Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, segir að ekki sé brýn nauðsyn á að kalla nefndina saman í miðju sumarleyfi vegna sölu Íslandsbanka á 22,5 prósenta hlut ríkisins í honum.
Skýrsla fjármálaeftirlitsins um söluna var gefin út í júní. Í henni var snert á fjölmörgum lögbrotum bankans við söluferlið.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem situr í nefndinni, skrifaði í færslu á Facebook fyrr í dag að Bjarkey stæði í vegi fyrir því að nefndin kallaði tafarlaust fram gögn um samskipti fjármálaráðherra við Bankasýsluna og söluþóknanir söluráðgjafa vegna sölunnar.
Bjarkey segir að kallað verði eftir upplýsingunum í ágúst, þegar sumarleyfi nefndarinnar lýkur. Hún segir að einungis eigi að boða til fundar í sumarleyfi ef brýna nauðsyn ber til og hún telur ekki að nú sé brýn nauðsyn á fundi.
„Það er ekki brýn nauðsyn sem býr að baki þessum óskum,“ segir Bjarkey sem telur að upplýsingarnar …
Þegar kjósendur eru búnir að éta pakka af strokleðri í viðbót?