Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Rækjan er bara fullreynd“

Það var ekki leng­ur rétt­læt­an­legt að kaupa rækju úr Bar­ents­hafi eða frá Kan­ada til þess að vinna hana á Hólma­vík, þar sem óseld rækja hef­ur nán­ast ver­ið að flæða út úr frystigeymsl­um Hólma­drangs. Stjórn­ar­formað­ur og rekstr­ar­stjóri vinnsl­unn­ar ræddu rækju­mark­að­inn, með­al ann­ars vax­andi sam­keppni við ris­arækju sem al­in er „í drullupoll­um í As­íu“.

Á skrifstofu rækjuvinnslunnar Hólmadrangs hitti Heimildin stjórnarformann og rekstrarstjóra fyrirtækisins, sem lýstu lífróðri undanfarinna ára. Markaðir, sem voru erfiðir fyrir, hafa algjörlega hrunið á allra síðustu árum og þar spila margir þættir inn í. Rækjan einfaldlega selst ekki og nú eru allar frystigeymslur á Hólmavík fullar, auk þess sem rækja þaðan hefur verið flutt til geymslu á Akureyri.

Viktoría Rán Ólafsdóttir, stjórnarformaður fyrirtækisins, kom fyrst að rekstri rækjuvinnslunnar árið 2016, er hún tók við sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, sem átti helmingshlut í Hólmadrangi á móti FISK Seafood, dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga. Allar götur síðan hefur reksturinn verið þungur.

„Ég kem hérna 1. maí 2018 og fljótlega upp úr því er ástandið orðið mjög slæmt. Árin 2016 og 2017 eru öll merki á markaði mjög neikvæð og við náðum okkur í rauninni aldrei upp úr þeim dal sem kemur þar,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri vinnslunnar. Félagið fór í greiðslustöðvun um …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lokun Hólmadrangs

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár