Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín um útlendingamálin: „Það er auðvelt að vera brjálaður úti í bæ“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra, seg­ir að „þeg­ar mað­ur sit­ur uppi með það að þurfa að leysa mál­in“ séu eng­ar auð­veld­ar lausn­ir þeg­ar fólk fær synj­un um vernd. Ít­ar­legt við­tal við Katrínu er birt í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar. 152 börn­um hef­ur ver­ið synj­að um vernd á ár­inu, flest yngri en 13 ára.

Katrín um útlendingamálin: „Það er auðvelt að vera brjálaður úti í bæ“
„Mjög til í þennan vetur“ Í viðtalinu ræðir Katrín einnig um ríkisstjórnarsamstarfið og átakalínurnar. Hvalveiðibannið, heilbrigðiskerfið, ójöfnuð, loftslagsmál, stjórnarskránna, hálendisþjóðgarð og komandi þingvetur. Hún segir frá því að hún hafi misst vini og vinkonur vegna pólitískra ákvarðana og að hún íhugi reglulega stöðu sína, nú síðast í sumar og niðurstaðan hafi verið að hún sé „mjög til í þennan vetur“. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verndarsvið Útlendingastofnunar birtir upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi, frá hvaða löndum þau koma, aldur þeirra og upplýsingar um hve mörgum hefur verið synjað og hve mörg hafa fengið samþykki um alþjóðlega vernd. Í nýjum upplýsingum um stöðuna frá janúar til júlí á þessu ári kemur fram að 864 einstaklingum var synjað um alþjóðlega vernd við efnislega meðferð á þessu tímabili. 284 fengu vernd. Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur í ljós að af þeim 864 sem var synjað voru 152 börn. Flest þeirra eru yngri en 13 ára eða 120 börn; 64 stelpur og 56 strákar. Alls hefur 68 börnum verið veitt vernd hér síðan í janúar.  

Flestum sem hefur verið synjað um vernd koma frá Venesúela eða 435 manneskjur, næst stærsti hópurinn er frá Kólumbíu og þar á eftir er fólk frá Sómalíu, Albaníu, Írak og Jórdaníu.
Flest þeirra sem hafa …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár