ir­mælum lög­reglu sé ekk­ert athuga­vert við þessa frá­sagn­ar­að­ferð. „Ef þau virða fyr­ir­mæli lög­reglu um að fara ekki á ákveðið svæði eða nota ákveðnar upp­lýs­ing­ar, að fara eftir ákveðnum regl­um, þá þurfum við ekki að koma ákveðnum skila­boðum til þeirra.“

„Mér líður eins og ég þekki Gabby“

Áhug­inn á rann­sókn á morði Gabby er ekki ein­ungis bund­inn við Banda­rík­in, hann er einnig grein­an­legur hér á landi. Inga Krist­jáns­dótt­ir, rit­höf­undur og stjórn­andi hlað­varps­ins Ill­verks, fjall­aði um málið í þætti sínum 25. sept­em­ber. Inga segir að áhugi hennar á mál­inu hafi kviknað þar sem hún geti tengt við Gabby á marga vegu.

„Mér líður eins og ég þekki Gabby því málið var svo opið alheim­in­um. Sama má segja um Bri­an, þótt það sé orðið ansi ljóst að meira býr að baki hans karakt­ers. Það er hægt að tengja við þau á svo marga vegu og held ég að margir hafi sömu drauma og þau, langi að ferðast, vera stór á sam­fé­lags­miðlum og eiga þetta ævin­týra­líf,“ segir Inga.

Inga KristjánsdóttirHeldur úti hlaðvarpinu Illverk.

Inga hefur gefið út rúm­lega 100 þætti um hin ýmsu saka­mál. Í fyrstu voru 90% hlust­enda konur en í dag er hlut­fallið jafnt og segir Inga hafa fundið fyrir auknum áhuga und­an­far­ið. Þátt­ur­inn um Gabby hefur til að mynda fengið þrefalt meiri hlustun en meðal þáttur Ill­verka.

Aðspurð hvort það sé mik­ill munur á að fjalla um mál þar sem rann­sókn stendur enn yfir, líkt og í máli Gabby, og málum sem eru upp­lýst segir hún að svo sé. „Vana­lega get ég hlustað á bækur og aflað mér upp­lýs­inga á net­inu í nokkra daga áður en ég sem hand­rit­ið. Þegar ég rann­saka svona nýleg mál eru alltaf að bæt­ast við upp­lýs­ingar svo ég er stans­laust að bæta við hand­rit­ið.“ Þá segir Inga að alls konar get­gátur sem upp koma á sam­fé­lags­miðlum geti flækt málin þar sem þær eru mis­gáfu­leg­ar. „Það er vissu­lega meira krefj­andi að skrifa svona þátt, því þú vilt ekki fara með fleip­ur, en mun líf­legra og skemmti­legra.“

TikTok eigi þátt í að varpa ljósi á sann­leik­ann

Inga er sann­færð um ágæti TikTok við rann­sókn saka­mála. „Sann­leik­ur­inn er sá að TikTok á stóran part í að koma sann­leik­anum upp á yfir­borð­ið. Ég er ekki viss um að málið væri komið jafn langt ef ekki væri fyrir for­rit­ið. En öllu má nú ofgera. Per­sónu­lega finnst mér slæmt þegar fólk er farið út fyrir ákveðin mörk og mögu­lega farið að traðka á vinnu lög­reglu. Ég skil vel að fólk vilji að málið gangi hraðar og það vill hjálpa. En það hefur gerst ítrekað að upp­lýs­ingar hafa lekið sem gætu skemmt fyr­ir. Sem er ekki gott.“

Rann­sókn­ar­vinna Ingu heldur áfram en hún er hætt að nýta sér TikTok og Instagram. „Þetta er komið út fyrir öll mörk og leið­inda „get­gátupés­ar“ komnir af stað. Ég fylgist með spjall­síðu á Face­book þar sem rúm­lega 50.000 manns fylgj­ast með og skoða reglu­lega frétta­síð­ur. Mitt plan er svo að gera fljót­lega annan þátt þar sem ég mun fara yfir allt sem er búið að stað­festa.“

Brian Laundrie og Gabby Petito.

Inga telur að draga megi ýmsan lær­dóm af máli Gabby, meðal ann­ars að ekki er allt sem sýn­ist á sam­fé­lags­miðl­um. „Ég vona að vit­und­ar­vakn­ing verði um bæði allt sem þú sérð á net­inu, að þú ættir að taka því með fyr­ir­vara, og að við pössum upp á hvort ann­að. Vinir okkar og vanda­menn gætu verið í hræði­legum sam­bönd­um. Það er okkar verk­efni að spyrja og hunsa ekki rauð flögg sem við sjá­um.“

Morðið á Gabby Petito er fyrst og fremst harm­leik­ur. Stað­reyndin er hins vegar sú að málið vekur athygli og lög­regla jafnt sem sam­fé­lags­miðla­not­endur kepp­ast við að kom­ast að sann­leik­anum um lát henn­ar. Krufn­ing­ar­skýrsla Gabby var gerð opin­ber á mið­viku­dag og þar kemur fram að dán­ar­or­sök hennar var kyrk­ing og að hún hefði verið látin í þrjár til fjórar vikur þegar líkið fannst 19. sept­em­ber. Leit stendur enn yfir af Bri­an, kærasta Gabby, sem er sá eini sem hefur rétt­ar­stöðu grun­aðs í mál­inu. En þá er bara spurn­ing hvort hetj­an, sem Mar­grét minnt­ist á hér að ofan, verði sá eða sú sem nær að leysa mál­ið. Og ætli það verði lög­reglan eða jafn­vel TikT­ok-­stjarna?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár