Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sýn Sigurðar á málefni Lindarhvols

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, sem var sett­ur rík­is­end­ur­skoð­andi gagn­vart Lind­ar­hvoli, kemst í sinni grein­ar­gerð að því að fjölda­margt hafi ver­ið at­huga­vert við um­sýslu fé­lags­ins með stöð­ug­leika­eign­ir fyr­ir hönd rík­is­ins. Nið­ur­stöð­ur hans eru aðr­ar en Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Sig­urð­ur tel­ur til­efni til þess að rík­is­sak­sókn­ari taki starf­sem­ina til skoð­un­ar.

Sýn Sigurðar á málefni Lindarhvols
Margþáttaðar athugasemdir Athugasemdir Sigurðar við starfsemi Lindarhvols eru fjölmargar. Mynd: Skjáskot/Rúv

Í greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols er sett fram gagnrýni á, og gerðar athugasemdir við, starfsemi Lindarhvols ehf., sem sýslaði með stöðugleikaeignir sem metnar voru á hundruð millarða króna. Ekki hafi verið framkvæmt verðmat fyrir sölu á eignunum, söluverð hefði í einhverjum tilvikum átt að vera hærra, vinnubrögð við umsýslu á eignunum hafi verið gagnrýniverð og Sigurður hafi rekist á veggi þegar kom að samskiptum eða öflunar á gögnum við sína vinnu. Telur Sigurður þörf á því að ríkissaksóknari taki málefni Lindarhvols til athugunar.

Ríkisendurskoðun birti í maí 2020 skýrslu um starfsemi Lindarhvols. Niðurstaða þeirrar skoðunar var á annan veg í öllum meginatriðum og engar viðlíka athugasemdir gerðar við starfsemi Lindahvols. Sigurður Þórðarson hefur um langa hríð viljað að hans greinargerð yrði birt, en það hefur strandað á því að forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, hefur neitað því. Kallað hefur verið eftir því af hálfu fjölmiðla, af hálfu stjórnarandstöðunnar á Alþingi, auk annarra, að greinargerðin líti dagsljósið en af því hefur ekki orðið fyrr en í gær.

Mat Sigurðar annað en Ríkisendurskoðunar

Sigurður hefur sent frá sér bréf, meðal annars til ríkissaksóknara, þar sem hann fer yfir helstu niðurstöður greinargerðar sinnar. Þar segir meðal annars: „Þar er ljóst að þær upplýsingar og mat mitt, sem koma fram í greinargerð minni um Lindarhvol ehf. og tengjast fullnustu og sölu stöðugleikaeigna, eru önnur en fram koma í skýrslu Ríkisendurskoðuna frá apríl 2020.“ Hér verður farið yfir helstu atriði þess sem Sigurður setur fram í greinargerðinni.

Í greinargerð Sigurðar kemur fram að samkvæmt mati Seðlabanka Íslands, sem fékk stöðugleikaeignir afhentar á tímabilinu nóvember 2015 til og með janúar 2016, hafi verðmæti eignanna verið metið 386 milljarðar króna.

Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður var upphaflega fenginn til þess af Seðlabankanum til að sýsla með eignirnar og hafði hann til þess ótakmarkað umboð. Með stofnun Lindarhvols og samnings Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við félagið í lok apríl 2016 færðist það hlutverk til Lindarhvols. Hins vegar breyttist í raun ekki margt, þar eð félagið gerði samning við Steinar Þór og réð hann til áframhaldandi starfa, á þeim grundvelli að hann hefði umfangsmikla reynslu og yfirburðaþekkingu á þeim eignum sem um væri að ræða. Reynslu sem hann hafði meðal annars öðlast með fyrri samningi við Seðlabankann.

Bar á milli í verðmati

Þegar Lindarhvoll tók við eignunum fór fram endurmat á virði þeirra og var niðurstaðan sú að verðmæti þeirra væri 372,5 milljarðar króna, auk 11,8 milljarða í varasjóðum sem skyldi voru eftir í slitabúunum. Sigurður Þórðarson lagði hins vegar sjálfu mat á virði eignanna og bar því ekki saman við fyrra mat. Mat hann eignirnar út frá ársreikningum slitabúanna og taldi því virði eignanna samkvæmt því 387 milljarðar króna og umfang varasjóðsins 26,1 milljarð. Þar ber því töluvert mikið á milli.

Ekki getið um tilvist varasjóða

Í greinargerðinni segir Sigurður þá að hvergi í yfirlitum um yfirfærslu stöðugleikaeigna til Lindarhvols né í skýrslum ráðherra til Alþingis sé getið um tilvist varasjóða sem skildir voru eftir hjá slitabúunum til að mæta rekstrarkostnaði þeirra.

Notast við lægra verðmat

Í greinargerð Sigurðar kemur fram að hann hafi fengið svar frá Seðlabankanum, þegar hann óskaði eftir að fá mat bankans á virði eignanna, sem hljóðaði þannig að virðismatið skipti ekki höfuðmáli. Þessu var Sigurður ekki sammála og benti á að niðurstaða endurmatsins á virði eignanna hefði þannig verið notað til bókunar í ríkisreikningi, sem og sem viðmið við ákvörðun á söluverði eða lágmarksverði í fjölmörgum tilvikum þegar eignirnar voru seldar. Ergo, notast var við lægra viðmið í einhverjum tilvikum við sölu en Sigurður hefði talið eðlilegt.

Öllu var útvistað

Í greinargerð sinni gerir Sigurður fjölmargar athugasemdir við starfsemi Lindarhvols, meðal annars við framkvæmd á samningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra, sem og við skipulag félagsins. Þannig segir Sigurður að hann sjái ekki hvaða tilgangi samþykkt stjórnskipulag Lindahvols hafi átt að þjóna þar eð öllum verkefnum félagsins hafi verið útvistað, daglegum rekstri og lögfræðilegum málefnum til Steinars Þórs, og bókhaldi til Fjársýslu ríkisins. Þannig hafði félagið aldrei starfsmann, til að mynda.

Steinar Þór yfir og allt um kring

Sigurður bendir líka á að Steinar Þór hafi staðið allt of nálægt verkefninu, á of mörgum vígstöðvum. Stjórnarfundir hafi verið haldnir á skrifstofu lögfræðistofu hans, Íslaga, utanumhald og skjalavarsla er sneri að eignunum hafi verið þar til húsa og Steinar Þór hafi sinnt daglegri framkvæmdastjórn og lögfræðilegri ráðgjöf. Á sama tíma hafi hann sinnt fjölmörgum viðfangsefnum tengdum stöðugleikaeignunum, setið í stjórn fjölda félaga á vegum Lindarhvols, verið skipaður stjórnarmaður í ellefu félögum í slitameðferð sem voru hluti stöðugleikaframlaganna og þá hafi fyrirtæki hans, Íslög, umsjón með sölu á tilteknum eignum, í umboði stjórnar Lindarhvols. Í greinargerðinni segir Sigurður þannig, um aðkomu Steinars Þórs: „Er það mat Ríkisendurskoðunar, að þessi skipan hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til krafna um aðskilnað starfa, ábyrgðar og innra eftirlits sem hefði átt að vera til staðar við framkvæmd verkefnisins.“

Tregða við að afhenda gögn

Þá lýsir Sigurður því í greinargerðinni að hann hafi mætt mótstöðu frá stjórn Lindarhvols, frá Steinari Þór, frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og frá Seðlabankanum við störf sín. Þau samskipti hafi „valdið honum erfiðleikum með að ljúka verkinu“.

Skoðaði sérstaklega þrennt

Sigurður gerði sérstaka skoðun á sölu á þremur eignum. Það er sala á tæplega þriðjungs eignarhlut í Klakka ehf, sem áður var Exista hf. en ríkið fékk í þann eignarhlut sem hluta af stöðugleikaframlögum slitabúa Glitnis og Kaupþings. Þá gerði Sigurður sérstaka könnun á sölu á hlutabréfum í Vörukaupum ehf. og sölu á skráðum hlutabréfum sem Lindarhvoll fékk til umsýslu.

Bréf í Símanum seld með tapi

Meðal skráðra félaga sem Lindarhvoll átti hluti í voru Eimskip, Síminn, fasteignafélagið Reitir og Sjóvá. Var verðmæti þeirra við þá yfirfærslu samtals um 6 milljarðar króna. Sala Lindarhvols á hlutabréfum í þessum skráðu fjórum félögum fór fram með mismunandi hætti, en samtals fengust um 7,5 milljarðar króna fyrir eignirnar. Hagnaður Lindarhvols af þeim var því rúmlega 1,5 milljarðar króna.

Í krónum talið var mestur hagnaður af sölu hlutabréfanna í Reitum, sem skilaði rúmlega einum milljarði í hagnað til Lindarhvols. Sjóvár-hluturinn skilaði hálfum milljarði króna, Eimskip 68 milljónum króna í hagnað en bréfin í Símanum voru á endanum seld með 24 milljóna króna tapi, þrátt fyrir að Lindarhvoll hafi á tímanum sem hann hélt á þeim haft fimm milljónir króna í arðgreiðslur út úr félaginu.

Óþörf 20 milljóna króna lækkun?

Varðandi söluna á Vörukaupum gerir Sigurður athugsemdir við að stjórn Lindarhvols hafi lækkað samþykkt kaupverð frá hæsta tilboði um 20 milljónir króna. Félagið Xyzeta ehf bauð 151 milljón króna í Vörukaup en stjórn Lindarhvols ákvað að lækka verðið á grundvelli minnisblaðs frá Vörukaupum sem sagt var unnið af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte að beiðni Xyzeta ehf. Segir Sigurður að ekki ahfi verið gengið úr skugga um að minnisblaðið væri raunverulega frá Deloitte og auk þess sjái hann ekki að það sem í minnisblaðinu kom fram hafi gefið tilefni til þess að lækka söluverðið.

Ekki gert verðmat á Klakka

Varðandi söluna á Klakka vekur Sigurður athygli á að ekki hafi farið fram mat á virði eignarhlutans fyrir sölu á honum heldur hafi verið miðað við það virði sem hlutinn var metinn á þegar Lindarhvoll tók hann til umsýslu.  Samkvæmt mati Sigurðar var virði eignarhluta ríkisins á söludeig 2,2 milljarðar en greiðslan sem til kom nam 1,112 milljörðum króna.

Óútskýrðar greiðslur

Þá gerðir Sigurður athugasemdir við ákveðnar greiðslu, nánar tiltekið sex greiðslur að fjárhæð samtal 10,8 milljarða króna. Á greiðsluskjölum sem fylgdu umræddum sex greiðslum var aðeins í tveimur tilvikum gefið til kynna hver ástæða greiðslunnar var og engin fylgiskjöl fylgdu þeim. Sigurður fékk ekki svör við fyrirspurnum sínum um hvað verið var að greiða fyrir í umræddum tilvikum.

 

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár