Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fimm seldu í laxeldisfyrirtæki á Ísafirði fyrir 2,3 milljarða

Á ár­inu 2022 héldu ein­stak­ling­ar sem byggt hafa upp lax­eld­is­fyr­ir­tæki á Ís­landi áfram að selja sig út úr grein­inni með mikl­um hagn­aði. Stór­út­gerð­in Síld­ar­vinnsl­an kom þá inn í hlut­hafa­hóp Arctic Fish á Ísa­firði og nokkr­ir hlut­haf­ar sem lengi höfðu kom­ið að fé­lag­inu gátu inn­leyst mik­inn hagn­að.

Fimm seldu í laxeldisfyrirtæki á Ísafirði fyrir 2,3 milljarða
Selja sig út úr laxeldinu með miklum hagnaði Fimm hluthafar í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði seldu sig sig út laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði í fyrra. Einn af þeim var einn af mönnunum á bak við Arctic Fish, Sigurður Pétursson, sem var framkvæmdastjóri og helsta andlit félagsins út á við um árabil.

Á síðustu árum hafa ýmsir hluthafar laxeldisfyrirtækjanna sem orðið hafa til á Íslandi selt sig út úr greininni með miklum hagnaði. Þessi þróun hélt áfram árið 2022. Þá seldu stórir hluthafar í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði sig út úr félaginu þegar stórútgerðin Síldarvinnslan á Norðfirði kom inn sem hluthafi. Síldarvinnslan keypti 34,2 prósent hlut fyrir 13,7 milljarða króna. 

Stærsti hluthafinn sem seldi sig út úr Arctic Fish á þessum tíma var fyrirtæki pólska kaupsýslumannsins Jerzy Malek á Kýpur. Þetta félag seldi 28,56 prósenta hlut fyrir 11,4 milljarða króna. Þessir fjármunir fóru beint úr landi til kýpversks félags Jerzy Malek, Bremesco Holding Limited, sem hagnaðist vel á fjárfestingunni í Arctic Fish. Malek hefur áralanga reynslu af fjárfestingum í sjávarútvegi í Evrópu. 

Íslenskir hluthafar voru á bak við þann 2,3 milljarða króna hlut í Arctic Fish sem eftir stóð. Um var að ræða fjárfestingarfélagið Novo ehf., sem meðal annars er í …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

Ójöfnuður í heilsu og vellíðan
Sigríður Haraldsd. Elínardóttir
PistillHátekjulistinn 2023

Sigríður Haraldsd. Elínardóttir

Ójöfn­uð­ur í heilsu og vellíð­an

Ójöfn­uð­ur í heilsu er til stað­ar á Ís­landi, hann er kerf­is­bund­inn og síst minni en í öðr­um Evr­ópu­lönd­um. Nýj­ar ís­lensk­ar töl­ur sýna að ár­ið 2021 gátu þrí­tug­ar kon­ur með há­skóla­mennt­un vænst þess að lifa 3,6 ár­um leng­ur en kyn­syst­ur þeirra með skemmstu skóla­göng­una. Mun­ur­inn var enn meiri hjá körl­um, eða 4,9 ár.
Missti eiginmanninn og þurfti að greiða tekjuskatt af jarðarsölu
ViðtalHátekjulistinn 2023

Missti eig­in­mann­inn og þurfti að greiða tekju­skatt af jarð­ar­sölu

„Þetta átti að verða elli­heim­il­ið okk­ar. Þeg­ar Kópa­vogs­bú­ar fóru á Sunnu­hlíð fór­um við í Þver­ár­hlíð. En svo veikt­ist mað­ur­inn og þetta fór allt á versta veg,“ seg­ir Anna J. Hall­gríms­dótt­ir, sem harm­ar það að vera á há­tekju­list­an­um fyr­ir ár­ið 2022. Vera henn­ar á list­an­um kem­ur ekki til af góðu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár