Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent – Kostar borgina um 15 milljónir í ár

Borg­ar­full­trú­ar áttu að fá 7,88 pró­sent launa­hækk­un um síð­ustu mán­aða­mót. Í dag var sam­þykkt til­laga um að launa­hækk­un­in verði hóf­legri. Borg­ar­stjóri mun að óbreyttu verða með um 2,6 millj­ón­ir króna í heild­ar­laun á mán­uði.

Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent – Kostar borgina um 15 milljónir í ár
Borgarstjórn Næst verður kosið til borgarstjórnar árið 2026. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Laun borgarfulltrúa í Reykjavík munu hækka um 2,5 prósent frá og með síðustu mánaðamótum og verða 988 þúsund krónur á mánuði. Þetta er minni hækkun en hefði orðið ef miðað hefði verið við þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023, líkt og gildandi fyrirkomulag um launahækkanir þeirra segir til um. Ef stuðst hefði verið við það fyrirkomulag hefðu grunnlaunin hækkað um 7,88 prósent og orðið ein milljón og fjörutíu þúsund krónur á mánuði. 

Borgarfulltrúar, sem eru alls 23 talsins, fá umtalsverðar greiðslur umfram grunnlaun. Þeir fá til að mynda greiddan starfskostnað upp á 71.334 krónur á mánuði. Auk þess fá þeir sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki 25 prósent álag ofan á launin. Sama gildir um þá borgarfulltrúa sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum og þá sem sitja í borgarráði. Þá fær formaður borgarráðs 40 prósent álag ofan á grunnlaun og forseti borgarstjórnar fær 25 prósent álag ofan á þau.

Laun borgarfulltrúa sem fær 25 prósent álag á laun sín munu því verða rúmlega 1,3 milljónir króna. Þeir borgarfulltrúar sem eru með tvöfalt 25 prósent álag, til dæmis vegna setu í borgarráði og öðrum þremur ráðum, munu nú fá 1.553 þúsund krónur á mánuði. 

Að jafnaði hækka laun kjörinna aðalfulltrúa í borgarstjórn á bilinu 24.091 krónur til 42.160 krónur þegar álagsgreiðslur hafa verið teknar með.

Tillaga um þetta var samþykkt í borgarráði í dag. Í greinargerð sem fylgdi með tillögunni kom fram að hún hefði verið lögð fram vegna efnahagsaðstæðna. Vegna þessa hækkar launakostnaður borgarfulltrúa um sjö milljónir króna á árinu 2023 í stað 22,1 milljón króna ef tekið væri mið af þróun launavísitölu samkvæmt samþykkt um kjör starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa í Reykjavík.

Borgarstjóri óskar líka eftir hóflegri hækkun

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna þessa kemur einnig fram að borgarstjóri muni einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum. Dagur B. Eggertsson gegnir því embætti sem stendur en Einar Þorsteinsson mun taka við keflinu um komandi áramót og sitja að óbreyttu í borgarstjórastólnum út kjörtímabilið. Laun borgarstjóra samkvæmt ráðningarbréfi eru rúmlega 2,3 milljónir króna. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliði á höfuðborgarsvæðinu upp á tæplega 230 þúsund krónur. 

Allt í allt er hann því með rúmlega 2,5 milljónir króna á mánuði. Ef grunnlaun borgarstjóra hefðu hækkað um 7,88 prósent, líkt og til stóð, myndu þau verða tæplega 2,5 milljónir króna og og heildarlaunin því yfir 2,7 milljónir króna. Verði ósk Dags um að grunnlaunin hækki um 2,5 prósent í staðinn verða þau tæplega 2,4 milljónir króna á mánuði og heildarlaunin um 2,6 milljónir króna á mánuði. 

Þjóðkjörnir gerðu slíkt hið sama

Með ákvörðun sinni eru borgarfulltrúar að taka sömu ákvörðun og tekin var með laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna, sem áttu rétt á um sex prósent launahækkun frá 1. júlí síðastliðnum. Eftir að mikil gagnrýni var sett fram á þá hækkun, sem hefði til að mynda skilað þingmönnum hækkunum umfram það þak sem samið var um í skammtímakjarasamningum Samtaka atvinnulífsins við þorra hins almenna markaðar í kringum síðustu áramót, en það þak var 66 þúsund krónur. Alls hefðu þingmenn fengið 85 þúsund krónur í launahækkun á mánuði ef sérstök lög hefðu ekki verið sett til að halda hækkuninni til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, sem er 2,5 prósent. Hefði ítrasta hækkun gengið eftir væru þingmenn nú með um 1.431 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun, en þau hafa tvöfaldast á sjö árum. Til við­­bótar við ofan­­greint geta þing­­menn fengið ýmis­­­konar við­­bót­­ar­greiðslur, sem geta hlaupið á hundruð þúsunda króna á mánuði, vegna kostn­aðar sem fellur til vegna starfs­ins, eða auka­­starfa á borð við nefnd­­ar­­for­­mennsku. 

Grunn­­laun ráð­herra og forseta Alþingis voru á leiðinni í 2.372 þúsund krónur og laun forsætisráðherra í 2.626 þúsund krónur á mánuði. 

Þess í stað hækkuðu þingmenn í launum um 33.640 krónur þann 1. júlí síðastliðinn og fengu rúmlega 1.379 þúsund krónur fyrir skatt í grunnlaun. Laun venjulegra ráðherra og forseta Alþingis hækkuðu um tæplega 56 þúsund krónur á mánuði og standa nú í 2.287 þúsund krónum á mánuði. 

Á meðal þeirra sem sitja á þingi hækkuðu laun forsætisráðherra mest, eða um tæplega 62 þúsund krónur á ári. Hún er nú með 2.532 þúsund krónur í laun á mánuði.

Í lögunum sem samþykkt voru kemur þó skýrt fram að þessi breyting er einungis til eins árs. Þann 1. júlí 2024 verður aftur horft til þess hvernig meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár breyttist og breyting á launum viðkomandi taka mið af því.

Regluleg laun launafólks í fullu starfi á Íslandi voru 745 þúsund krónur að meðaltali í fyrra, og miðgildi þeirra 669 þúsund krónur. Um 63 prósent alls launafólks er með laun undir meðaltalinu sem skýrist, samkvæmt Hagstofu Íslands, meðal annars af því að hæstu laun hækka meðaltalið þar sem kjarasamningar tryggja ákveðin lágmarkskjör en kveða ekki á um hámarkskjör.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Regluleg laun launafólks í fullu starfi á Íslandi voru 745 þúsund krónur að meðaltali í fyrra, og miðgildi þeirra 669 þúsund krónur."
    Meðaltöl segja yfirleitt lítið. Ef hæsta eina prósentið yrði tekið út þá færi meðaltalið líklega undir 500þ.
    Það er fráleitt að laun borgarfulltrúa séu hærri en kennara fyrir starf sem ekki krefst sérstakrar menntunar né reynslu.
    Til fróðleiks má geta þess að í London eru 16 borgarfulltrúar!
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Voru ekki ráðandi í borgarstjórn að ákveða að ekki skuli hækka til björtustu vonarinnar, barnanna í unglingavinnunni?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár