Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.

Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
Staðdeyfing Hryssurnar eru fylfullar við blóðtökuna enda er það meðgönguhormón sem er verið að sækjast eftir til framleiðslu frjósemislyfs í svína-, fjár-, geita- og nautgripaeldi. Merarnar eru settar í sérstakan blóðtökubás, þær bundnar, staðdeyfðar og úr þeim teknir allt að fimm lítrar af blóði vikulega í allt að átta vikur. Mynd: Ísteka

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir að sér hafi þótt óþægilegt að heyra að átta fylfullar hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtökur á vegum fyrirtækisins í fyrra. Til samanburðar hafi um 4-5 hryssur drepist að meðaltali síðustu ár. „Þetta er því frekar mikið,“ segir hann en bendir á að sé dauðsföllunum deilt í heildarfjölda mera sem nýttar eru séu afföllin um 0,17 prósent. „Þannig að þessi afföll eru ekki há í samhengi hlutanna og miðað við margan annan búskap. En verkefni okkar er náttúrlega að lágmarka þetta hlutfall eins og hægt er.“

MAST sendi Samtökum um dýravelferð á Íslandi samantekt um eftirlit sitt með starfseminni nýverið. Þar kom fram að sjö hryssur hefðu drepist í tengslum við blóðtöku en Arnþór leiðrétti það í samtali við Heimildina og sagði þær hafa verið átta.  Í 2-3 tilfellum urðu frávik í blóðtökunni sjálfri sem benda sterkt til orsakasamhengis milli dauða og blóðtöku, segir hann. „Í öðrum tilfellum er tengingin veikari eða ekki til staðar. Drepist hryssa á dögunum eftir blóðtöku er það skráð til bókar hjá okkur.

Hann telur þennan fjölda tilkynninga til MAST ekki skýrast af auknu eftirliti og ítarlegri skráningum. „Ég mundi frekar halda að þetta væri einhvers konar óbein afleiðing af þessum skjálfta sem varð,“ segir hann og vísar þar til mikillar og neikvæðrar umfjöllunar og gagnrýni á starfsemina síðustu misseri, m.a. eftir að heimildarmynd sem unnin var af þýskum dýraverndunarsamtökum, var birt. Stór dýralæknastofa hafi hætt að vinna fyrir fyrirtækið í kjölfar umræðunnar og ráða þurfti nýja dýralækna. „Við leituðum hófanna fyrst hér á landi,“ segir hann. „Það fannst einn nýr íslenskur dýralæknir sem var klár í þetta“ auk þess sem aðrir og reynslumeiri gátu bætt við sig. Engu að síður þurfti að leita út fyrir landsteinana til að manna stöður dýralækna sem vinna við blóðtökur fyrir Ísteka. „Þannig að mér finnst líklegast að rekja megi þessa aukningu [á dauðsföllum] til þess,“ segir Arnþór.

Dýralæknar frá Póllandi

Þrír nýir dýralæknar voru ráðnir frá Póllandi. Og líkt og MAST bendir á höfðu þeir ekki reynslu í blóðtökum úr fylfullum hryssum. „Það er ekki víða í heiminum tekið blóð í þessum tilgangi og á mjög fáum stöðum í Evrópu – og ekki í Póllandi að mér vitandi. Þannig að dýralæknar frá Póllandi hafa eðlilega ekki reynslu í þessu þegar þeir koma hingað.“

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.

Arnþór segir að pólsku læknarnir, sem og nýi íslenski læknirinn, hafi þó fengið þjálfun við að taka blóð úr merunum.

En samt er þetta niðurstaðan, átta hryssur drápust?

„Niðurstaðan er samt sú að þetta er heldur hærra hlutfall en áður,“ svarar Arnþór. „En á öllum tímum má búast við einhverjum afföllum. Og ef ég á að finna einhverja ástæðu fyrir því að hlutfallið er heldur hærra er það helst reynsluleysi.“

Þrjú dauðsföll urðu á einum og sama bænum. Bóndinn tilkynnti svo það fjórða töluvert síðar en tengsl þess við blóðtöku hefur ekki verið samþykkt af Ísteka. Yrði það gert væri heildarfjöldi dauðsfallanna kominn í níu hryssur. Sömu dýralæknar voru þar við störf en Arnþór vill taka fram að þeir fóru á sex aðra bæi og þar urðu engin dauðsföll. Hin dauðsföllin fimm urðu á öðrum bæjum og hjá öðrum dýralæknum.

Alvanalegt að hross drepist

Hann segir ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað olli dauða hverrar hryssu. „Það er alveg alvanalegt í öllum hrossarekstri að hross drepast. En þetta er hins vegar greinilega hærri tala en síðustu ár.“

Í einhverjum tilfellum sé sterkur grunur um hvað varð þess valdandi að hryssurnar drápust. „Líklegasta skýringin er að nál hafi aflagast og farið í nærliggjandi vefi.“

Og hvað gerist þá?

„Þá getur skepnunni blætt út eða hún kafnað.“

Ein merin drapst fljótlega eftir að henni var sleppt út eftir blóðtökuna og á meðan dýralæknir sá ennþá til hennar.

Til að bregðast við hefur Ísteka nú tekið upp formlegt þjálfunarferli fyrir nýja dýralækna. „Ég vona að þetta leiði til þess að engin augljós slys verði. En ég get ekki frekar en nokkur annar lofað því að aldrei komi neitt upp aftur.“

Mótstaða við myndavélaeftirlit

Arnþór segir að myndavélaeftirlit við blóðtöku, sem fagráð um velferð dýra hafi lagt til í fyrra, hafi hljómað vel í sínum eyrum og Ísteka gefið það út fljótlega eftir að „þessi stormur kviknaði“ að því yrði komið á. En af því hefur þó ekki orðið nema á nokkrum bæjum, m.a. þeim sem eru í eigu Ísteka. „Þegar á reyndi var mótstaða og spurningar um persónuvernd bæði bænda og dýralækna meiri en svo að við gætum komið þessu á alls staðar.“

Hann segist fagna auknu eftirliti en að starfsfólki Ísteka finnist stundum „svolítið óréttlátt“ hvernig um starfsemina sé rætt og fjallað. „En ég hef á því nokkurn skilning,“ heldur hann áfram. Starfsemi Ísteka sé ný af nálinni á meðan hefðbundnari greinar í búfjárhaldi hafi verið stundaðar í aldir og hluti af menningu samfélagsins. Við slíkt séu settar færri spurningar. „Og fleira kemur til sem skýrir gagnrýnina. Við erum að tala um hross sem eru gæludýr – og ekki bara það heldur eru merarnar fylfullar. Svo fer blóð aldrei vel í fólk. En ég tel að hin endanlega notkun framleiðsluvörunnar séu góð fyrir menn og dýr.“ 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár