Í júní flutti þriggja barna móðirin Joy í Mosfellsbæ þar sem hún leigir nú íbúð. Hún er hingað komin eftir hættulegan flótta frá heimalandinu, Nígeríu. „Ég þakka guði fyrir að hafa komist til Íslands og fundið skjólið sem við leituðum að,“ segir hún við Heimildina.
Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ skrifuðu í mars undir samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um móttöku á allt að 80 flóttamönnum. Síðan þá hafa um 30 einstaklingar, sem áður voru á flótta, þar af fjögur börn, flutt í Mosfellsbæ. Einhver hreyfing hefur verið á hópnum, þ.e. sumir hafa flutt í önnur sveitarfélög og aðrir komið í staðinn. Flestir eru komnir með húsnæði.
Fólkið á samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ ekki rétt á félagslegu húsnæði umfram aðra innan sveitarfélagsins og leigir það því íbúðir sínar beint af leigusala. Hulda Rútsdóttir, verkefnisstjóri á velferðarsviði bæjarins, styður fólkið í húsnæðisleit og hefur Mosfellsbær auglýst sérstaklega eftir húsnæði í bæjarfélaginu fyrir hópinn. …
Athugasemdir