Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spá kólnun á Íslandi um 5 til 10 gráður á næstu áratugum

Töl­fræðilík­an danskra rann­sak­enda gef­ur til kynna að snögg kóln­un á Norð­ur-Atlants­hafi hefj­ist á næstu ára­tug­um. Verði það raun­in versna lífs­skil­yrði á Ís­landi til muna.

Spá kólnun á Íslandi um 5 til 10 gráður á næstu áratugum
Reykjavík Ef forspáin gengur eftir verður sumarhiti í Reykjavík nær þeim meðalhita sem nú er í október, en hann er um 5 gráður. Mynd: Shutterstock

Sumarið í Reykjavík verður eins og sumar á Svalbarða innan fárra áratuga, ef niðurstöður nýrrar, danskrar vísindarannsóknar ganga eftir.

„Ísland mun líklega verða fyrir 5-10 gráðu lækkun á hitastigi, sem hlýnun jarðar bætir þó upp að hluta,“ segir Peter Ditlevsen, prófessor við Niels Bohr stofnunina í Kaupmannahöfn og annar rannsakendanna, í samtali við Heimildina.

Fjallað hefur verið um rannsóknina í öllum helstu fjölmiðlum heims í dag og í gær. Markmið rannsóknarinnar var að tímasetja stöðvun hafstraumanna sem fræðimenn kalla veltihringrás Atlantshafsins og felur í sér flutning hlýs yfirborðssjávar norður á bóginn og djúpstreymi saltríkari og kaldari sjávar suður á bóginn. Þetta er hluti af því sem flest þekkja undir heitinu Golfstraumurinn og er kennt í íslenskum skólum að sé forsenda mannlífs á Íslandi. Ástæða þess að hlýrra er norðarlega í Atlantshafi heldur en í Kyrrahafi er þessi varmaflutningur sjávar sem leiðir af sér mun hærra hitastig á Íslandi en norðlæg lega landsins byði annars upp á. Með vaxandi ferskvatnsstreymi vegna bráðnunar jökla og aukinnar úrkomu á norðurslóðum er talið að straumurinn raskist og varmadreifingin úr suðri þar með.

Meðalhiti í Reykjavík í júlí er 11,7 gráður, en verður nálægt núverandi sumarhita á Svalbarða, sem er 3 til 7 gráður, rofni hafstraumurinn. Breytingin leiðir af sér hamskipti landsins, fyrirsjáanlega mikla útþenslu jökla yfir mest allt hálendi og fjallendi, þar sem snælína lækkar að líkindum um nokkur hundruð metra.

Svalbarði að sumriÍ Longyearbyen, höfuðbyggð Svalbarða, nær hitinn mest 7 gráðum á venjulegum degi í júlí.

Vendipunkturinn gæti í fyrsta lagi orðið innan tveggja ára, samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar. 

Forsenda líkansins er að orsakaþættir hlýnunar þróist með sama hætti og áður, til dæmis að útblástur gróðurhúsalofttegunda haldi áfram að aukast eins og gert hefur verið frá iðnbyltingu.

Hringrásarstraumurinn hefur veikst á öldinni, samkvæmt mælingum. Að mati margra vísindamanna er aðeins spurning um hvar vendipunkturinn liggur og þar með hvenær straumurinn raskast eða rofnar. Þar liggur helsta framlag rannsóknarinnar, að komast að niðurstöðu um tímasetningu á rofi straumsins. Innan samhengis líkansins eru 95% líkur á að veltihringrásin hrynji á tímabilinu 2025 til 2095 og líklegasti vendipunktur árið 2057, eftir 34 ár.

„Þegar við sáum það fyrst brá okkur svo að við athuguðum það aftur og aftur,“ segir Susanne Ditlevsen, prófessor við Stærðfræðistofnunina í Kaupmannahafnarháskóla, og annar höfundur rannsóknarinnar, í samtali við Politiken.

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) hefur gengið út frá því, út frá fyrri rannsóknum, að veruleg veiking straumsins sé ólíkleg á þessari öld. Viðvaranir dönsku vísindamannanna eru þó óvenjulega berorðar í grein þeirra sem birtist í tímaritinu Nature Communications, með titlinum Viðvörun um yfirvofandi hrun veltihringrásar Atlantshafsins.

Rannsóknin er tölfræðigreining og nýtir víðara gagnasafn en áður sem sýnir fyrirboða breytileika í hafstraumnum áður en áhrif loftslagsbreytinga komu til að fullum krafti. Hún hefur um leið verið gagnrýnd fyrir að byggja einnig á eldri mælingum, aftur til 1870, sem kunna að vera óáreiðanlegar. Að auki hefur rannsóknin verið gagnrýnd fyrir að byggja á mælingum á yfirborðshita sjávar, sem hugsanlega séu ekki nægilegar til að greina veltihringrásarbeltið í heild eða spá fyrir um hegðun þess. Rannsóknin hefur hlotið misjafnar viðtökur vísindamanna, en margir þeirra líta á hana sem staðfestingu á því að ógnin sé bæði vel möguleg og mun nær í tíma en gert hafði verið ráð fyrir, með þeim hætti að ekki sé hægt að hunsa hana. Aðferðafræðin sé gott tæki en niðurstöðurnar ekki óyggjandi. 

Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir í samtali við íslenska fjölmiðla að líklegast væri að veltihringrásin myndi aðeins raskast en ekki stöðvast og að hún færi að líkindum aftur í gang. Hann gerir ráð fyrir staðbundnari og tímabundnari veikingu straumsins og þar með kuldakasti sem gengur yfir. Þannig verði hlýnun í heildina, samkvæmt þeim loftslagslíkunum sem hann hafi skoðað.

Hér má lesa viðbrögð annarra vísindamanna.

Hafstraumar og loftslag eru afar flókin kerfi og þótt rannsakendurnir hafi fulla trú á aðferðafræði sinni er forspáin tölfræðileg líkindi að gefnum tilteknum forsendum.

„Í grunninn er þetta óvíst. Norður-Atlantshafsstraumurinn hefur ekki stöðvast síðan á ísöld, þegar hann stöðvaðist og endurræstist á víxl með nokkurra þúsunda ára millibili [Dansgaard-Oeschger atburðirnir]. Þegar það gerðist varð risastór breyting, um 10 til 15 gráður á einum áratug, samanborið við 1,5 gráður á öld núna. En ísaldarloftslag er mjög frábrugðið hlýju loftslagi okkar tíma,“ segir Peter Ditlevsen í svari til Heimildarinnar.

Fyrir liggur þó eðlisfræðin að baki og mælingar sem sýna strauminn veikjast samhliða hlýnun og bráðnun jökla. Jarðfræðilega er ekki langt síðan Ísland var alþakið jökli. Fyrir 20 þúsund árum er talið að nálega 900 metra þykkur jökull hafi legið yfir Reykjavík og jökulskjöldur, með hábungu á sunnanverðu landinu, náð um 200 kílómetra út fyrir núverandi strendur landsins. Orsakir ísaldar eru hins vegar fleiri og flóknari en hafstraumar einir og sér. Í jarðfræðilegum skilningi er ísöld enn yfirstandandi, þó nú sé hlýskeið. Á þremur milljónum ára yfirstandandi ísaldar er talið að loftslag hafi sveiflast milli kuldaskeiðs og hlýskeiðs 24 sinnum. Síðasta kuldaskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum, en á því skeiði var lofthiti um 10 gráðum lægri en nú.

Kjósa
61
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
    Eigum við að flitja aftur til Írlands? Eða....Þar sem spænska er kennd lengur í framhaldsskólum en Danska. Liggur augljóslega fyrir að norður Spánn eða Tene eru hlýrri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár