Íslenska ríkið framkvæmdi ekki sérstakt mat á starfsemi rannsóknarmiðstöðvar Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli út frá þjóðaröryggi áður en samningur um hana var gerður árið 2013. Þetta kemur fram í svari frá utanríkisráðherra, Þórdísi Gylfadóttur, við fyrirspurn þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar, um málið.
Andrés Ingi spurði þrjá ráðherra spurninga um rannsóknarmiðstöðina og er síðasta svarið nú komið fram.
Í svari utanríkisráðherra segir: „Á þessum tíma fór ekki fram sérstakt mat á starfsemi rannsóknamiðstöðvarinnar út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi.“
„Þar að auki eru engar lagaheimildir til staðar í íslenskri löggjöf til að viðhafa sérstakt eftirlit...“
Engar lagaheimildir
Þá kemur einnig fram í svari ráðherrans að íslenska ríkið hafi ekki beint eftirlit með starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar.
Ástæðan fyrir þessu er sú að slíkar lagaheimildir eru ekki til í íslenskum lögum, öfugt …
Athugasemdir