Viðmælendur Heimildarinnar á Hólmavík sögðu allir að áhrifin af lokun rækjuvinnslunnar á atvinnulífið í bænum væru víðtækari en einungis þau að tuttugu manns væru nú búin að missa vinnuna.
Fyrirsjáanleg afleidd áhrif á annan atvinnurekstur væru einnig nokkur, bæði á iðnaðarmenn sem hefðu á stundum verið kallaðir til vinnu í rækjuvinnslunni, en kannski einna helst á veitingastaðinn Café Riis, sem stendur í einu elsta húsi Hólmavíkur, beint á móti rækjuvinnslunni.
Café Riis hefur séð um að elda mötuneytismat alla virka daga fyrir starfsfólk Hólmadrangs, þegar vinnsla hefur verið í gangi í verksmiðjunni. Það hefur töluverð áhrif á reksturinn að missa þau viðskipti, segir Guðrún Ásla Atladóttir, sem á og rekur Café Riis, í samtali við Heimildina.
Hún segir lokun rækjuvinnslunnar þó ekki breyta hennar áformum um að hafa opið frá hádegi og fram á kvöld í allan vetur, þrátt fyrir að það …
Athugasemdir