Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís stöðvar veiðar á langreyðum út ágústmánuð

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur tek­ið ákvörð­un um að stöðva veið­ar á lang­reyð­um, tíma­bund­ið fram til 31. ág­úst. Þetta ger­ir hún í kjöl­far þess að álit fagráðs barst ráðu­neyti henn­ar í gær.

Svandís stöðvar veiðar á langreyðum út ágústmánuð
Matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir hefur ákveðið að stöðva veiðarnar, vegna afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst, en frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu í dag.

Eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum barst ráðuneytinu í maí 2023 en niðurstaða skýrslunnar er að aflífun dýranna hafi tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra.

Matvælastofnun fól í kjölfarið fagráði um velferð dýra að meta hvort veiðarnar geti yfirhöfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. 

Álit fagráðsins barst matvælaráðuneytinu í gær og var niðurstaða þess að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki lögum um velferð dýra.

Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu segir að í ljósi þeirrar niðurstöðu sé „nauðsynlegt að fresta upphafi hvalveiðivertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við ákvæði laga um velferð dýra.“

„Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í tilkynningu ráðuneytisins.

„Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð,“ er jafnframt haft eftir Svandísi.

Í tilkynningu ráðuneytis hennar segir að það muni „kanna mögulegar úrbætur og lagaleg skilyrði þess að setja frekari takmarkanir á veiðarnar á grundvelli laga um velferð dýra og laga um hvalveiðar á komandi mánuðum og leita álits sérfræðinga og leyfishafa í því skyni.“

Gervigreindar- og raflosthugmyndir þóttu ekki raunhæfar

Í kjölfar þess að eftirlitsskýrsla MAST kom fyrir augu almennings hefur átt sér stað töluverð umræða um hvalveiðar og hvort réttlætanlegt sé að halda þeim áfram. 

Í svörum við eftirlitsskýrslunni hafði Hvalur hf., eina fyrirtækið sem stundað hefur stundað langreyðaveiðar við Íslandsstrendur undanfarin ár, gefið til kynna að verið væri að þróa nýja tækni við veiðarnar, sem fólst annars vegar í því að nota gervigreind til að reikna út fjarlægð hvalsins frá hvalveiðibátnum og hins vegar í því að nýta rafmagn í skotlínu til þess að aflífa hvalinn, ef sprengiskutullinn grandaði ekki dýrinu.

Það var niðurstaða fagráðs að þessar tillögur séu ekki raunhæfar, enda liggi ekki fyrir rannsóknir eða prófanir sem styðja að þær geti samræmst ákvæðum laga um velferð.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Úr því Svandís er í stuði, má þá ekki búast við að hún taki til hendinni gagnvart svína- og kjúklingabændum, sem fregnir hafa hermt að beiti blessuð dýrin harðræði?
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Það kemur fram í opinberum gögnum SjálfstæðisFLokksins að Hvalur ehf er einn helsti styrktaraðili hans.

    Ein helsta ástæða þess, að hvalveiðar hafa undanfarin ár verið stundaðar við Ísland, er sú að Hvalur ehf borgar feitt í kosningasjóði FLokksins :-)
    1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er Kona sem Þorir og a Þakkir skilið fyrir þessa akvörðun, Þetta er gleðidagur hja öllum sem lata sig Dyravelferð varða. Þetta er gleði dagur og ekki aðeins a Islandi einu heldur þeim Löndum sem vilja ekki Drepa Hval.
    Hafðu þökk SVANDIS SVAFARSDOTTIR Raðherra, Þu hefur skrað þig a Spjöld Islands sögunar og þott viða væri leitað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
8
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
9
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár