Tvö systkinanna fjögurra sem seldu hluti sína í stórútgerðinni HG í fyrra, bræðurnir Guðmundur og Kristinn Kristjánssynir eru í 9. og 10. sæti yfir tekjuhæstu Íslendingana á síðasta ári. Hvor um sig var með ríflega 1.200 milljónir í tekjur á síðasta ári.
Báðir áttu stóra hluti í útgerðinni HG í Hnífsdal sem þeir seldu um leið og samtals 16% hlutur í útgerðinni var keyptur af Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni í Bolungarvík. Auk bræðranna seldu þá systkini þeirra, þau Ólöf Jóna og Steinar Örn, hluti sína í fyrirtækinu við sama tilefni. Kaupverðið nam í heildina um fimm milljörðum króna, samkvæmt frétt Vísis. Systkinin höfðu verið í hópi stærstu hluthafa í fyrirtækinu, frá því þau tóku við hlut foreldra sinna í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal á tíunda áratugnum, stuttu fyrir sameiningu þess við útgerðina Gunnvöru á Ísafirði um …
Athugasemdir