Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kerecis verður áfram gert út frá Ísafirði

Eft­ir söl­una á Kerec­is á Ísa­firði fyr­ir met­fé fyrr í júlí hafa vakn­að vanga­velt­ur hjá ein­hverj­um um hvort sag­an um Gugg­una gulu muni end­ur­taka sig. Guð­mund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir að svo sé ekki því mark­aðs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins í Banda­ríkj­un­um sé bund­ið við vör­ur frá Ísa­firði.

Kerecis verður áfram gert út frá Ísafirði
Markaðsleyfið bundið við Ísafjörð Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis, segir að markaðsleyfi fyrirtækisins frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) sé bundið við vörur frá Ísafirði.

Leyfi líftæknisfyrirtækisins Kerecis frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) til að selja sáravörur sínar úr þorskroði í Bandaríkjunum er bundið við að hráefnið og framleiðslan komi frá verksmiðjunni á Ísafirði. Þetta kemur fram í svari frá Guðmundi Fertram Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Kerecis. Fyrirtækið er því ekki á leið frá Ísafirði segir hann. 

Eftir sölu á Kerecis til alþjóðlega stórfyrirtækisins Kerecis hafa vaknað upp spurningar um hvort þetta þýði mögulega að verksmiðjunni á Ísafirði verði lokað og starfsemin flutt annað með tilheyrandi skaða fyrir starfsmenn og samfélagið fyrir vestan. Salan á fyrirtækinu hefur verið sett í samhengi við það þegar togarinn Guðbjörgin var seldur til Samherja í lok síðustu aldar og fyrirheit um að gera hann áfram út frá Ísafirði urðu að engu. 

70 starfsmenn vinna hjá Kerecis á Ísafirði og er fyrirtækið því einn stærsti einkarekni atvinnurekandinn á Vestfjörðum.  Samtals starfa 160 manns hjá Kerecis í nokkrum löndum og er því rúmur þriðjungur staðsettur í þessu litla sveitarfélagi fyrir vestan. 

Kerecis og GuðbjörginSamkvæmt svörum stofnanda Kerecis verða örlög fyrirtækisins í bænum ekki eins og örlög togarans Guðbjargarinnnar eða Guggunnar á sínum tíma.

Þegar Guggan var ekki lengur gerð út frá Ísafirði

Ummælin um Guðbjörgina, eða Gugguna eins og skipið var yfirleitt kallað, eru með þeim fleygari í íslenskri samtímasögu.

Eins og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði orðaði stefnubreytinguna hjá Samherja á sínum tíma: „Þeir gáfu þá yfirlýsingu á fundi með fulltrúa bæjarstjórnar á sínum tíma, og það kom í heimafjölmiðlum að engin breyting yrði. Guðbjörgin yrði áfram Guðbjörgin og gerð út frá Ísafirði, eða eins og þeir sögðu: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Það gleymdist að taka það fram að hún myndi heita Hannover, gerð út frá Þýskalandi og yrði lengd um 18 metra.“

Þessari sögu um Gugguna var svo gerð þekkt skil með stílfærðum hætti í þáttunum Verbúðinni sem sýndir voru á RÚV á fyrra hluta síðasta árs. 

„Markaðsleyfi okkar í Bandaríkjunum er bundið við afurðirnar frá Ísafirði, aðferðir og ferla í hátæknisetri Kerecis þar og meira að segja við sjálfan fiskistofninn
Guðmundur Fertram Sigurjónsson,
stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis

Flutningur á framleiðslunni tæki mörg ár

Guðmundur Fertram segir í svari til Heimildarinnar að áhyggjur af því að starfsemi Kerecis verði ekki áfram á Ísafirði séu óþarfar: „Markaðsleyfi okkar í Bandaríkjunum er bundið við afurðirnar frá Ísafirði, aðferðir og ferla í hátæknisetri Kerecis þar og meira að segja við sjálfan fiskistofninn – vestfirska þorskinn sem er veiddur á tilteknu svæði. Við höldum markaðsleyfinu við með margvíslegri vöktun og skýrslugjöf, t.d. um magn snefilefna og baktería á fiskimiðunum o.fl.  Það væri því mjög flókið, erfitt og tímafrekt að að flytja framleiðsluna, slíkt tæki mörg ár og ótal heimsóknir frá úttektaraðilunum. Þar að auki byggir allt markaðsefnið okkar á uppruna vörunnar; norðurslóðum og bænum sjálfum, sjálfbærni við nýtingu á fiskistofnum, orkunýtingunni o.s.frv...,“ segir hann í skriflegu svari til Heimildarinnar. 

Guðmundur Fertram er sjálfur skuldbundinn til að vera framkvæmdastjóri Kerecis næstu tvö árin eftir söluna. 

Starfsemin í Bandaríkjunum byggir á leyfum FDA 

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur ratað í fréttir hér á landi að undaförnu vegna tilrauna lyfjaþróunarfyrirtækisins Alvotech til að fá leyfi til að selja lyfið Humira þar í landi. Framtíð Alvotech byggir á því að þetta markaðsleyfi fáist því aðeins þá getur félagið sett Humira á markað í Bandaríkjunum, sem er risavaxinn markaður. Alvotech hefur nú ítrekað verið synjað um þetta markaðsleyfi í Bandaríkjunum, með tilheyrandi verðfalli á hlutabréfaverði þess og væntingum í kringum það. 

Rétt eins og framtíð Alvotech byggir á markaðsleyfinu frá bandarísku stonfuninni þá skipti það Kerecis öllu máli að komast með sínar sáraumbúðir inn á Bandaríkjamarkað. Umbúðir félagsins eru seldar til sjúkrahúsa vítt og breitt um landið sem og til ríkisstofnana eins og Pentagon, fyrir bandaríska herinn.  Megnið af sölunni á vörum Kerecis fer fram í Bandaríkjunum og í Zurich: „Meginhluti söluaðgerða félagsins eru framkvæmdar í gegnum bandaríska og svissneska dótturfélagið. Bandaríska dótturfélagið er staðsett í Washington D.C. og svissneska dótturfélagið í Zurich. Rannsókna og þróunarstarfsemi félagsins er að mestu leyti starfrækt í Reykjavík, Íslandi. Framleiðsla fer fram í starfstöð félagsins á Ísafirði, Íslandi.

Í ársreikningi Kerecis fyrir árið 2022 segir að félagið hafi fengið tvær nýjar lækningavörur samþykktar í fyrra - þetta er það sem Alvotech er að reyna að fá í gegn með Humira sem skiptir félagið svo miklu máli. Þá vinnur fyrirtækið að því að fá frekari lækningavörur samþykktar hjá FDA á þessu ári: „Vöruþróunarstarfsemi á árinu 2022 leiddi til tveggja nýrra FDA samþykkta. Eitt fyrir útvortis sáralyf og eitt fyrir notkun vöru í munni við skurðaðgerðir. Umtalsverðar prófanir á dýrum voru gerðar árið 2022 í tengslum við næstu kynslóðir efna fyrirtækisins sem styður fyrirhugaða innsendingu FDA árið 2023.

Samkvæmt þessu, og svörum Guðmundar Fertrams, byggja leyfisveitingar FDA til Kerecis á því að framleiðslan á vörunni fari fram á Ísafirði og að þar af leiðandi verði hún áfram þar. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu