Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samkeppniseftirlitið sektar Samskip um 4,2 milljarða

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur ákveð­ið að leggja 4,2 millj­arða króna stjórn­valds­sekt­ir á Sam­skip, vegna sam­ráðs við Eim­skip á fyrsta og öðr­um ára­tug ald­ar­inn­ar. Sam­an­lagt er um að ræða lang­hæstu sekt­ar­ákvarð­an­ir sem Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur lagt á eitt fyr­ir­tæki vegna rann­sókn­ar eins máls. Sam­skip ætl­ar ekki að una nið­ur­stöð­unni.

Samkeppniseftirlitið sektar Samskip um 4,2 milljarða
Samskip Alls hefur Samkeppniseftirlitið lagt 4,2 milljarða króna sekt á Samskip.

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum og EES-samningsins með ólögmætu samráði við Eimskip og sömuleiðis brotið gegn samkeppnislögum við rannsókn málsins með rangri, villandi og ófullnægjandi upplýsingagjöf og gagnaafhendingu. 

Alls hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að leggja 4,2 milljarða króna stjórnvaldssekt á Samskip vegna þessara brota og auk þess lagt fyrir fyrirtækið að grípa til aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni. Frá þessu er sagt í tilkynningu sem birtist á vef eftirlitsins í dag.

Fyrirtækin hafi hagnast á samráði á kostnað samfélagsins alls

Eimskip var einnig til rannsóknar í þessu sama máli, en þeirri rannsókn lauk með sátt sumarið 2021. Með sáttinni viðurkenndi Eimskip brot, greiddi stjórnvaldssekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna og skuldbatt sig til tiltekinna aðgerða.

Samkeppniseftirlitið tilkynnti um ákvörðun sína í dag og segir í ákvörðun þess að samráð Samskipa og Eimskip hafi í heild sinni verið „til þess fallið að gera fyrirtækjunum kleift að draga með afdrifaríkum hætti úr samkeppni og hækka eða halda uppi verði gagnvart viðskiptavinum fyrirtækjanna, t.d. með hækkun við endurnýjun samninga, hækkun á gjaldskrám og þjónustugjöldum, upptöku nýrra gjalda, lækkun afslátta o.s.frv.“ 

„Sameiginleg yfirburðastaða Eimskips og Samskipa á markaðnum, samskipti stjórnenda fyrirtækjanna og aðrir þættir í samráði fyrirtækjanna sköpuðu kjöraðstæður fyrir fyrirtækin til að ná árangri í samráðinu og hagnast á kostnað viðskiptavina og samfélagsins alls,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Samskip ætla ekki að una ákvörðuninni

Í yfirlýsingu sem Samskip sendu frá sér síðdegis í dag segir að niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sé hafnað. „Ályktanir um víðtækt og þaulskipulagt samráð eru með öllu tilhæfulausar og úr tengslum við gögn og staðreyndir. Samskip fordæma vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins við rannsóknina og hyggjast fá niðurstöðunni hnekkt,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Ennfremur segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins „einkennist af hálfsannleika, villandi framsetningu og rangfærslum“.

„Vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins í málinu eru Samskipum mikil vonbrigði. Málsmeðferðin hefur verið einstaklega þung og haft lamandi áhrif á starfsemi og starfsfólk Samskipa. Stofnunin hefur farið offari við rannsókn málsins og gagnaöflun og hefur nú komist að niðurstöðu sem ekki er í nokkrum tengslum við raunveruleikann. Settar eru fram kenningar og ályktanir um brot án þess að beinum sönnunargögnum sé til að dreifa. Kenningum hefur verið fundin stoð með því að fara beinlínis rangt með efni gagna eða staðreyndir máls eða með augljósum rangtúlkunum,“ segir í yfirlýsingu frá Samskipum.

Umhugsunarefni að Eimskip hafi keypt sig frá frekari málsmeðferð

Þar er einnig fjallað um sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið og segir Samskip ljóst að „ákvörðun Eimskips hafi ekki byggt á efni málsins heldur mati nýrra stjórnenda félagsins á því hvað væri farsælast fyrir rekstur þess næstu árin.“ 

Fyrirtækið segir það „umhugsunarefni“ ef „ráðandi fyrirtæki á markaði getur með þessum hætti notað digra sjóði til að kaupa það frá frekari málsmeðferð“. „Þá er alvarlegur hlutur ef löng og þung málsmeðferð og miklar valdheimildir eftirlitsstjórnvalda geta orðið til þess að fyrirtæki kjósi heldur að játa sök og greiða sekt, án þess að efni séu til, en að leiða hið rétta og sanna í ljós fyrir æðra stjórnvaldi eða dómstólum,“ segir í yfirlýsingu Samskipa.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samráð skipafélaga

Samfélagslegt tjón af samráði skipafélaganna metið á 62 milljarða
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­fé­lags­legt tjón af sam­ráði skipa­fé­lag­anna met­ið á 62 millj­arða

Kostn­að­ur ís­lensks sam­fé­lags vegna ólög­legs sam­ráðs Eim­skips og Sam­skipa er met­inn 62 millj­arð­ar króna í nýrri grein­ingu Ana­lytica. Stærst­ur hlut­inn er sagð­ur hafa lent á neyt­end­um vegna hærri kostn­að­ar á inn­flutt­um vör­um og þeim sem skulda verð­tryggð lán. „Dýr­keypt og hrika­leg að­för að neyt­end­um,“ seg­ir formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna.
Pálmar neitar að víkja - FME bað um breyttar reglur 2019
FréttirSamráð skipafélaga

Pálm­ar neit­ar að víkja - FME bað um breytt­ar regl­ur 2019

Sú furðu­lega staða er nú uppi í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu að þar sit­ur stjórn­ar­formað­ur sem nýt­ur hvorki stuðn­ings at­vinnu­rek­enda, sem skip­uðu hann í stjórn, eða laun­þega sem skipa hinn helm­ing stjórn­ar­inn­ar. SA seg­ir regl­ur banna að hann verði rek­inn. FME bað um að þeim yrði breytt fyr­ir nokkr­um ár­um, án ár­ang­urs.
SA segist ekki mega reka Pálmar sem neitar að hætta
FréttirSamráð skipafélaga

SA seg­ist ekki mega reka Pálm­ar sem neit­ar að hætta

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja sér óheim­ilt að víkja Pálm­ari Óla Magnús­syni full­trúa úr stjórn­ar­for­manns­stóli líf­eyr­is­sjóðs­ins Birtu og hafa ósk­að eft­ir því að FME end­ur­skoði hæfi hans eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið lýsti hon­um sem lyk­il­manni í ólög­legu sam­ráði skipa­fé­lag­anna. Pálm­ar hef­ur sjálf­ur neit­að að víkja.
Mútur og samráð í skipaflutningi með dagblaðapappír
FréttirSamráð skipafélaga

Mút­ur og sam­ráð í skipa­flutn­ingi með dag­blaðapapp­ír

Sam­skip er sagt hafa greitt kanadísk­um miðl­ara mút­ur gegn því að dag­blaðapapp­ír fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki væri flutt­ur með Sam­skip­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um sam­ráð skipa­fé­lag­anna þar sem rak­ið er hvernig greiðsl­un­um var hald­ið leynd­um fyr­ir inn­flytj­end­um hér á landi. Sam­skip og miðl­ar­inn neita.
Lykilmaður í samráði víkur ekki úr stjórn lífeyrissjóðs
FréttirSamráð skipafélaga

Lyk­il­mað­ur í sam­ráði vík­ur ekki úr stjórn líf­eyr­is­sjóðs

Fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, Pálm­ar Óli Magnús­son, sem lýst er sem arki­tekt og lyk­il­manni í sam­ráðs­brot­um fyr­ir­tæk­is­ins í úr­skurði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, ætl­ar ekki að víkja úr stjórn­ar­for­manns­stóli eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann var skip­að­ur í stjórn nokkr­um dög­um áð­ur en hann var yf­ir­heyrð­ur vegna gruns um lög­brot­in. SA með skip­an hans til skoð­un­ar.

Mest lesið

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
1
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
2
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár