Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Veðrið, verðbólgan og gengi KR í fótbolta

Þor­leif­ur Garð­ar Sig­urðs­son seg­ir alltaf hægt að spjalla um veðr­ið, verð­bólg­una og gengi KR-inga í fót­bolta.

„Ég heiti Þorleifur Garðar Sigurðsson og við erum stödd á bekk á Ásvallagötu 19. Ég er kominn hingað til að versla í Kjötborg sem opnar eftir nokkrar mínútur. Ég veit ekki hvort það megi segja frá því hvað ég er að fara að kaupa, það flokkast undir tóbaksvörur. 

Veðrið er mér efst í huga þessa dagana. Það er vonandi að við fáum gott sumar, sól og blíðu. Þessi dagur lítur ágætlega út en sumarið er rétt að byrja. Er það ekki siður Íslendinga að spá í veðrið? Því það er nú alls konar veður á Íslandi. Svo er verðbólgan svona dægurmál sem maður er búinn að vera að tala og hugsa um næstum því síðan maður fæddist. Þess á milli er það KR og gengi þeirra í fótbolta. Þeim gengur svona sæmilega, mætti ganga betur. Ég var liðsstjóri þarna fyrir nokkrum árum svo maður var fastur maður þarna. Það gekk vel, stundum, á meðan ég var þar. Við Vesturbæingar segjum KR vera besta liðið í Reykjavík. 

Síðan ég varð svona slæmur í fótunum, ég er með ónýta ökkla, hné og mjaðmir, er ég ekki jafn góður til gangs og það breytir auðvitað miklu. Ég var vanur að ganga mikið en í dag get ég gengið, en bara hægt og rólega og ég fer ekki eins langt. Ég næ allavega út í Kjötborg og KR, það er sárastutt út í Frostaskjól héðan, enda ef þú ert Vesturbæingur þá er allt stutt í Vesturbænum. 

Ég er fæddur og uppalinn hérna á Brávallagötunni og hef verið í Vesturbænum alla tíð síðan fyrir utan fjögur ár í flóttamannabúðum í Kópavogi, ég kallaði það flóttamannabúðir að fara úr Vesturbænum í Kópavog. Bróðir minn átti íbúð þar og var erlendis í námi og ég passaði hana á meðan. Ég stoppaði bara þar til að sofa en eyddi annars mestum tíma mínum í Vesturbænum. Vesturbæingar eru Vesturbæingar. Þeir sem eru aðfluttir lagast við það að búa hér. 

Til þess að verða alvöru Vesturbæingur er númer eitt að ganga í KR. Það eru svo alls konar lið þar, ekki bara fótbolti, það getur verið handbolti, körfubolti, frjálsar eða glíma. Það var einu sinni kúluvarp en það er víst bannað í dag. Það var bannað eftir að það urðu svo mörg höfuðslys. Númer tvö er að hugsa um allt sem er betra fyrir Vesturbæinga og KR-inga, sem er bara allt saman. 

Fólk í austurhluta bæjarins myndu kalla þetta KR-grobb ef þau myndu heyra þetta en við hlustum ekkert á svoleiðis. Brávallagatan er næstbesta gatan í Vesturbænum, maður veit náttúrlega aldrei hvað er best en hún er allavega næstbest. 

Ég bý í næsta húsi við Grund og fer þar í mat og kaffi. Það er mjög gott fólk að vinna þar og gott fólk sem er þar. Svo það er allt gott á Grund, góður matur og svona.“ 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár