Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kerecis verður áfram gert út frá Ísafirði

Eft­ir söl­una á Kerec­is á Ísa­firði fyr­ir met­fé fyrr í júlí hafa vakn­að vanga­velt­ur hjá ein­hverj­um um hvort sag­an um Gugg­una gulu muni end­ur­taka sig. Guð­mund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir að svo sé ekki því mark­aðs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins í Banda­ríkj­un­um sé bund­ið við vör­ur frá Ísa­firði.

Kerecis verður áfram gert út frá Ísafirði
Markaðsleyfið bundið við Ísafjörð Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis, segir að markaðsleyfi fyrirtækisins frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) sé bundið við vörur frá Ísafirði.

Leyfi líftæknisfyrirtækisins Kerecis frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) til að selja sáravörur sínar úr þorskroði í Bandaríkjunum er bundið við að hráefnið og framleiðslan komi frá verksmiðjunni á Ísafirði. Þetta kemur fram í svari frá Guðmundi Fertram Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Kerecis. Fyrirtækið er því ekki á leið frá Ísafirði segir hann. 

Eftir sölu á Kerecis til alþjóðlega stórfyrirtækisins Kerecis hafa vaknað upp spurningar um hvort þetta þýði mögulega að verksmiðjunni á Ísafirði verði lokað og starfsemin flutt annað með tilheyrandi skaða fyrir starfsmenn og samfélagið fyrir vestan. Salan á fyrirtækinu hefur verið sett í samhengi við það þegar togarinn Guðbjörgin var seldur til Samherja í lok síðustu aldar og fyrirheit um að gera hann áfram út frá Ísafirði urðu að engu. 

70 starfsmenn vinna hjá Kerecis á Ísafirði og er fyrirtækið því einn stærsti einkarekni atvinnurekandinn á Vestfjörðum.  Samtals starfa 160 manns hjá Kerecis í nokkrum löndum og er því rúmur þriðjungur staðsettur í þessu litla sveitarfélagi fyrir vestan. 

Kerecis og GuðbjörginSamkvæmt svörum stofnanda Kerecis verða örlög fyrirtækisins í bænum ekki eins og örlög togarans Guðbjargarinnnar eða Guggunnar á sínum tíma.

Þegar Guggan var ekki lengur gerð út frá Ísafirði

Ummælin um Guðbjörgina, eða Gugguna eins og skipið var yfirleitt kallað, eru með þeim fleygari í íslenskri samtímasögu.

Eins og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði orðaði stefnubreytinguna hjá Samherja á sínum tíma: „Þeir gáfu þá yfirlýsingu á fundi með fulltrúa bæjarstjórnar á sínum tíma, og það kom í heimafjölmiðlum að engin breyting yrði. Guðbjörgin yrði áfram Guðbjörgin og gerð út frá Ísafirði, eða eins og þeir sögðu: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Það gleymdist að taka það fram að hún myndi heita Hannover, gerð út frá Þýskalandi og yrði lengd um 18 metra.“

Þessari sögu um Gugguna var svo gerð þekkt skil með stílfærðum hætti í þáttunum Verbúðinni sem sýndir voru á RÚV á fyrra hluta síðasta árs. 

„Markaðsleyfi okkar í Bandaríkjunum er bundið við afurðirnar frá Ísafirði, aðferðir og ferla í hátæknisetri Kerecis þar og meira að segja við sjálfan fiskistofninn
Guðmundur Fertram Sigurjónsson,
stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis

Flutningur á framleiðslunni tæki mörg ár

Guðmundur Fertram segir í svari til Heimildarinnar að áhyggjur af því að starfsemi Kerecis verði ekki áfram á Ísafirði séu óþarfar: „Markaðsleyfi okkar í Bandaríkjunum er bundið við afurðirnar frá Ísafirði, aðferðir og ferla í hátæknisetri Kerecis þar og meira að segja við sjálfan fiskistofninn – vestfirska þorskinn sem er veiddur á tilteknu svæði. Við höldum markaðsleyfinu við með margvíslegri vöktun og skýrslugjöf, t.d. um magn snefilefna og baktería á fiskimiðunum o.fl.  Það væri því mjög flókið, erfitt og tímafrekt að að flytja framleiðsluna, slíkt tæki mörg ár og ótal heimsóknir frá úttektaraðilunum. Þar að auki byggir allt markaðsefnið okkar á uppruna vörunnar; norðurslóðum og bænum sjálfum, sjálfbærni við nýtingu á fiskistofnum, orkunýtingunni o.s.frv...,“ segir hann í skriflegu svari til Heimildarinnar. 

Guðmundur Fertram er sjálfur skuldbundinn til að vera framkvæmdastjóri Kerecis næstu tvö árin eftir söluna. 

Starfsemin í Bandaríkjunum byggir á leyfum FDA 

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur ratað í fréttir hér á landi að undaförnu vegna tilrauna lyfjaþróunarfyrirtækisins Alvotech til að fá leyfi til að selja lyfið Humira þar í landi. Framtíð Alvotech byggir á því að þetta markaðsleyfi fáist því aðeins þá getur félagið sett Humira á markað í Bandaríkjunum, sem er risavaxinn markaður. Alvotech hefur nú ítrekað verið synjað um þetta markaðsleyfi í Bandaríkjunum, með tilheyrandi verðfalli á hlutabréfaverði þess og væntingum í kringum það. 

Rétt eins og framtíð Alvotech byggir á markaðsleyfinu frá bandarísku stonfuninni þá skipti það Kerecis öllu máli að komast með sínar sáraumbúðir inn á Bandaríkjamarkað. Umbúðir félagsins eru seldar til sjúkrahúsa vítt og breitt um landið sem og til ríkisstofnana eins og Pentagon, fyrir bandaríska herinn.  Megnið af sölunni á vörum Kerecis fer fram í Bandaríkjunum og í Zurich: „Meginhluti söluaðgerða félagsins eru framkvæmdar í gegnum bandaríska og svissneska dótturfélagið. Bandaríska dótturfélagið er staðsett í Washington D.C. og svissneska dótturfélagið í Zurich. Rannsókna og þróunarstarfsemi félagsins er að mestu leyti starfrækt í Reykjavík, Íslandi. Framleiðsla fer fram í starfstöð félagsins á Ísafirði, Íslandi.

Í ársreikningi Kerecis fyrir árið 2022 segir að félagið hafi fengið tvær nýjar lækningavörur samþykktar í fyrra - þetta er það sem Alvotech er að reyna að fá í gegn með Humira sem skiptir félagið svo miklu máli. Þá vinnur fyrirtækið að því að fá frekari lækningavörur samþykktar hjá FDA á þessu ári: „Vöruþróunarstarfsemi á árinu 2022 leiddi til tveggja nýrra FDA samþykkta. Eitt fyrir útvortis sáralyf og eitt fyrir notkun vöru í munni við skurðaðgerðir. Umtalsverðar prófanir á dýrum voru gerðar árið 2022 í tengslum við næstu kynslóðir efna fyrirtækisins sem styður fyrirhugaða innsendingu FDA árið 2023.

Samkvæmt þessu, og svörum Guðmundar Fertrams, byggja leyfisveitingar FDA til Kerecis á því að framleiðslan á vörunni fari fram á Ísafirði og að þar af leiðandi verði hún áfram þar. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár