Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.

Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
Staðdeyfing Hryssurnar eru fylfullar við blóðtökuna enda er það meðgönguhormón sem er verið að sækjast eftir til framleiðslu frjósemislyfs í svína-, fjár-, geita- og nautgripaeldi. Merarnar eru settar í sérstakan blóðtökubás, þær bundnar, staðdeyfðar og úr þeim teknir allt að fimm lítrar af blóði vikulega í allt að átta vikur. Mynd: Ísteka

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir að sér hafi þótt óþægilegt að heyra að átta fylfullar hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtökur á vegum fyrirtækisins í fyrra. Til samanburðar hafi um 4-5 hryssur drepist að meðaltali síðustu ár. „Þetta er því frekar mikið,“ segir hann en bendir á að sé dauðsföllunum deilt í heildarfjölda mera sem nýttar eru séu afföllin um 0,17 prósent. „Þannig að þessi afföll eru ekki há í samhengi hlutanna og miðað við margan annan búskap. En verkefni okkar er náttúrlega að lágmarka þetta hlutfall eins og hægt er.“

MAST sendi Samtökum um dýravelferð á Íslandi samantekt um eftirlit sitt með starfseminni nýverið. Þar kom fram að sjö hryssur hefðu drepist í tengslum við blóðtöku en Arnþór leiðrétti það í samtali við Heimildina og sagði þær hafa verið átta.  Í 2-3 tilfellum urðu frávik í blóðtökunni sjálfri sem benda sterkt til orsakasamhengis milli dauða og blóðtöku, segir hann. „Í öðrum tilfellum er tengingin veikari eða ekki til staðar. Drepist hryssa á dögunum eftir blóðtöku er það skráð til bókar hjá okkur.

Hann telur þennan fjölda tilkynninga til MAST ekki skýrast af auknu eftirliti og ítarlegri skráningum. „Ég mundi frekar halda að þetta væri einhvers konar óbein afleiðing af þessum skjálfta sem varð,“ segir hann og vísar þar til mikillar og neikvæðrar umfjöllunar og gagnrýni á starfsemina síðustu misseri, m.a. eftir að heimildarmynd sem unnin var af þýskum dýraverndunarsamtökum, var birt. Stór dýralæknastofa hafi hætt að vinna fyrir fyrirtækið í kjölfar umræðunnar og ráða þurfti nýja dýralækna. „Við leituðum hófanna fyrst hér á landi,“ segir hann. „Það fannst einn nýr íslenskur dýralæknir sem var klár í þetta“ auk þess sem aðrir og reynslumeiri gátu bætt við sig. Engu að síður þurfti að leita út fyrir landsteinana til að manna stöður dýralækna sem vinna við blóðtökur fyrir Ísteka. „Þannig að mér finnst líklegast að rekja megi þessa aukningu [á dauðsföllum] til þess,“ segir Arnþór.

Dýralæknar frá Póllandi

Þrír nýir dýralæknar voru ráðnir frá Póllandi. Og líkt og MAST bendir á höfðu þeir ekki reynslu í blóðtökum úr fylfullum hryssum. „Það er ekki víða í heiminum tekið blóð í þessum tilgangi og á mjög fáum stöðum í Evrópu – og ekki í Póllandi að mér vitandi. Þannig að dýralæknar frá Póllandi hafa eðlilega ekki reynslu í þessu þegar þeir koma hingað.“

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.

Arnþór segir að pólsku læknarnir, sem og nýi íslenski læknirinn, hafi þó fengið þjálfun við að taka blóð úr merunum.

En samt er þetta niðurstaðan, átta hryssur drápust?

„Niðurstaðan er samt sú að þetta er heldur hærra hlutfall en áður,“ svarar Arnþór. „En á öllum tímum má búast við einhverjum afföllum. Og ef ég á að finna einhverja ástæðu fyrir því að hlutfallið er heldur hærra er það helst reynsluleysi.“

Þrjú dauðsföll urðu á einum og sama bænum. Bóndinn tilkynnti svo það fjórða töluvert síðar en tengsl þess við blóðtöku hefur ekki verið samþykkt af Ísteka. Yrði það gert væri heildarfjöldi dauðsfallanna kominn í níu hryssur. Sömu dýralæknar voru þar við störf en Arnþór vill taka fram að þeir fóru á sex aðra bæi og þar urðu engin dauðsföll. Hin dauðsföllin fimm urðu á öðrum bæjum og hjá öðrum dýralæknum.

Alvanalegt að hross drepist

Hann segir ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað olli dauða hverrar hryssu. „Það er alveg alvanalegt í öllum hrossarekstri að hross drepast. En þetta er hins vegar greinilega hærri tala en síðustu ár.“

Í einhverjum tilfellum sé sterkur grunur um hvað varð þess valdandi að hryssurnar drápust. „Líklegasta skýringin er að nál hafi aflagast og farið í nærliggjandi vefi.“

Og hvað gerist þá?

„Þá getur skepnunni blætt út eða hún kafnað.“

Ein merin drapst fljótlega eftir að henni var sleppt út eftir blóðtökuna og á meðan dýralæknir sá ennþá til hennar.

Til að bregðast við hefur Ísteka nú tekið upp formlegt þjálfunarferli fyrir nýja dýralækna. „Ég vona að þetta leiði til þess að engin augljós slys verði. En ég get ekki frekar en nokkur annar lofað því að aldrei komi neitt upp aftur.“

Mótstaða við myndavélaeftirlit

Arnþór segir að myndavélaeftirlit við blóðtöku, sem fagráð um velferð dýra hafi lagt til í fyrra, hafi hljómað vel í sínum eyrum og Ísteka gefið það út fljótlega eftir að „þessi stormur kviknaði“ að því yrði komið á. En af því hefur þó ekki orðið nema á nokkrum bæjum, m.a. þeim sem eru í eigu Ísteka. „Þegar á reyndi var mótstaða og spurningar um persónuvernd bæði bænda og dýralækna meiri en svo að við gætum komið þessu á alls staðar.“

Hann segist fagna auknu eftirliti en að starfsfólki Ísteka finnist stundum „svolítið óréttlátt“ hvernig um starfsemina sé rætt og fjallað. „En ég hef á því nokkurn skilning,“ heldur hann áfram. Starfsemi Ísteka sé ný af nálinni á meðan hefðbundnari greinar í búfjárhaldi hafi verið stundaðar í aldir og hluti af menningu samfélagsins. Við slíkt séu settar færri spurningar. „Og fleira kemur til sem skýrir gagnrýnina. Við erum að tala um hross sem eru gæludýr – og ekki bara það heldur eru merarnar fylfullar. Svo fer blóð aldrei vel í fólk. En ég tel að hin endanlega notkun framleiðsluvörunnar séu góð fyrir menn og dýr.“ 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.
Átta fylfullar hryssur drápust í tengslum við blóðtöku
FréttirBlóðmerahald

Átta fylfull­ar hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku

Sér­greina­dýra­lækn­ir hrossa hjá MAST seg­ir það „enga kat­ast­rófu“ þótt átta fylfull­ar hryss­ur hafi dá­ið eft­ir blóð­töku á veg­um Ísteka síð­asta sum­ar. Stað­fest þyk­ir að að minnsta kosti ein hryssa dó vegna stung­unn­ar og blæddi út og telja bæði MAST og Ísteka reynslu­leysi dýra­lækn­is­ins mögu­lega um að kenna. Hinar fund­ust dauð­ar 2–3 dög­um eft­ir blóð­tök­una.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár