Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Súkkulaðið sem Svíar hafa snúið bakinu við

Sænski súkkulaðifram­leið­and­inn Mara­bou hef­ur ver­ið á milli tann­anna á Sví­um að und­an­förnu vegna þess að móð­ur­fé­lag þess, stór­fyr­ir­tæk­ið Mondelēz, fram­leið­ir um­tals­vert af sín­um vör­um í Rússlandi. Marg­ir Sví­ar hafa brugð­ið á það ráð að snið­ganga súkkulað­ið jafn­vel þó það sé og hafi alltaf ver­ið fram­leitt í Sví­þjóð.

Súkkulaðið sem Svíar hafa snúið bakinu við
Súkkulaði Umsvif stórfyrirtækisins Mondelēz í Rússlandi hafa bakað dótturfyrirtækinu Marabou umtalsverð vandræði í Svíþjóð. Mynd: Shutterstock

IKEA í Svíþjóð, opinbera lestarfélagið SJ og allir stærstu skemmtigarðar Svíþjóðar eru á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa ákveðið að hætta að selja eða bjóða upp á vörur sænska súkkulaðiframleiðandans Marabou. Marabou er meðal þekktustu vörumerkja Svíþjóðar en súkkulaði undir þessu vörumerki hefur verið framleitt í rúma öld og alltaf í næsta nágrenni við höfuðborgina Stokkhólm. Ástæðan fyrir sniðgöngunni er sú að móðurfyrirtæki Marabou, Mondelēz, starfrækir enn verksmiðjur í Rússlandi og er þar af leiðandi komið á svartan lista úkraínskra yfirvalda.

Á vefsvæði sem heldur utan um gagnagrunn fyrir efnahagsþvinganir í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu kennir ýmissa grasa. Gagnagrunnurinn er sá umfangsmesti yfir fólk og fyrirtæki sem hafa stjórnmálaleg tengsl við rússnesk yfirvöld og er verkefnið styrkt af utanríkisráðuneyti Úkraínu og þarlendri stofnun sem berst gegn spillingu. Þar má finna sérstakan lista yfir alþjóðleg stórfyrirtæki, sem kölluð eru alþjóðlegir styrktaraðilar stríðsins. Á þeim lista má finna Mondelēz, sem og önnur stórfyrirtæki í hinum ýmsu geirum, þar á meðal fyrirtæki sem framleiða bíla, raftæki og neysluvörur, verktakafyrirtæki, fyrirtæki í smásölu og evrópska banka, svo eitthvað sé nefnt.

Góðkunningjar íslenskra neytenda á sniðgöngulistanum

Meðal þeirra fyrirtækja sem finna má á listanum eru nokkur alþjóðleg stórfyrirtæki sem framleiða vörur undir vörumerkjum sem eru íslenskum neytendum vel kunn. Til að mynda Unilever sem framleiðir alls kyns matvörur, hreinlætisvörur og snyrtivörur undir vel þekktum vörumerkjum á borð við Knorr, Ben & Jerry’s, Hellmanns, Magnum, Dove, og svona mætti lengi telja. Á listanum er einnig Procter & Gamble en meðal vörumerkja sem finna má undir þeirra hatti eru Gillette, Pampers og Ariel.

Mondelēz sérhæfir sig hins vegar í þekktum vörumerkjum fyrir matvæli og þá sérstaklega sætindum. Cadbury, Daim, Lu, Milka, Oreo, Ritz og Toblerone. Þetta eru allt vörumerki sem flestir Íslendingar kannast við og þau eiga það sameiginlegt að vera í eigu Mondelēz.

Súkkulaðið alltaf framleitt í Svíþjóð

Það er þó ekki þar með sagt að vörurnar sem um ræðir séu framleiddar í Rússlandi. Allt súkkulaði sem framleitt er undir merkjum Marabou er til að mynda framleitt í Svíþjóð og þannig hefur það verið frá því að fyrirtækið var stofnað. Nú eru verksmiðjur fyrirtækisins staðsettar skammt norður af Stokkhólmi í Upplands Väsby en í upphafi var súkkulaðið framleitt í Sundbyberg sem er sveitarfélag sem liggur alveg við Stokkhólm og má líkja við úthverfi höfuðborgarinnar.

Fyrirtækið var stofnað af Norðmanninum Johan Throne Holst sem þá var enginn aukvisi í súkkulaðigerð. Skömmu eftir að súkkulaðiverksmiðjan Freia var sett á laggirnar í Ósló keypti hann fyrirtækið. Á tíma Holst sem forstjóra varð Freia stærsti súkkulaðiframleiðandi Noregs.

Þegar komið var að því að færa út kvíarnar til Svíþjóðar þurfti Holst að finna nýtt nafn á sænska fyrirtækið því nafnið Freia var þegar í notkun. Marabou varð fyrir valinu, eftir storktegund einni en storkur er einkennistákn norska súkkulaðisins og mynd hans er þrykkt í súkkulaðið í Noregi. Freia er í dag eitt af þeim vörumerkjum sem er í eigu Mondelēz og Norðmenn hafa gripið til þess sniðganga súkkulaðið á svipaðan hátt og Svíar sniðganga Marabou.

Umfangsmikil starfsemi Mondelēz í Rússlandi

Á listanum yfir þá lögaðila sem kallaðir eru alþjóðlegir styrktaraðilar stríðsins í Úkraínu má finna upplýsingar um hvert fyrirtæki fyrir sig. Þar kemur fram að Mondelēz rekur þrjár verksmiðjur í Rússlandi í gegnum dótturfélag sitt Mon'delys Rus en í verksmiðjunum eru framleidd matvæli af ýmsu tagi fyrir Rússlandsmarkað, til að mynda Milka súkkulaði og Oreo kex. Ekkert fyrirtæki selur meira af súkkulaði og kexi í Rússlandi en Mondelēz auk þess sem það hefur næstmesta markaðshlutdeild þar í landi á markaði með tyggigúmmí og karamellur.

