Yngsti einstaklingurinn sem er á hátekjulista Heimildarinnar er fæddur í september árið 2002 og er því tvítugur að aldri. Hann heitir Magnús Pétur Hjaltested og er fjórði erfingi jarðarinnar Vatnsenda samkvæmt fyrirmælum erfðaskrár sem frændi hans gerði árið 1938. Magnús Pétur er langt frá því að vera skattakóngur líkt og faðir hans, Þorsteinn Hjaltested, var í tvígang áður en hann lést langt fyrir aldur fram í lok ársins 2018. Þá féll Vatnsendi í skaut eldri sonar hans sem og stórt dómsmál tengt jörðinni sem Þorsteinn höfðaði gegn Kópavogsbæ vegna eignarnáms. Héraðsdómur Reykjaness komst að því í byrjun júní að bænum bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða í bætur en málinu hefur verið áfrýjað. Þeir aurar eru því ekki, enn að minnsta kosti, komnir í vasa Vatnsendaerfingjans.
„Þetta er bara ungur maður sem vill bara fá að vera í friði,“ segir Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, lögmaður Magnúsar Péturs, er Heimildin óskaði …
Athugasemdir (1)