Að finna einhverja starfsemi í atvinnuhúsnæði Hólmadrangs er eitt helsta verkefnið sem blasir við nú þegar búið er að stöðva starfsemi fyrirtækisins, en húsin eru stór og miðsvæðis í elsta hluta bæjarins.
Hluti húsnæðisins hefur þó þegar fengið nýtt hlutverk, en brugghúsið Galdur hefur á undanförnu ári komið upp verksmiðju í hluta af einu húsinu og er blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar litu við var verið að leggja lokahönd á gestastofu, lítinn bar inn af brugghúsinu þar sem hægt verður að tylla sér og smakka á framleiðslunni.
Strandamennirnir Finnur Ólafsson og Aleksandar Kuzmanic áttu hugmyndina að brugghúsinu. Anna Björg Þórarinsdóttir, eiginkona Finns, var á staðnum er Heimildin leit við, ásamt bruggmeistaranum Philipp Ewer.
Margir litlir hluthafar
Anna Björg sagði frá því að bruggverksmiðjan væri hálfgert samfélagsverkefni, en ákveðið var að kaupa bruggverksmiðju í heilu lagi af brugghúsinu Steðja í Borgarfirði, sem hætti framleiðslu. Framleiðslugetan hjá …
Athugasemdir