Í kjölfar þess að Rússar réðust inn í Úkraínu sendi starfsfólk Mondelēz í Eystrasaltsríkjunum erindi til forstjórans Dirk Van de Put þar sem óskað var eftir því að öll viðskipti félagsins í Rússlandi yrðu stöðvuð. Hann gaf í kjölfarið þau svör að ekki yrði ráðist í fjárfestingar í Rússlandi, hvorki í búnaði né markaðsefni.

Fram kemur á vefsvæði gagnagrunnsins að árið 2022 hafi rússneskt dótturfélag Mondelēz hagnast um 339 milljónir dala, eða sem samsvarar tæpum 45 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Skattar félagsins sem renna í rússneskan ríkissjóð hafi því numið að lágmarki 61 milljón dala í fyrra, eða um átta milljörðum króna.

Hófst í kringum Melodifestivalen

Það var um það leyti sem forkeppni Melodifestivalen stóð sem hæst fyrr á þessu ári sem sænskir fjölmiðlar fóru að fjalla um umsvif Mondelēz í Rússlandi. Tímasetningin var engin tilviljun en Marabou hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum Melodifestivalen um árabil en keppnin er forkeppni Svía fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Þá fór boltinn af stað og hægt og rólega hafa æ fleiri Svíar ákveðið að taka þátt í því að sniðganga súkkulaðið frá Marabou. Þar að auki fækkaði útsölustöðum súkkulaðisins að einhverju leyti þegar fyrirtæki og stofnanir ákváðu að hætta að selja vörur fyrirtækisins.

Nú fæst ekkert Marabou um borð í lestum opinbera lestarfélagsins SJ og ekki heldur um borð í flugvélum SAS. Sænska knattspyrnusambandið hefur gert hlé á auglýsingasamningi sínum við Marabou og gestir IKEA í Svíþjóð geta ekki náð sér í dísætan orkuskammt í formi Marabou súkkulaðis að lokinni langri ferð um ranghala húsgagnaverslunarinnar.

Þá ákvað borgarstjórn Gautaborgar um miðjan júní að setja blátt bann við innkaupum á vörum frá Mondelēz í þeim opinberu fyrirtækjum sem eru á forræði borgarinnar.

Sérfræðingar ekki sammála um áhrifin

Aðdáendur Marabou hafa getað gengið að súkkulaðinu vísu úti í næsta stórmarkaði. Í júní ákváðu aftur á móti sífellt fleiri verslunarstjórar ICA verslana vítt og breitt um Svíþjóð, en verslanakeðjan er með um þriðjungs markaðshlutdeild á dagvörumarkaði, að taka súkkulaðið úr hillum sínum eða setja upp miða þar sem finna má upplýsingar um Mondelēz, umsvif þess í Rússlandi og veru stórfyrirtækisins á lista yfir þau fyrirtæki sem kallað er eftir að fólki sniðgangi.

Sérfræðingar eru ekki sammála um hvaða áhrif sniðganga Svía á súkkulaðinu kann að hafa. Í samtali við SVT í síðasta mánuði sagði Heidi Wold, sérfræðingur í krísustjórnun, að það ætti eftir að taka töluverðan tíma fyrir Mondelēz að laga þann skaða sem orðspor fyrirtækisins hefur orðið fyrir að undanförnu. Því lengri tíma sem sniðgangan stæði yfir því meiri áhrif hefði það á vörumerkið og orðspor þess. Vörumerkjasérfræðingurinn Niklas Turner Olovzon sagði hins vegar í samtali við Dagens Nyheter að það væri erfitt fyrir Svía að hafa merkjanleg áhrif á stórfyrirtækið Mondelēz með því að sniðganga eina tegund af súkkulaði.

Ekki ákvörðun sem var tekin í Svíþjóð

Í yfirlýsingu sem Martina Flemström, framkvæmdastjóri hins sænska Mondelēz Sverige, sendi frá sér í kjölfar þess að sniðganga á vörum Marabou hófst segir að hún hafi skilning á þeim viðbrögðum sem ákvörðun Mondelēz International um að halda áfram starfsemi í Rússlandi kalli fram. Engu að síður sé hún og starfsfólk Marabou miður sín yfir þeirri neikvæðu athygli sem fyrirtækið hafi fengið. 

„Hjá Marabou starfar ekki einn einasti starfsmaður sem ekki fordæmir stríð Rússa gegn Úkraínu og við viljum ekkert heitar en að stríðið endi umsvifalaust,“ segir í yfirlýsingu Flemström.

Hún segir að verslunarfólk sem ákveði að taka vörur Marabou úr hillum sínum sé í fullum rétti til að gera það. Hún nefnir það þó að þá þurfi að huga að því að það séu mun fleiri vörur en bara súkkulaðið frá Marabou sem ætti að hverfa úr hillunum.

„Umsvif Mondelēz International í Rússlandi er ekki ákvörðun sem var tekin í Svíþjóð,“ segir Flemström í yfirlýsingu sinni og bætir því við að Marabou eigi í stöðugum samskiptum við móðurfélagið í Bandaríkjunum til þess að upplýsa um stöðuna og umræðuna í Svíþjóð. Hún segist vona að kollegar sínir sem eru í svipaðri stöðu geri slíkt hið sama gagnvart sínum móðurfélögum. „Þá getum við ef til vill í sameiningu haft áhrif.“

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár