Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Zuckerberg vill kæfa Twitter með vinsemdina að vopni

Sam­fé­lags­mið­ill­inn Threads hef­ur á ör­skots­stund náð sér í tugi millj­óna not­enda en mið­ill­inn er sam­tvinn­að­ur In­sta­gram. Óánægja í garð Elon Musk hef­ur gert það að verk­um að Twitter- not­end­ur leita á önn­ur mið til að skipt­ast á skoð­un­um. Óvíst er hvort Threads muni standa evr­ópsk­um not­end­um til boða vegna per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar en miðl­in­um er lýst sem „mar­tröð“ í þeim efn­um.

Zuckerberg vill kæfa Twitter með vinsemdina að vopni
Nýr samfélagsmiðill Mark Zuckerberg og Meta vilja hnýta snöru um Twitter með nýstofnaða samfélagsmiðlinum Threads. Mynd: AFP

Í síðustu viku bætti tæknirisinn Meta enn einum samfélagsmiðlinum við vörulínu sína, Threads, miðill sem er sambærilegur við Twitter og gefur notendum sínum færi á að senda frá sér færslur sem geta ekki verið lengri 500 stafabil. Nýi samfélagsmiðillinn er samtvinnaður við annað gífurlega vinsælt forrit í eigu Meta, Instagram, en krúnudjásnið í vöruframboði Meta er vitaskuld Facebook. 

Íslendingum, og raunar Evrópubúum öllum, stendur ekki til boða að skrá sig á samfélagsmiðilinn því hann stenst ekki kröfur sem evrópska persónuverndarlöggjöfin, GDPR, setur smáforritum. Engu að síður fer miðillinn vel af stað ef litið er til talna um nýskráða notendur, þeir voru yfir 70 milljónir á fyrstu tveimur sólarhringunum eftir að miðillinn fór í loftið. Þar skipti höfuðmáli tenging hins nýja miðils við Instagram en um það bil tveir milljarðar nota samfélagsmiðilinn reglulega.

Threads langvinsælasta Twitter-hliðstæðan

Threads varð því á örskotsstund langvinsælasti samfélagsmiðillinn af þeim sem róa á sömu mið og …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár