Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svört skýrsla en áhrifin af stærstu slysasleppingu sögunnar hafa ekki komið fram

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur gef­ið út skýrslu um erfða­blönd­un eld­islaxa og villtra ís­lenskra laxa. Þó að erfðla­blönd­un­in sem bent er á í skýrsl­unni sé tals­verð þá tek­ur hún ekki til stærstu slysaslepp­ing­ar Ís­lands­sög­unn­ar upp á 82 þús­und laxa. Guðni Guð­bergs­son hjá Hafró seg­ir að áhrif þeirr­ar slysaslepp­ing­ar komi ekki fram fyrr en á næstu ár­um.

Svört skýrsla en áhrifin af stærstu slysasleppingu sögunnar hafa ekki komið fram
Áhrifin af slysasleppingu Arnarlax óljós Áhrifin af slysasleppingu Arnarlax árið 2021 fyrir villta íslenska laxastofninn eru óljós og þess vegna koma þau ekki fram í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. Gustav Witzoe eldri og sonur hans og nafni eru stærstu hluthafar Salmar AS, meirihlutaeiganda Arnarlax.

Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út svarta skýrslu um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa hér á landi. Skýrslan sýnir fram á að erfðablöndun hafi átt sér stað í 2,1 prósent tilfella, þar sem 133 af þeim laxaseiðum sem sýni voru tekin úr reyndust vera afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, eða svokallaðir blendingar. Sýnin voru tekin úr löxum úr 89 ám víðs vegar um landið og var lögð áhersla á ár sem eru nálægt sjókvíum þar sem eldislax er ræktaður. 

Skýrslan hefur vakið nokkur viðbrögð, ekki síst hjá hagsmunaðilum í laxveiði annars vegar og hjá laxeldismönnum hins vegar. Þannig skrifaði Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna grein á Vísi um skýrsluna þar sem hann sagði að það væri einungis „tíma­spurs­mál hve­nær sjó­kvía­eldi út­rýmir villta laxinum“. 

Þrátt fyrir að þessi erfðablöndun sé talsverð þá eru umhverfisáhrifin af stærstu slysasleppingu Íslandssögunnar ekki hluti af niðurstöðum þessarar skýrslu. Ástæðan er sú að umrædd slysaslepping átti sér stað fyrir svo stuttu að áhrif hennar á villta laxastofninn eru ekki komin fram. 

„Þetta stóra strok úr kvínni hjá Arnarlaxi er ekki orðið mælanlegt.“
Guðni Guðbergsson,
sviðsstjóri hjá Hafró

Þetta er slysasleppingin sem varð hjá Arnarlaxi, stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, í Arnarfirði árið 2021 þar sem allt að 82 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví fyrirtækisins. Gat kom þá á sjókví Arnarlax. Umræddir laxar voru frekar smáir en meðalstærðin var 0,8 kg eða tæpt 1,8 pund. 

Matvælastofnun sektaði Arnarlax um 120 milljónir króna í fyrra fyrir ranga upplýsingagjöf um þessa slysasleppingu í fyrra. Stofnunin sagði frá því í tilkynningu um sektina að brot Arnarlax væri „alvarlegt“ og „aðgæsluleysið vítavert“.

Tveir af eldislöxunumHér sjást tveir af eldislöxunum sem veiddust í Mjólká í fyrra. Fjallað er um veiðarnar á eldislöxunum í Mjólká í nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um erfðalblöndun eldislaxa og villtra.

Trójuhestur fyrir íslenska laxastofninn

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatns- og eldissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að áhrifin af þessari slysasleppingu eigi enn eftir að koma fram. „Það er bara tími frá því að eldislaxar sleppa úr kví og þar til þeir eru orðnir kynþroska og komnir upp í ár. Það getur tekið eitt til kannski þrjú ár eftir því á hvaða aldri þeir eru að sleppa. Síðan þurfa þeir að hrygna, hrognin eru ofan í mölinni í einn vetur og svo þurfa þau að klekjast út og síðan þarf að finna laxaseiðin í ánni og greina. Þannig að alveg sama hvað við erum að gera þá erum við alltaf langt, langt á eftir.“ 

Aðspurður hvort að þetta þýði ekki að ómögulegt sé á þessari stundu að meta umhverfisáhrifin af þessari slysasleppingu segir Guðni. „Þetta stóra strok úr kvínni hjá Arnarlaxi er ekki orðið mælanlegt. Það er ekki komið fram með öðrum hætti en þeir fiskar úr strokinu sem veiðst hafa og sem betur fer eru þeir frekar fáir. Það er annað sem þarf að hafa í huga er að við vitum ekki enn hvernig náttúran mun hreinsa þetta, það er að segja hvernig eldisfiskunum mun vegna í ánum. Þetta er bara eitthvað sem á eftir að koma fram. Menn eru alltaf á eftir að meta áhrifin,“ segir Guðni. 

Kemur í ljósGuðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að áhrifin af slysasleppingunni hjá Arnarlaxi á erfðablöndun eldislaxa og villtra eigi eftir að koma í ljós.

Slysasleppingin hjá Arnarlaxi, sem bæði er sú stærsta í Íslandssögunni og eins sú eina sem Matvælastofnun hefur sektað laxeldisfyrirtæki fyrir, er því eins konar Trójuhestur fyrir íslenska náttúru og laxastofninn hér á landi. Hvaða áhrif hefur það fyrir villta íslenska laxastofninn, sem telur um 50 þúsund laxa, þegar rúmlega helmingi fleiri eldislaxar sleppa út í náttúru Íslands? „Þetta á allt eftir að koma í ljós. Svo verður maður að hafa það í huga að það er ekki verið að veiða í öllum ám og það eru ekki upplýsingar um alla fiska og jafnvel þó það sé verið að veiða þá sjá menn ekkert alla fiska. Þess vegna er svo mikilvægt að fara í árnar og taka sýni til að geta sagt: Hverjir eru pabbar og mömmur seiðanna í ánum?,“ segir Guðni. 

26 laxar í Mjólká en óljós áhrifÍ töflunni um fjölda eldislaxa sem veiðst hafa í ánum sem skoðaðar voru er fjallað um eldislaxana í Mjólká í Arnarfirði. Áhrifin af versu þessara eldislaxa í ánni liggja ekki fyrir og hvað þá áhrifin af þeim 82 þúsund eldislöxum sem sluppu ásamt þeim hjá Arnarlaxi árið 2021.

Mjólká ofarlega á lista

Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar er fjallað um það af hverju erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa er slæm. Þar segir meðal annars að slík erfðablöndun eigi sér alltaf stað í löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi er stundað. „Erfðablöndun eldislax og villts lax hefur verið álitin ógn við villta laxastofna og telst hún í dag meðal alvarlegri ógna sem steðja að villtum stofnum. Hún getur breytt erfðasamsetningu stofna, breytt lífsögu, valdið hnignun stofna og þannig skaðað líffræðilegan fjölbreytileika. Erfðablöndun hefur greinst í þeim löndum þar sem sjókvíaeldi á laxi er stundað á útbreiðslusvæði Atlantshafslax, þ.e. þar sem það hefur verið kannað.

Eldislaxar úr slysaleppingu Arnarlax veiddust í Mjólká í Arnarfirði í fyrra, líkt og greint var frá í fjölmiðlum. Mjólká er árnefna eða affall úr Mjólkárvirkjun. Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um erfðablöndunina er fjallað sérstaklega um þessa fiska og eru þeir sagðir hafa verið 24 en 2 eldislaxar veiddust í ánni árið 2018.

Mikil blendingsáhrif af 200 fiska slysasleppingu

Einungis einu sinni áður hafa veiðst fleiri eldislaxar eftir slysasleppingu. Þetta var árið 2014 þegar 64 eldislaxar veiddust í ám á suðvestanverðum Vestfjörðum eftir slysasleppingu á meintum 200 eldislöxum hjá laxeldisfyrirtækinu Fjarðalaxi í Patreksfirði árið 2013. Um var að ræða árnar Botnsá, Ósár og Kleifará.  Ef eldislaxar sem sleppa úr sjókvíum veiðast snemma er þeim mun líklegra að komið verði í veg fyrir að þesir laxar taki þátt í hrygningu sem getur leitt til erfðablöndunar við villta laxastofna. 

Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar er samt nefnt að 34 dæmi um blendinga, bræðing úr villtum laxi og eldislaxi, hafi fundist í Botnsá í Tálknafirði í rannsókn stofnunarinnar. Þetta gerðist þrátt fyrir að þessir 64 eldislaxar sem veiddust í umræddum ám á svæðinu hafi líklega verið úr þessari slysasleppingu. En mögulegt er að laxarnir hafi tekið þátt í hrygningu áður en þeir veiddust. Líklegt er því að slysasleppingin hjá Fjarðalaxi árið 2013 hafi átt þátt í þessari erfðablöndun á laxi í Botnsá sem átti sér stað áður en stóra slysasleppingin hjá Arnarlaxi árið 2021 hefur orðið mælanleg.

Slysasleppingin hjá Fjarðalaxi upp á 200 eldislaxa var hins vegar einungis 0,2 prósent af slysasleppingunni hjá Arnarlaxi upp á 82 þúsund fiska. Þrátt fyrir þennan mikla þá voru afleiðingarnar slysasleppingarinnar 2013 þetta miklar á laxana sem sýni var tekið úr í Botnsá. 

Guðni Guðbergsson vill ekki spá fyrir um áhrifin af slysasleppingu Arnarlax en bendir á að á svæðinu á suðvestanverðum Vestfjörðum séu ekki margar laxár og því sé minni hætta á erfðablöndun þegar eldislaxarnir úr slysasleppingunni snúa aftur og fara upp í ár á því svæði. „Ég er ekki svo spámannlega vaxinn að ég geti giskað á það. Menn geta leikið sér með tölur ef þeir vilja. En eins og þessi skýrsla sýnir þá eru flestir þeirra laxa sem sleppa að koma til baka á það svæði þaðan sem þeir sluppu. Það eru ekki margar laxár með nytjastofnum á þessu svæði þar sem laxarnir hjá Arnarlaxi sluppu.“ 

Sökum þessa má ætla að líkur á erfðablöndun vegna þessara eldislaxa sem sluppu hjá Arnarlaxi séu minni en ef sleppingin hefði átt sér stað á svæði þar sem margar laxár með nytjastofnum er að finna. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Slysasleppingin hjá Arnarlaxi, sem bæði er sú stærsta í Íslandssögunni og eins sú eina sem Matvælastofnun hefur sektað laxeldisfyrirtæki fyrir"
    - Það er bara tímaspursmál hvenær verður önnur stærri.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
3
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár