Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Lífið heldur áfram þótt rækjuvinnslan loki

Bjart­sýni, frem­ur en böl­móð, mátti heyra á íbú­um Hólma­vík­ur þeg­ar Heim­ild­in hélt þang­að fyr­ir skemmstu til að ræða við fólk um lok­un rækju­vinnslu Hólma­drangs, sem hafði ver­ið fast­ur punkt­ur í at­vinnu­líf­inu á Strönd­um ára­tug­um sam­an.

Þegar Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri og oddviti Strandabyggðar, ræddi um erfiða rekstrarstöðu rækjuvinnslunnar Hólmadrangs við fréttastofu Stöðvar 2 árið 2019 sagðist hann ekki hafa þorað að hugsa þá hugsun til enda hver áhrif þess yrðu á samfélagið á Hólmavík ef rækjuvinnslan lognaðist út af. 

Þá bjargaðist allt á síðustu stundu er Snæfell, dótturfélag Samherja, tók yfir reksturinn, sem áður hafði verið í höndum Kaupfélags Strandamanna og FISK Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. Þorgeir sveitarstjóri þurfti því ekki að klára hugsunina. Fyrr en nú.  

Um miðjan júní var tilkynnt að rækjuvinnslu Hólmadrangs yrði hætt. Starfsfólk fékk uppsagnarbréf um mánaðamótin. Rækjan hefur kvatt Hólmavík, að því er virðist fyrir fullt og allt.

Það munar um minna í litlu samfélagi, en rækjuvinnslan hefur verið með stærstu atvinnurekendum í Strandabyggð áratugum saman. Um tuttugu manns hafa nú misst vinnuna hjá fyrirtækinu, nær allt fólk með langan starfsaldur. Það þýðir að hátt í fimm prósent íbúa sveitarfélagsins, …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Enn og aftur fiskeldi í sjó! Hvers vegna? Er lausnin að eyðileggja fiskistofna?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lokun Hólmadrangs

„Rækjan er bara fullreynd“
VettvangurLokun Hólmadrangs

„Rækj­an er bara full­reynd“

Það var ekki leng­ur rétt­læt­an­legt að kaupa rækju úr Bar­ents­hafi eða frá Kan­ada til þess að vinna hana á Hólma­vík, þar sem óseld rækja hef­ur nán­ast ver­ið að flæða út úr frystigeymsl­um Hólma­drangs. Stjórn­ar­formað­ur og rekstr­ar­stjóri vinnsl­unn­ar ræddu rækju­mark­að­inn, með­al ann­ars vax­andi sam­keppni við ris­arækju sem al­in er „í drullupoll­um í As­íu“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár