Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Bjarni segir ákvörðun Svandísar hafa sett stjórnarsamstarfið „allt í loft upp“

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, seg­ir ákvörð­un Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um að setja tíma­bund­ið bann á hval­veið­ar þeg­ar hafa haft af­leið­ing­ar fyr­ir stjórn­ar­sam­starf­ið.

Bjarni segir ákvörðun Svandísar hafa sett stjórnarsamstarfið „allt í loft upp“
Formaðurinn Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarf sitt eftir síðustu kosningar sem fram fóru haustið 2021 eða fyrir tæpum þremur árum. Samkvæmt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðhera um að stöðva hvalveiðar tímabundið ruggað verulega bátnum í samstarfinu. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Þetta hefur haft afleiðingar. Þetta hefur ekki verið til þess fallið að þétta raðirnar í stjórnarliðinu. Það er ágreiningur um málið bæði efnislega og hvernig að því var staðið. Ef þú ert að vísa til þess hvort þetta setji stjórnarsamstarfið allt í loft upp þá myndi ég segja að það hefði gert það nú þegar.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, í viðtali við Þjóðmál í síðustu viku, er hann var spurður um áhrif ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna tímabundið hvalveiðar. Á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins er birt samantekt úr viðtalinu og greitt hefur verið fyrir deilingu á henni á Facebook-síðu flokksins svo hún nái augum og eyrum fleiri.

Svandís tók þá ákvörðun skömmu áður en hvalveiðiskip Hvals hf. hófu sumarvertíðina að stöðva veiðarnar þar til í lok ágúst. Þetta gerði hún eftir þá niðurstöðu fagráðs um velferð dýra að sú veiðiaðferð sem beitt sé við veiðar á stórhvelum samræmist ekki lögum um velferð dýra. Ekki væri hægt að veiða dýrin með mannúðlegum hætti. Sprengjuskutlar, sem skotið er í dýrin og eiga að springa við snertingu og aflífa dýrið strax, hafa ekki virkað sem skyldi.

Fagráðið var fengið til að skoða málið eftir að Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með dýravelferð, gaf út eftirlitsskýrslu sína um veiðar síðasta sumars í lok maí. Í henni voru rakin mörg dæmi þess að langreyðarnar sem Hvalur hf. veiddi hefðu háð langt dauðastríð, jafnvel klukkustundum saman.

Svandís sagðist taka ákvörðun um stöðvun veiðanna í ljósi „afdráttarlausrar“ niðurstöðu fagráðsins. Nauðsynlegt væri að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gæfist til að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við ákvæði dýravelferðarlaganna.

KostaðSjálfstæðisflokknum er í mun að sem flestir viti hvað formaðurinn sagði um stjórnarsamstarfið í þættinum Þjóðmálum.

Í viðtali við Þjóðmál segist Bjarni hafa setið „þennan tiltekna ríkisstjórnarfund“ þar sem Svandís tilkynnti ákvörðun sína. Hann hafi hins vegar þurft að fara snemma af fundinum. „Heyri það þá bara eftir fundinn að þetta hafi verið kynnt sem ákvörðun. Þannig að pólitíski aðdragandinn er enginn.“

„Ég sagði nei. Við ætluðum ekki að fara í stjórnarsamstarf um það og þess vegna er það ekki í stjórnarsáttmálanum. Í því ljósi er þetta alveg sérstaklega ámælisvert finnst mér.“
Bjarni Bendiktsson,
um viðbrögð sín við spurningu VG um hvort til greina kæmi að setja hvalveiðibann í stjórnarsáttmála.

Hann segir þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt matvælaráðherra til þess að endurskoða niðurstöðu sína. „Fyrir okkur er það mál sem tengjast atvinnufrelsinu sem eru mjög ofarlega í huga. Það er að segja að það gangi ekki að svona ákvarðanir séu teknar ofan í vertíðina, daginn áður, vegna allra þeirra sem eiga hagsmuna að gæta,“ segir Bjarni.

Spurður að því hvað honum þætti um ákvörðunina segir hann: „Mér finnst það ekki gott. Þá er ég hvort tveggja að tala um að mál af þessari stærðargráðu sem við ræddum þegar við gerðum stjórnarsáttmálann hvort það kæmi til greina að ríkisstjórnin myndi vinna gegn hvalveiðum. Ég svaraði því á þeim tíma. Ég sagði nei. Við ætluðum ekki að fara í stjórnarsamstarf um það og þess vegna er það ekki í stjórnarsáttmálanum. Í því ljósi er þetta alveg sérstaklega ámælisvert finnst mér.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Merkilegt væl í Bjarna & Co eftir að hafa nauðgað stefnumálum VG ósmurt svo árum skiptir, þó hann fái loksins einhver viðbrögð. Greinilegt hver telur sig ráða bókstaflega öllu í þessu stjórnarsamstarfi sem vonandi er að ljúka.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þessi helsti páfi Sjálfstæðisflokksins er og hefur lengi verið ósnertanlegur. Það hafa fyrr ríkt átök á Íslandi um hvalveiðar við Ísland. Þá er hvalfangarinn mikilvægur bakhjarl flokksins á margan máta þótt lágt fari.

    Ég efast ekkert um, að almennir félagar í VG myndu fagna því að þessu stjórnarsamstarfi lyki sem fyrst. En hvað sem Bjarna og félögum hans finnst um Svandísi verður hún ekkert beygð til hlýðni eins og ekkert sé.

    Næst hlýtur ráðherrann að banna blóðmerarblóðtökurnar sem ekki síður er átakanlegt mál og jafnvel enn svakalegra. En þá mun auðvitað hestavinurinn ofan úr Gullhreppi og formaður Framsóknar kippast allur til.

    Sigurður Ingi dýralæknir mun hlaupa til og styðja það fólk sem níðist á fylfullum merum sem eru látnar ganga úti allan ársins hring hvernig sem viðrar. Þá mun stjórnarslitum væntanlega vera hótað úr þeirri áttinni.

    Ef Svandís vill núverandi ríkisstjórn feiga bannar hún blóðmerarbúskap með öllu. En hún á marga möguleika við að snerta viðkvæma snertifleti hjá gömluíhalds valdaflokkunum sitjandi í þessu ráðuneyti.
    3
  • Hjalmar Gudbjornsson skrifaði
    Merkilega þegar einn velunnari XD fær ekki að græða milljarða er kominn stjórnmálakreppa og allir í flokknum legfjast á plóginn að bjarga kristjáni í að græða ekki milljarð þegar helmingur þjóðarinar er a moti þvi að drepa dýr sem er ekki einu sinni í matinn hér á íslandi. En ef stoppaðar eru veiðar sem byggðu þetta land og öll þorp á íslandi utan egilstaða þá heyrist ekkert í þessum aumingju í þessum skítaflokki.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Er Bjarni eitthvað betri en Svandís?
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Vil mynna alla á að bjarN1 benediktsson er FORINGI stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins.
    Með öðrum orðum þá er sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórnmálaflokkur.
    sjálfstæðisflokkurinn er MAFÍA sem hefur það að aðal markmiði að arðræna og stela frá íslensku þjóðinni, styður við barnaníðinga, predikar óhróður um jaðarhópa og flóttafólk.
    Og að þessi glæpa foringi og gjaldþrota kóngur bjarN1 benediktsson skuli vera fjármála og viðskiptaráðherfill er ALGJÖR þjóðarskömm og myndi aldrei líðast í öðrum lýðræðisríkjum.
    Enda er EKKERT lýðræði hér á Íslandi, hér er LYGRÆÐI. Punktur!
    4
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka dela í forsvari.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningasmiðir byrjaðir að smíða
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­inga­smið­ir byrj­að­ir að smíða

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
8
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
10
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár