Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Samfylkingin langstærst en fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra

Ný mæl­ing Pró­sents sýn­ir stöðu stjórn­mála­flokk­anna nú á miðju kjör­tíma­bili. Með mest fylgi mæl­ist Sam­fylk­ing­in en þar á eft­ir er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með rúm­lega 11 pró­sentu­stiga minni stuðn­ing. Hinir rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir tveir sitja í rúm­um 7 pró­sentu­stiga.

Samfylkingin langstærst en fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra
Efstu flokkarnir Alls skilja 11,3 prósent þá flokka sem mælast með mest fylgi að. Samfylkingin er með 27,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 16,1 prósent.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 16,1 prósentustigum í nýrri fylgiskönnun Prósents og hefur aldrei mælst lægra í könnunum fyrirtækisins. Samfylkingin trónir á toppi könnunarinnar með 27,4 prósentustiga stuðning aðspurðra. Þá eru stjórnarflokkarnir Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Framsóknarflokkurinn með rúmlega 7 prósentustiga fylgi hvor. Saman eru ríkisstjórnarflokkarnir því með 30,5 prósenta fylgi og ríkisstjórn því kolfallin ef kosningar væru haldnar nú í sumar, miðað við niðurstöður könnunarinnar.

Óvinsælasti flokkurinn samkvæmt könnun Prósent er Sósíalistaflokkurinn en aðeins 2,9 prósent þátttakenda sögðust styðja flokkinn. Píratar fylgja Sjálfstæðisflokknum á hæla með 14,5 prósentustiga fylgi en þar á eftir koma Viðreisn með 8,9 prósentustiga fylgi, og Flokkur fólksins með 8,5 prósent. Miðflokkurinn mælist á milli Vinstri grænna og Framsóknarflokksins með 7,2 prósentustiga stuðning.

Tvö ár eru í næstu Alþingiskosningar en búast má við töluvert breyttu landslagi innan íslenskra stjórnmála ef stjórnarandstöðuflokkar halda áfram að sækja í sig veðrið og ríkisstjórnarflokkar að tapa fylgi. 

Fylgi flokkaNiðurstöður nýrrar könnunar Prósent.

Ólga í ríkisstjórnarsamtarfi

Niðurstöður eru í takt við þá þróun sem mælst hefur í nýjustu könnunum Gallup en þá hlaut Samfylkingin mesta fylgi flokkana á meðan að ríkisstjórnarflokakrnir töpuðu fylgi. 

Fylgi flokkaNiðurstöður mælinga Gallup.

Sjá má fylgisbreytingar flokkanna allt frá 9. janúar árið 2016 og fram að 30. júní 2023 samkvæmt Gallup. Eftir formannsbreytingu innan Samfylkingarinnar hefur fylgi flokksins tvöfaldast á stuttum tíma á meðan að fylgi hinna flokkana virðist lækka, að Miðflokknum undanskildum.

Ríkisstjórnarsamstarfið hefur verið í brennidepli síðustu mánuði og náðu deilur innan þess suðumarki við lok þingveturs þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti um hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Í könnun Prósents um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiðibannsins sögðust 48 prósent þátttakenda vera ánægð með ákvörðun matvælaráðherra en 26 prósent mjög óánægð. Þá voru töluvert fleiri karlmenn óánægðir með ákvörðunina en konur og kjósendur Pírata og Samfylkingarinnar lang ánægðust með bannið. Fylgjendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins voru neikvæðastir með ákvörðunina. 

HvalveiðibannAfstaða til ákvörðunar matvælaráðherra.

Einnig vakti athygli fyrr á árinu þegar Guðlaugur Þór Þórðarson loftlags-, umhverfis-, og orkuráðherra skoraðisitjandi formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna Bendiktsson á hólm í kosningum um embættið á miðju kjörtímabili. Bjarni hélt stöðu sinni með 59% atkvæða en Guðlaugur Þór fékk 40%. Sá atburður virðist ekki hafa styrkt stöðu Sjálfstæðisflokksins.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 22. júní til 19. júlí 2023.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    *******************************************************************
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.
    *******************************************************************
    3
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Gleðitíðindi dagsins.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár