Sævar Kristjánsson greiddi á síðasta ári tæpar 152 milljónir króna í skatta, þar af um 145 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Þær skattgreiðslur fleyta Sævari í 15. sæti yfir þau sem hæsta greiddu skattana á Íslandi í fyrra. Það dugar Sævari þó ekki nema til að komast í þriðja sætið í röð skattakónga í Kópavogi.
Sem hljóta að vera vonbrigði, ekki satt?
„Jú, auðvitað er það,“ svarar Sævar hlæjandi.
Tekjur Sævars, sem námu um 679 milljónum á síðasta ári, eru að stærstum hluta tilkomnar vegna sölu á fjölskyldufyrirtækinu Hagblikki, sem Sævar seldi á síðasta ári til fyrirtækisins Fagkaupa.
„Það voru auðvitað blendnar tilfinningar eins og þú getur ímyndað þér“
Faðir Sævars, Kristján Ingimundarson, var einn stofnenda Hagblikks en fyrirtækið var stofnað árið 1986 af þremur gamalgrónum blikksmiðjum, gagngert í þeim tilgangi að bjóða í smíði og uppsetningu nýs verslunarhúsnæðis Hagkaups. „Hann stofnaði fyrirtækið auðvitað og ég kom til liðs við hann …
Athugasemdir (1)