Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Sigurður Þórðarson: „Vegið alvarlega að starfsheiðri mínum“

Sett­ur rík­is­end­ur­skoð­andi vegna Lind­ar­hvols, Sig­urð­ur Þórð­ar­son, gerði marg­ar og harð­orð­ar at­huga­semd­ir við skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar í bréfi sem hann sendi Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Al­þing­is í fe­brú­ar 2021. Sagði hann með­al ann­ars að Rík­is­end­ur­skoð­un rangtúlk­aði bæði gögn um virð­is­aukn­ingu stöð­ug­leika­eigna, sem og skrif hans sjálfs um stjórn­skipu­lag fé­lags­ins.

<span>Sigurður Þórðarson:</span> „Vegið alvarlega að starfsheiðri mínum“
Gerir fjölmargar athugasemdir Sigurði var ekki skemmt yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol.

Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi vegna Lindarhvols, telur ríkisendurskoðanda hafa vegið alvarlega að starfsheiðri sínum. Þetta kemur fram í bréfi sem Sigurður sendi þáverandi forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, fyrir hönd forsætisnefndar þingsins þann 17. febrúar 2021. Í sama bréfi gerir Sigurður fjölmargar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Lindarhvols sem send var Alþingi í apríl 2020. Heimildin hefur umrætt bréf undir höndum.

Meðal helstu athugasemda Sigurðar eru þær að í skýrslu Ríkisendurskoðunar sé virðisaukning stöðugleikaeigna á starfstíma Lindarhvols ehf. í reynd eignuð félaginu eingöngu, þegar hið rétta sé að meirihluta virðisaukningarinnar sé að rekja til arðgreiðslna Íslandsbanka. Umsjón með eignarhluta ríkisins í bankanum hafi hins vegar ekki verið á höndum Lindarhvols heldur Bankasýslunnar.

Sigurður rekur þá einnig að sá mikli hraði sem beitt hafi verið við innlausn stöðugleikaeignanna hafi komið í veg fyrir að leitað hafi verið eftir því að söluverð þeirra væri hámarkað, og að sá hraði hafi verið ónauðsynlegur. Auk þess bendir Sigurður á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar séu rangtúlkaðar athugasemdir hans við mikla aðkomu Steinar Þórs Guðgeirssonar lögmanns að flestu því sem viðkom starfsemi Lindarhvols og fullnustu á stöðugleikaeignunum.

Þá er beittur broddur í bréfi Sigurðar þegar hann rekur hvernig Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu að sökum þess að aðeins hafi verið gerð athugasemd við eina sölu eigna sé ekki tilefni til að athugasemda við störf Lindarhvols, og setur Sigurður dómsmál sem höfðað var á hendur félaginu og ríkinu vegna umræddrar sölu í það samhengi.

Voru ekki kynntar ávirðingar í skýrslunni

Sigurður nefnir í bréfi sínu til Steingríms frétt Viðskiptablaðsins 24. september 2020, með fyrirsögnina „Greinargerð gæti bakað ríkinu bótaskyldu“. Þar segi að ríkisendurskoðandi telji að það gæti valdið ríkinu bótaskyldu að opinbera greinargerð Sigurðar. „Greinargerðin innihaldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti,“ sagði í frétt blaðsins.

Sigurður segir ljóst að tilvitnanir blaðsins séu sóttar í bréf ríkisendurskoðanda til forseta Alþingis 18. september 2020, bréf sem innihélt umsögn ríkisendurskoðanda vegna kæru Viðskiptablaðsins um höfnun á afhendingu greinargerðar Sigurðar. Vekur Sigurður athygli á að honum hafði ekki verið kynnt efni þess bréfs er vörðuðu beinar ávirðingar á störf hans, né heldur hafi honum verið kynnt efni skýrslu ríkisendurskoðanda að því er sneri beint að honum og hans störfum, áður en skýrslunni var skilað til Alþingis í apríl 2020.

„Í því sambandi tel ég að með framsetningu ríkisendurskoðanda í nefndu bréfi hér að framan til forseta Alþingis og umfjöllun um störf mín í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf., þar sem ég tel mig hafa viðhaft fagleg vinnubrögð og að hluta með aðstoð annarra, sé vegið alvarlega að starfsheiðri mínum,“ skrifar Sigurður.

Virðisaukning eignuð Lindarhvoli

Sigurður gerir í bréfi sínu til Steingríms „athugasemdir við fjölmargar ályktanir“ sem fram séu settar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol. Þá gerir hann sömuleiðis athugasemdir við það með hvaða hætti er vitnað í hans eigin greinargerð auk annarra gagna sem Sigurður hafi afhent Ríkisendurskoðun við starfslok sín.

„Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að Ríkisendurskoðun álykti og gangi út frá að allur svonefndur heildarvirðisauki sé tilkominn vegna starfsemi Lindarhvols ehf“
Sigurður Þórðarsson

Sigurður vekur þannig athygli á að í skýrslu ríkisendurskoðanda sé ein meginniðurstaðan að Lindarhvoll hafi skilað góðri niðurstöðu þegar kom að því að innleysa eignir út stöðugleikaframlögunum. Í skýrslunni segi að áætlað virði eignanna hafi aukist um 75,9 milljarða króna á starfstíma Lindarhvols.

Sigurður bendir hins vegar á að af umræddum 75,9 milljarða króna virðisauka hafi arðgreiðslur Íslandsbanka hf. numið samtals 44,7 milljörðum króna, sem nemi tæplega 60 prósentum virðisaukans. Lindarhvoll kom hins vegar hvergi að umsjón með eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Umsjónin hafi verið hjá Bankasýslu ríkisins án aðkomu Lindarhvols.

„Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að Ríkisendurskoðun álykti og gangi út frá að allur svonefndur heildarvirðisauki sé tilkominn vegna starfsemi Lindarhvols ehf. Full ástæða er til að Ríkisendurskoðun geri grein fyrir og rökstyðji hvernig stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu,“ skrifar Sigurður í bréfi sínu til forseta Alþingis.

Ríkisendurskoðun mat ekki virði eignanna

Sömuleiðis bendir Sigurður á að í inngangi að skýrslu ríkisendurskoðanda segi að úttektinni hafi ekki verið ætlað að endurskoða eða gera úttekt á stöðugleikaframlögunum eða virði eignanna við framsal þeirra til ríkissjóðs. Í skýrslunni segir ennfremur, um tilganginn með starfsemi Lindarhvols, að áhersla hefði verið lögð á að hámarka virði eignanna fyrir ríkissjóð. Þannig hafi verið stefnt að því að greiðslur vegna þeirra næmu að lágmarki bókfærðu virði eignanna.

Sigurður gerir athugsemd við þessa afstöðu Ríkisendurskoðunar í ljósi þess að virði stöðugleikaeignanna var notað bæði til bókunar í ríkisreikningi og sem viðmið við ákvörðun á sölu- og lágmarksverði eignanna í fjölmörgum tilvikum. Þá hafi það einnig verið notað við mat á árangri samnings fjármála- og efnahagsráðherra við Lindarhvol. „Þá er ekki síður ástæða til að Ríkisendurskoðun geri grein fyrir hvers vegna hún taldi ekki ástæðu til að meta virði stöðugleikaframlaga við framsal þeirra til ríkissjóðs,“ segir Sigurður í bréfi sínu.

„Lagði stjórn Lindarhvols ehf. megináherslu á að flýta innlausn á eignum sem kom bæði niður á undirbúningi fyrir sölu og að leitað væri eftir að hámarka söluverð“
Sigurður Þórðarson

Sigurður vekur athygli á því í bréfi sínu að í skýrslu Ríkisendurskoðunar sé tilgreint að í samningi ráðherra og Lindarhvols komi fram að auk áherslu á að hámarka eigi verðmæti stöðugleikaeignanna skuli félagið flýta sölu þeirra sem kostur er, án þess að það komi niður á hámörkun verðmæta. Samningurinn sem gerður var við félagið gilti út árið 2018 en samkomulag náðist hins vegar um að honum lyki í lok febrúar það ár. „Við framkvæmd á fullnustu stöðugleikaframlagseigna lagði stjórn Lindarhvols ehf. megináherslu á að flýta innlausn á eignum sem kom bæði niður á undirbúningi fyrir sölu og að leitað væri eftir að hámarka söluverð,“ segir Sigurður í bréfi sínu.

Fékk ekki svör frá félaginu

Sigurður rekur ýmsa annmarka sem hann taldi sig sjá á stjórnskipulagi Lindarhvols, til að mynda þá að starfsreglur félagsins hafi verið mjög umfangsmiklar, allt í allt 134 skráðir töluliðir. Í fundargerðum stjórnar Lindarhvols hafi komið fram að stjórn félagsins hafi farið ítarlega yfir þau tilboð sem bárust í eignir og hafi lagt mat á þau með hliðsjón af öllum þáttum og á grundvelli þeirra reglna sem reglur féagsins gerðu ráð fyrir. Sigurður hafi óskað eftir upplýsingum frá Lindarhvoli um hvaða fyrirkomulag hafi verið viðhaft við það mat. „Svör bárust ekki önnur en þau er fram koma í fundargerðum stjórnar, sem sögðu að stjórnin hefði fylgt reglum ítarlega.“

Þá bendir Sigurður á í bréfinu að á öðrum stjórnarfundi Lindarhvols hafi verið samþykkt stjórnskipulag og skipurit fyrir félagið. Það stjórnskipulag hafi hins vegar aldrei komið til framkvæmda enda hafi félagið útvistað því sem næst öllum verkefnum sínum, annað hvort til lögmannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, Íslaga, eða til Fjársýslu ríkisins.

Segir Ríkisendurskoðun hafa rangtúlkað skrif sín

Þá er Sigurður augljóslega mjög ósáttur við túlkun Ríkisendurskoðunar á ákveðnum hluta greinargerðar sinnar, það er hluta sem snýr að Steinari Þór. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir þannig: „Þrátt fyrir að starfsfólk Lögmannsstofunnar Íslaga ehf. hafi búið yfir mikilli þekkingu og reynslu sem tengdust því verkefni sem hér er til skoðunar taldi settur ríkisendurskoðandi ad hoc í vinnuskjali sínu að þessi skipan hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til krafna um aðskilnað starfa, ábyrgðar og innra eftirlits sem hefði átt að vera til staðar við framkvæmd verkefnisins.“

Í þessu samhengi gerir Sigurður „alvarlegar athugasemdir við túlkun Ríkisendurskoðunar“. Hann hafi í engu vikið að öðrum starfsmönnum Íslaga en Steinari Þór í greinargerð sinni og hafi hann bent á að Steinar Þór hafi auk daglegrar framkvæmdastjórnar og lögfræðilegrar ráðgjafar sinnt fjölmörgum viðfangsefnum fyrir Lindarhvol, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankann. Þannig hafi Steinar Þór verið skipaður í stjórn fjögurra félaga á vegum Lindarhvols, hafi verið skipaður af stjórninni sem samskiptaaðili við Arion banka í tengslum við sölu bankans, verið skipaður sem eftirlitsmaður með fjársópseignum og varasjóðum í umsjón slitabúanna, verið settur sem stjórnarmaður í ellefu félögum í slitameðferð sem voru hluti af stöðugleikaeignunum, verið ritari stjórnar og fundarstjóri og ritari á aðalfundum Lindarhvols og auk þess hefðu Íslög haft umboð með sölu á tilteknum eignum í umboði stjórnar Lindarhvols.

Sigurður segir að hann hafi, þegar hann hefði sett fram í greinargerð sinni það mat að skipan mála hefði ekki tekið nægjanlegt tillit til krafna um aðskilnað starfa, ábyrgðar og innra eftirlits, verið að vísa til allra starfa Steinars Þórs, svo sem ljóst mátti vera, en ekki annarra starfsmanna Íslaga. „Í þessu sambandi væri þarft að Ríkisendurskoðun upplýsti með hvaða hætti hún hefði lagt mat á hæfni annarra starfsmanna lögmannsstofunnar til að sinna störfum í tengslum við verkefni Lindarhvols ehf. og hvaða störf það væru.“

Ríkisendurskoðun hafi ekki framkvæmt eigin endurskoðun

Svo sem fyrr hefur komið fram var það hlutverk Lindarhvols að hámarka virði stöðugleikaeigna fyrir ríkissjóð. Hér að framan er það rakið að það hafi verið mat Sigurðar að sú mikla áhersla sem lögð var á að flýta sölu eigna hafi komið niður á því hlutverki. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að allar eignasölur hafi verið skoðaðar og kannað hvort söluverð væri hærra eða lægra en bókfært virði eignanna. Þar sem söluverð hafi verið lægra hafi verið kallað eftir skýringum og þær hafi reynst fullnægjandi. Sigurður segir hins vegar í bréfi sínu til Steingríms að hann telji æskilegt að efnislegar skýringar á frávikum liggi fyrir og út frá hvaða forsendum mat Ríkisendurskoðunar byggi í þeim tilvikum.

Sigurður fjallar í bréfinu um varasjóði þá sem slitabúin höfðu yfir að ráða, til að tryggja efndir á ágreiningskröfum og hugsanlegum kröfum í íslenskum krónum. Í heild námu umræddir sjóðir 11,8 milljörðum króna. Skylt var slitabúunum að gera grein fyrir afkomu sjóðanna árlega, og skyldi slíkt vera vottað af endurskoðendum. Sigurður lýsir því að hann hafi við vinnu greinargerðar sinnar rekið sig á veggi bæði hjá Seðlabankanum og slitabúunum við að fá upplýsingar um umrædda sjóði. Ríkisendurskoðun í sinni skýrslu virðist hins vegar ekki, að því er Sigurður skrifar, hafa gert tilraun til að kanna rekstur sjóðanna. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er ekki að sjá að stofnunin hafi óskað eftir eða fengið staðfestingu ytri endurskoðenda slitabúanna á rekstri varasjóðanna eða framkvæmt eigin endurskoðun á tímabilinu,“ skrifar Sigurður í bréfi sínu til Steingríms. Hið sama megi segja um rekstrarsjóði slitabúanna.

Athugasemd sem leiddi til dómsmáls

Þá rekur Sigurður að í skýrslu Ríkisendurskoðunar kom fram, í kafla þar sem fjallað er um sérstaka athugun á sölunni á eignarhlut í Klakka, að aðeins hafi komið fram gagnrýni á eina sölu á eignum sem Lindarhvoll hafi staðið að, það er nefndri sölu í Klakka. Gerð hafi verið athugsemd við framkvæmd útboðsins af hálfu eins tilboðsgjafa sem hafi verið svarað af hálfu stjórnar Lindarhvols. „Tilboðsgjafinn gerði ekki frekari athugasemdir,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

„Telja verður að það sé mikil einföldun“
Sigurður Þórðarson
um þá ályktun Ríkisendurskoðunar að ein athugasemd gefi ekki tilefni til frekari athugasemda

Sigurður bendir hins vegar á að innan við hálfu ári eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út í apríl 2020 hafi félagið Frigus II stefnt íslenska ríkinu og Lindarhvoli vegna sölunnar í Klakka. „Telja verður að það sé mikil einföldun,“ skrifar Sigurður, að álykta sem Ríkisendurskoðun gerir, að fullnusta og sala á eignunum gefi ekki tilefni til athugasemda vegna þess að aðeins hafi borist ein athugasemd, athugasemd sem síðar varð að dómsmáli.

Forsvarsmenn Frigusar II, eigendurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Valtýsson, töldu verulega annmarka hafi verið á söluferlinu með hlutinn í Klakka, sem áður hét Exista og var í eigu þeirra bræðra og stýrt af Sigurði. Þeir höfðuðu málið vegna þessa og kröfðust 650 milljóna króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið og Lindarhvol af kröfunum í mars síðastliðnum. Frigus II hefur hins vegar áfrýjað dómnum til Landsréttar og vísar meðal annars til þess að því hafi verið synjað að Sigurður fengi að koma fyrir dóminn sem vitni. Málið er ekki komið á dagskrá Landsréttar.

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Þarna segir m.a.:
    "Sigurður bendir hins vegar á að innan við hálfu ári eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út í apríl 2020 hafi félagið Frigus II stefnt íslenska ríkinu og Lindarhvoli vegna sölunnar í Klakka"

    Það er ekki rétt að skýrsla ríkisendurskoðunnar hafi komið út í aprín 2020. Bjarni Ben Hæstvirtur Fjármálaráðherra stakk henni undir stól og forseti alþingis varði þær gjörðir hans.
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    BURT með Bjarna Ben. úr embætti fjármálaráðherra !!!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lindarhvoll

Ríkisendurskoðandi: „Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum“
FréttirLindarhvoll

Rík­is­end­ur­skoð­andi: „Sig­urð­ur hafði ekki um­boð til að hafa af­skipti af mál­um“

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir dreif­ingu grein­ar­gerð­ar Sig­urð­ar Þórð­ar­son­ar, setts rík­is­end­ur­koð­anda með Lind­ar­hvoli, vera lög­brot. Grein­ar­gerð­in hafi ekk­ert er­indi átt út úr húsi Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Þá hafi Sig­urð­ur alls ekki haft full­ar heim­ild­ir rík­is­end­ur­skoð­anda í störf­um sín­um, ólíkt því sem hald­ið hafi ver­ið fram.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
1
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
10
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár