Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þorsteinn Már kannast ekki við orð og aðstæður sem eru teknar nánast beint upp úr raunveruleikanum

Þor­steinn Már Bald­vins­son, stofn­andi og for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki kann­ast við þær að­stæð­ur sem Ver­búð­in dreg­ur upp. Í þátt­un­um er vitn­að nán­ast orð­rétt í hans eig­in um­mæli og að­stæð­ur sem komu upp þeg­ar Sam­herja keypti tog­ar­ann Guð­björg­ina, eða Gugg­una, ár­ið 1997.

Þorsteinn Már kannast ekki við orð og aðstæður sem eru teknar nánast beint upp úr raunveruleikanum
Þorsteinn Már og Gunnar Már Þeir Þorsteinn Már hjá Samherja og Gunnar Már í Verbúðinni segja nánast sömu hlutina þegar þeir réttlæta viðskipti sín með aflatogarana Guðbjörgina og Þorbjörgina á Vestfjörðum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja, segist ekki kannast við þær aðstæður í sjávarútvegi sem sýndar eru í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni. Í þáttunum er dregin upp mynd sem svipar mjög til viðskipta Samherja með sjávarútvegsfyrirtækið Hrönn á Ísafirði og togara þessa, Guðbjörgina eða Gugguna, árið 1997.

Þetta gerðist vegna þess að frjálst framsal og veðsetning fiskveiðiheimilda var heimilað á Íslandi, eins og rakið er í þáttunum með dramatískum hætti. Sjávarútvegsfyrirtkjum var þá heimilað að flytja kvóta til og frá byggðarlögum eftir eigin hentisemi og gera út og landa fiski þar sem þeim hugnaðist.  

Í viðtali við Fréttablaðið segir Þorsteinn Már um Verbúðina: „Ég ætla bara að segja að ég hef tengst sjómennsku í áratugi, lengi. Og hef tekið þátt í þessu sem atvinnurekandi frá ’83. Ég kannast ekki við þessa mynd sem er verið að draga upp.“ 

„Þorbjörgin verður áfram gul og gerð út frá Vestfjörðum“
Gunnar Már í Verbúðinni

Guðbjörgin og Þorbjörgin, Ísafjörður og Vestfirðir

Í síðasta þætti Verbúðarinnar er, nánast orðrétt, vitnað ítrekað í orð sem Þorsteinn Már lét frá sér fara í tengslum við kaup og síðar sölu á togaranum Guðbjörginni, eða Guggunni, á árunum 1997 og 1999. Samherji keypti þá útgerðina Hrönn á Ísafirði sem átti Guðbjörgina. Þorsteinn Már sagði þá hina fleygu setningu: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Í Verbúðinni heitir togarinn sem um ræðir Þorbjörgin. 

Í þáttunum er persóna sem heitir Gunnar Már sem kaupir sjávarútvegsfyrirtækið á Vestfjörðum sem Verbúðin fjallar um. Þessi karakter, sem leikinn er af Hilmari Guðjónssyni, segir meðal annars á fundi þar sem salan á Þorbjörginni er kynnt: „Þorbjörgin verður áfram gul og gerð út frá Vestfjörðum.“

Þorsteinn Már og Gunnar Már í viðtölumÞorsteinn Már í viðtali við RÚV í Landsrétti í gær þar sem hann sagðist ekki kannast við aðstæðurnar í Verbúðinni. Gunnar Már í viðtali í Verbúðinni þar sem hann réttlætir söluna á Þorbjörginni.

Samkomulagið milli Samherja og Hrannar

Í Verbúðinni er sena þar sem bæjarstjórinn í þorpinu, eigandi sjávarútvegsfyrirtækisins, Harpa (Nína Dögg Filippusdóttir), og Gunnar Már kynna söluna á skipum og kvóta útgerðarinnar fyrir íbúunum. Þar gefur Gunnar Már fögur fyrirheit um að útgerðin muni áfram gera út frá plássinu og talar Gunnar Már meðal annars um mannkosti Hörpu og að hún myndi ekki selja útgerðina nema að tryggt væri að hún yrði áfram gerð út frá Vestfjörðum. „Við höfum ávallt haft það að leiðarljósi að styrkja uppbyggingu og innviði þessara fyrirtækja á hverjum stað fyrir sig. [...] Bæjarbúar ættu að þekkja Hörpu Sigurðardóttur það vel að það er henni mikið í mun að tryggja framtíð Þorbjargarinnar og bæjarins. [...] Það ætti þó að vera mönnum alveg ljóst að hún myndi aldrei íhuga að selja aðilum með áform sem endurspegla ekki hennar eigin. Þorbjörgin verður áfram gul og hún verður gerð út frá Vesfjörðum. “

Þegar Samherji keypti Hrönn og Gugguna árið 1997 var með sambærilegum hætti haft eftir Þorsteini Má að Ísfirðingar ættu nú að þekkja eigendur Hrannar það vel að þeir ættu að vita að þeir beri hag bæjarins fyrir brjósti.  Í blaðinu Bæjarins Besta árið 1997 var haft eftir Þorsteini Má, og var þetta kvót endubirt í bókinni Ekkert að fela: Á slóð Samherja í Afríku: „Ég held að Ísfirðingar eigi nú að þekkja þá Guðmund Guðmundsson og Ásgeir Guðbjartsson það vel að þeir ættu að átta sig á hvað vakir fyrir þeim, og því sem þeir eru að gera, en það er einfaldlega að tryggja að Guðbjörgin verði á Ísafirði áfram.“

Ásgeir Guðbjartsson var einn af eigendum Hrannar. Sonur Ásgeirs, Guðbjartur Ásgeirsson, var skipstjóri á Guðbjörginni. Eftir söluna hóf hann störf fyrir Samherja og vann hjá fyrirtækinu allt til ársins 2012

Þegar Samherji keypti Hrönn árið 1997 var meðal annars undirrituð sérstök yfirlýsing þess efnis að Guðbjörgin yrði áfram gerð út frá Ísafirði. Kristinn Gunnarsson, ritstjóri og fyrrverandi þingmaður, birti þessa yfirlýsingu á bloggsvæði sínu árið 2018. Þar sagði: „Hluthafar Samherja h.f. Akureyri og Hrannar h.h. Ísafirði hafa undirritað samkomulag um að sameina þessi sjávarútvegsfyrirtæki. Samkomulag er um að útgerð Guðbjargar ÍS verði óbreytt frá því sem verið hefur á Ísafirði.“ 

Undir yfirlýsinguna skrifuðu Þorsteinn Már og Ásgeir Guðbjartsson. 

Í báðum tilfellum, í raunveruleikanum og í Verbúðinni, undirstrikuðu þeir Þorsteinn Már og Gunnar Már að seljendur útgerðanna myndu aldrei selja nema tryggt væri að Guðbjörgin og Þorbjörgin yrðu áfram gerð út frá viðkomandi plássum á Vestfjörðum. 

Eftir söluna á útgerðunum var það hins vegar ekki lengur í höndum eigenda þeirra hvað yrði um þær. Þetta var ákvörðun sem nýr eigandi útgerðanna hafði í hendi sér, það er að segja Þorsteinn Már hjá Samherja og Gunnar Már í Verbúðarþáttunum. 

Orð um síbreytilegan sjó og pólitík

Í tilfelli Verbúðarþáttanna hættir Þorbjörgin strax að gera út frá þorpinu á Vestfjörðum en skipinu er snúið við þegar það er á siglingu inn fjörðinn. 

„Starfsemi fiskveiða er eins og sjórinn sjálfur; tekur stöðugum breytingum“
Gunnar Már í þáttunum Verðbúðinni árið 2022

Í þáttunum útskýrir Gunnar Már þá ákvörðun sína að efna ekki loforð sitt um að gera Þorbjörgina út frá plássinu með eftirfarandi orðum: „Starfsemi fiskveiða er eins og sjórinn sjálfur; tekur stöðugum breytingum. [...] Við getum ekki tamið fiskinn og þess vegna þurfum við að elta hann þangað sem hann er að finna. Það er alveg óháð því úr hvaða byggð er siglt.“ Þegar Gunnar Már er spurður að því hvort þetta sé ekki þvert á gefin loforð segir hann: „Ég er ekki stjórnmálamaður. Ég lofaði aldrei nokkrum hlut. Það má kannski hafa á því skoðun að orðavalið hafi verið óheppilegt.“

„Sjávarútvegurinn er eins og sjórinn, síbreytilegur“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, árið 1999

Í tilfelli Samherja og Guðbjargarinnar var ferlið hægara. Skipið hélt áfram að gera út frá Ísafirði til ársins 1999 þegar það var selt til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og skipti um nafn yfir í Hannover. Þegar þessi sala var kynnt um sumarið 1999 sagði Þorsteinn Már að yfirlýsingin um Gugguna hefði verið „mistök“, eins og sagði í frétt Moggans. Svo fylgdi kvótið í Þorstein Má sem er nánast birt orðrétt í Verbúðinni „Aðstæður í sjávarútvegi eru það breytilegar að það verður að viðurkennast. Sjávarútvegurinn er eins og sjórinn, síbreytilegur,“ sagði hann.

Þorsteinn Már sagði við Moggann að ekki hafi verið um „bindandi loforð“ að ræða rétt eins Gunnar Már segir í þáttunum að hann hafi ekki „lofað neinu“:  „Ég bara sagði þetta og það hafði ekkert með pólitík eða bæjarstjórn að gera,“ sagði Þorsteinn Már í viðtalinu við Moggann. 

Gagnrýndi SamherjaHalldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, gagnrýndi Samherja þegar Guðbjörgin var seld úr bænum árið 1999.

Reiðin á Ísafirði

Salan á Guðbjörginni vakti mikla reiði á Ísafirði og sagði þáverandi bæjarstjóri, Halldór Halldórsson, meðal annars: „Þeir gáfu þá yfirlýsingu á fundi með fulltrúa bæjarstjórnar á sínum tíma, og það kom í heimafjölmiðlum að engin breyting yrði. Guðbjörgin yrði áfram Guðbjörgin og gerð út frá Ísafirði, eða eins og þeir sögðu: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Það gleymdist að taka það fram að hún myndi heita Hannover, gerð út frá Þýskalandi og yrði lengd um 18 metra.“

Halldór hafði orðið bæjarstjóri skömmu áður og tók hann þá við af Kristjáni Þór Júlíussyni, sem varð bæjarstjóri á Akureyri.  Kristján Þór hafði áður verið stjórnarformaður Samherja. Hann spilaði stórt hlutverk í því sem bæjarstjóri Ísafjarðar að tryggja það að viðskiptin með Hrönn og Guðbjörgina gætu gengið í gegn. Líkt og í þáttunum þá átti Ísafjarðarbær forkaupsrétt að hlutabréfunum í Hrönn, forkaupsrétt sem sveitarfélagið nýtti sér ekki. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tóti Steingríms skrifaði
    Alzheimer?
    1
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Það hefur allf verði heilagt á ílandi að standa ekki við orð sín .
    Og lýgin riður ekki einteiming þegar kemur að því að ljúga að fólki til að erignast ódýrt auðaefi þess.
    Í augum fasista er svat orðið hvítt og fasistin trúir því .
    Sem sagt ekkert mark takandi á fasistum og allra síst á alþigi okkar þar sem virðist svo að þar ráði orðið sanfaering fasistana .
    Og það versta er að stór hluti þjóðarinnar trúir raepuni sem vellur Úr munni fasistANA OG Á STUNDUM RASGATINU .
    ENDA FLÍTUR DRULLAN VÍÐA UM LAND.
    Maður heldur stundum að maður lifi í landi þar sem allir reinast þroskaheftir ,með allri virðingu fyrir þrosdkahöftum, því þeir hafa sama rétt og við sem ekki erum þroskaheft
    0
  • Jóhann Gíslason skrifaði
    Þorsteinn Már kannast ekki við það sem kemur fram í Verbúðin í. Kallast þetta ekki"að vera VERULEIKAFIRRTUR?"
    2
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Hilmar Guðjónsson átti stjörnu leik í hlutverki Gunnars Más,hroki yfirlætið og ísköld manvonskan stirnir af manninum ,manni verður illa við persónuna.
    6
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Skil vel að Þorsteinn Már geti ekki tengt við þetta, enda hét skipið Guðbjörg en ekki Þorbjörg. Líka skemmtileg brella hjá Akureyrarlögga að kalla blaðamenn til yfirheyrslu í beinu framhaldi af Verbúðinni. Varla er það út af hvarfi á farsíma fyrir margt löngu.
    4
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Frábær grein.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár