Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sá yngsti erfði jörð og áratuga fjölskyldudeilur

Þeg­ar Þor­steinn Hjaltested, eig­andi Vatns­enda, lést ár­ið 2018 erfði eldri son­ur hans, þá að­eins sex­tán ára, jörð­ina sam­kvæmt erfða­skrá frá 1938. Magnús Pét­ur Hjaltested, yngsti mað­ur á há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar, hafði eng­ar launa­tekj­ur í fyrra og greiddi því hvorki tekju­skatt né út­svar, en var með um 46,5 millj­ón­ir í fjár­magn­s­tekj­ur.

Sá yngsti erfði jörð og áratuga fjölskyldudeilur
Við Elliðavatn Bærinn Vatnsendi stendur rétt við Elliðavatn. Jörðin náði eitt sinn frá Bláfjöllum til Seltjarnarness. Mynd: Skjáskot

Yngsti einstaklingurinn sem er á hátekjulista Heimildarinnar er fæddur í september árið 2002 og er því tvítugur að aldri. Hann heitir Magnús Pétur Hjaltested og er fjórði erfingi jarðarinnar Vatnsenda samkvæmt fyrirmælum erfðaskrár sem frændi hans gerði árið 1938. Magnús Pétur er langt frá því að vera skattakóngur líkt og faðir hans, Þorsteinn Hjaltested, var í tvígang áður en hann lést langt fyrir aldur fram í lok ársins 2018. Þá féll Vatnsendi í skaut eldri sonar hans sem og stórt dómsmál tengt jörðinni sem Þorsteinn höfðaði gegn Kópavogsbæ vegna eignarnáms. Héraðsdómur Reykjaness komst að því í byrjun júní að bænum bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða í bætur en málinu hefur verið áfrýjað. Þeir aurar eru því ekki, enn að minnsta kosti, komnir í vasa Vatnsendaerfingjans.

„Þetta er bara ungur maður sem vill bara fá að vera í friði,“ segir Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, lögmaður Magnúsar Péturs, er Heimildin óskaði …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Lögmenn hafa gert það gott á Vatnsendakrafsinu hvað sem öðru líður.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

Ójöfnuður í heilsu og vellíðan
Sigríður Haraldsd. Elínardóttir
PistillHátekjulistinn 2023

Sigríður Haraldsd. Elínardóttir

Ójöfn­uð­ur í heilsu og vellíð­an

Ójöfn­uð­ur í heilsu er til stað­ar á Ís­landi, hann er kerf­is­bund­inn og síst minni en í öðr­um Evr­ópu­lönd­um. Nýj­ar ís­lensk­ar töl­ur sýna að ár­ið 2021 gátu þrí­tug­ar kon­ur með há­skóla­mennt­un vænst þess að lifa 3,6 ár­um leng­ur en kyn­syst­ur þeirra með skemmstu skóla­göng­una. Mun­ur­inn var enn meiri hjá körl­um, eða 4,9 ár.
Missti eiginmanninn og þurfti að greiða tekjuskatt af jarðarsölu
ViðtalHátekjulistinn 2023

Missti eig­in­mann­inn og þurfti að greiða tekju­skatt af jarð­ar­sölu

„Þetta átti að verða elli­heim­il­ið okk­ar. Þeg­ar Kópa­vogs­bú­ar fóru á Sunnu­hlíð fór­um við í Þver­ár­hlíð. En svo veikt­ist mað­ur­inn og þetta fór allt á versta veg,“ seg­ir Anna J. Hall­gríms­dótt­ir, sem harm­ar það að vera á há­tekju­list­an­um fyr­ir ár­ið 2022. Vera henn­ar á list­an­um kem­ur ekki til af góðu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu