Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spá kólnun á Íslandi um 5 til 10 gráður á næstu áratugum

Töl­fræðilík­an danskra rann­sak­enda gef­ur til kynna að snögg kóln­un á Norð­ur-Atlants­hafi hefj­ist á næstu ára­tug­um. Verði það raun­in versna lífs­skil­yrði á Ís­landi til muna.

Spá kólnun á Íslandi um 5 til 10 gráður á næstu áratugum
Reykjavík Ef forspáin gengur eftir verður sumarhiti í Reykjavík nær þeim meðalhita sem nú er í október, en hann er um 5 gráður. Mynd: Shutterstock

Sumarið í Reykjavík verður eins og sumar á Svalbarða innan fárra áratuga, ef niðurstöður nýrrar, danskrar vísindarannsóknar ganga eftir.

„Ísland mun líklega verða fyrir 5-10 gráðu lækkun á hitastigi, sem hlýnun jarðar bætir þó upp að hluta,“ segir Peter Ditlevsen, prófessor við Niels Bohr stofnunina í Kaupmannahöfn og annar rannsakendanna, í samtali við Heimildina.

Fjallað hefur verið um rannsóknina í öllum helstu fjölmiðlum heims í dag og í gær. Markmið rannsóknarinnar var að tímasetja stöðvun hafstraumanna sem fræðimenn kalla veltihringrás Atlantshafsins og felur í sér flutning hlýs yfirborðssjávar norður á bóginn og djúpstreymi saltríkari og kaldari sjávar suður á bóginn. Þetta er hluti af því sem flest þekkja undir heitinu Golfstraumurinn og er kennt í íslenskum skólum að sé forsenda mannlífs á Íslandi. Ástæða þess að hlýrra er norðarlega í Atlantshafi heldur en í Kyrrahafi er þessi varmaflutningur sjávar sem leiðir af sér mun hærra hitastig á Íslandi en norðlæg lega landsins byði annars upp á. Með vaxandi ferskvatnsstreymi vegna bráðnunar jökla og aukinnar úrkomu á norðurslóðum er talið að straumurinn raskist og varmadreifingin úr suðri þar með.

Meðalhiti í Reykjavík í júlí er 11,7 gráður, en verður nálægt núverandi sumarhita á Svalbarða, sem er 3 til 7 gráður, rofni hafstraumurinn. Breytingin leiðir af sér hamskipti landsins, fyrirsjáanlega mikla útþenslu jökla yfir mest allt hálendi og fjallendi, þar sem snælína lækkar að líkindum um nokkur hundruð metra.

Svalbarði að sumriÍ Longyearbyen, höfuðbyggð Svalbarða, nær hitinn mest 7 gráðum á venjulegum degi í júlí.

Vendipunkturinn gæti í fyrsta lagi orðið innan tveggja ára, samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar. 

Forsenda líkansins er að orsakaþættir hlýnunar þróist með sama hætti og áður, til dæmis að útblástur gróðurhúsalofttegunda haldi áfram að aukast eins og gert hefur verið frá iðnbyltingu.

Hringrásarstraumurinn hefur veikst á öldinni, samkvæmt mælingum. Að mati margra vísindamanna er aðeins spurning um hvar vendipunkturinn liggur og þar með hvenær straumurinn raskast eða rofnar. Þar liggur helsta framlag rannsóknarinnar, að komast að niðurstöðu um tímasetningu á rofi straumsins. Innan samhengis líkansins eru 95% líkur á að veltihringrásin hrynji á tímabilinu 2025 til 2095 og líklegasti vendipunktur árið 2057, eftir 34 ár.

„Þegar við sáum það fyrst brá okkur svo að við athuguðum það aftur og aftur,“ segir Susanne Ditlevsen, prófessor við Stærðfræðistofnunina í Kaupmannahafnarháskóla, og annar höfundur rannsóknarinnar, í samtali við Politiken.

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) hefur gengið út frá því, út frá fyrri rannsóknum, að veruleg veiking straumsins sé ólíkleg á þessari öld. Viðvaranir dönsku vísindamannanna eru þó óvenjulega berorðar í grein þeirra sem birtist í tímaritinu Nature Communications, með titlinum Viðvörun um yfirvofandi hrun veltihringrásar Atlantshafsins.

Rannsóknin er tölfræðigreining og nýtir víðara gagnasafn en áður sem sýnir fyrirboða breytileika í hafstraumnum áður en áhrif loftslagsbreytinga komu til að fullum krafti. Hún hefur um leið verið gagnrýnd fyrir að byggja einnig á eldri mælingum, aftur til 1870, sem kunna að vera óáreiðanlegar. Að auki hefur rannsóknin verið gagnrýnd fyrir að byggja á mælingum á yfirborðshita sjávar, sem hugsanlega séu ekki nægilegar til að greina veltihringrásarbeltið í heild eða spá fyrir um hegðun þess. Rannsóknin hefur hlotið misjafnar viðtökur vísindamanna, en margir þeirra líta á hana sem staðfestingu á því að ógnin sé bæði vel möguleg og mun nær í tíma en gert hafði verið ráð fyrir, með þeim hætti að ekki sé hægt að hunsa hana. Aðferðafræðin sé gott tæki en niðurstöðurnar ekki óyggjandi. 

Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir í samtali við íslenska fjölmiðla að líklegast væri að veltihringrásin myndi aðeins raskast en ekki stöðvast og að hún færi að líkindum aftur í gang. Hann gerir ráð fyrir staðbundnari og tímabundnari veikingu straumsins og þar með kuldakasti sem gengur yfir. Þannig verði hlýnun í heildina, samkvæmt þeim loftslagslíkunum sem hann hafi skoðað.

Hér má lesa viðbrögð annarra vísindamanna.

Hafstraumar og loftslag eru afar flókin kerfi og þótt rannsakendurnir hafi fulla trú á aðferðafræði sinni er forspáin tölfræðileg líkindi að gefnum tilteknum forsendum.

„Í grunninn er þetta óvíst. Norður-Atlantshafsstraumurinn hefur ekki stöðvast síðan á ísöld, þegar hann stöðvaðist og endurræstist á víxl með nokkurra þúsunda ára millibili [Dansgaard-Oeschger atburðirnir]. Þegar það gerðist varð risastór breyting, um 10 til 15 gráður á einum áratug, samanborið við 1,5 gráður á öld núna. En ísaldarloftslag er mjög frábrugðið hlýju loftslagi okkar tíma,“ segir Peter Ditlevsen í svari til Heimildarinnar.

Fyrir liggur þó eðlisfræðin að baki og mælingar sem sýna strauminn veikjast samhliða hlýnun og bráðnun jökla. Jarðfræðilega er ekki langt síðan Ísland var alþakið jökli. Fyrir 20 þúsund árum er talið að nálega 900 metra þykkur jökull hafi legið yfir Reykjavík og jökulskjöldur, með hábungu á sunnanverðu landinu, náð um 200 kílómetra út fyrir núverandi strendur landsins. Orsakir ísaldar eru hins vegar fleiri og flóknari en hafstraumar einir og sér. Í jarðfræðilegum skilningi er ísöld enn yfirstandandi, þó nú sé hlýskeið. Á þremur milljónum ára yfirstandandi ísaldar er talið að loftslag hafi sveiflast milli kuldaskeiðs og hlýskeiðs 24 sinnum. Síðasta kuldaskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum, en á því skeiði var lofthiti um 10 gráðum lægri en nú.

Kjósa
61
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
    Eigum við að flitja aftur til Írlands? Eða....Þar sem spænska er kennd lengur í framhaldsskólum en Danska. Liggur augljóslega fyrir að norður Spánn eða Tene eru hlýrri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár