„Matvælaráðherra hefur gert atlögu að samstarfi ríkisstjórnarflokkanna. Og þar með veikt ríkisstjórnina og grafið undan möguleikum hennar til að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum.“
Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir hann að sterk og skýr rök hafi verið sett fram um að umræddur ráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hafi gengið gegn lögum með ákvörðun um að fresta hvalveiðum. „Ekki verður séð að ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs – fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. Gengið er þvert á stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi og í engu hugað að þeim mikla fjárhagslega skaða sem ákvörðunin veldur um 150 launamönnum og fjölskyldum þeirra. Andmælaréttur er enginn og fyrirvarinn nokkrir klukkutímar.“
Óli Björn segir Svandísi hafa kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar. „Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum.“
Framganga Svandísar sé vatn á myllu þeirra sem efast hafi um réttmæti þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram samstarfi við flokk sem sé lengst til vinstri. „Flokk sem fagnar þegar ekki er hægt að nýta sjálfbærar orkuauðlindir, flokk sem ekki er tilbúinn til að horfast í augu við vanda vegna flóttamanna, flokk sem telur betra að auka álögur á fyrirtæki og launafólk en að nýta sameiginlega fjármuni betur, flokk sem er sannfærður um að biðraðir séu betri en að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu.“
Útilokaði ekki áhrif á samstarfið
Fyrir rúmri viku sagðist Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, vera ósáttur við hvalveiðibannið sem Svandís setti á degi áður en vertíð ársins átti að hefjast á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða. Það gerði hann í þættinum Pallborðinu á Vísi og bætti við að flokkur sinn hefði sent út þau skýru skilaboð að endurskoða ætti ákvörðun Svandísar. „Ég hef á tilfinningunni að þetta snúist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar, ég hef á tilfinningunni að þetta snúist um að vera á móti hvalveiðum.“
Bjarni bætti við að hann útilokaði ekki að málið gæti haft áhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem var gestur í sama þætti, sagðist telja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur hafi verið rétt og styður hana.
Könnun Maskínu sem birt var um miðjan síðasta mánuð sýna að meirihluti þjóðarinnar er andvígur hvalveiðum, eða 51 prósent, á meðan að 29 prósent er hlynnt þeim. Andstaðan hefur aukist á undanförnum árum.
Óánægja með stjórnina aldrei verið meiri
Hin harða gagnrýni Óla Björns, sem Morgunblaðið fullyrðir í morgun að sé ekki sett fram án þess að hann hafi ráðfært sig við Bjarna Benediktsson fyrst, kemur á tíma þar sem ríkisstjórnarsamstarfið stendur veikt.
Í könnun sem Maskína birti í síðustu viku kom fram að einungis 18 prósent kjósenda væru mjög ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en 54 prósent óánægður.
Í könnun sem Gallup birti í gær kom fram að 35 prósent landsmanna styðja sitjandi ríkisstjórn, Það er minnsti stuðningur sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur nokkru sinni mælst með í könnunum fyrirtækisins frá því að hún settist að völdum haustið 2017.
Samkvæmt könnun Gallup sögðust 35,7 prósent landsmanna ætla að kjósa stjórnarflokkanna. Þeir fengu 54,3 í síðustu kosningum, sem fóru fram fyrir minna en tveimur árum síðan. Þeir hafa því tapað samtals 18,6 prósentustigum af fylgi, eða rúmlega þriðjungi þess stuðnings sem þeir nutu í september 2021. Ríkisstjórnin væri því kolfallin ef kosið yrði í dag, og niðurstöðurnar væru í takti við könnunina. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa tapað um helmingi síns fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn minna.
Það er gott að loksins að einn ráðherra VG sem hefur sýnt af sér eðlilegt lífsmark.
Ég skil einnig hvers vegna þessi sviphreini og fagri Óli Björn er svona viðkvæmur fyrir því hvaladráparanum er sýnt hvernig á að taka á þeim sem virðist fara á svig lög í landinu árum saman án þess að nokkuð sé gert í málinu.
Árum saman hefur verið um það rætt að ólöglegt sé að vinna að slátrun spendýra undir berum og vinnslu á kjöti af þeim undir berum himni.
Þar sem fuglar himins fljúga gjarnan yfir og gefa skít í vinnubrögðin á matvælum fyrir fólk sem eru valda-flokkunum þóknanleg.
Þá hefur einnig verið lengi rætt um hvernig farið er að drápum á þessum dýrum, þar sem þau verða gjarnan að líða miklar og langvinnar kvalir vegna drápsaðferða þegar þau eru skotin með ófullkomnum skutlum .
En það hefur fram að þessu skort á sannanir fyrir ómennskunni. Á síðustu vertíð varð dráparinn að sætta sig við, að um borð í veiðiskipunum væru eftirlitsmenn sem tóku myndir af ófögnuðunum.
Nú lágu sannanir fyrir. Þetta vissi útgerðarmaðurinn auð-vitað allt um og hafði í byrjun árs fengið formlega vitn-esgju um.
Nú yrði að finna viðurkennd drápstól. A.m.k. var nú skyndilega reynt að finna mannúðlegri aðferðir við drápin. En sú leit hefur enn ekki tekist.
Nú hefur Óli væntanlega áhyggjur af því ásamt öðrum þingmönnum gömlu valdaflokkana um að það komi eitthvað minna í sjóði flokkana en áður þar sem þeir hefðu brugðist sjálfu yfirvaldinu.
Það er vitað að það eru fjölmargar færar leiðir til að fara framhá reglunum um styrki til gömlu valdaflokkana. Bara svo það sé sagt.
I Bretlandi þar sem Lyðræðið er virkt væri Bjarni Fokin ur stjorn Fjarmala
I Bretlandi er Vagga Lyðræðinsins. A Islandi Ræður Spilling malum og sökudoldar leystir ut með PENINGAGJÖFUM HAUM.
Flýtur á meðan ekki sekkur ÁSTAND er í myrkrakompunni og hr. Hégómi ráðleggur Katrínu að segja það ríki traust á milli foringjanna. Hvað varðar okkur um það, hvaða máli skiptir það fyrir okkur almenning ? Þið hafið fyrirgert öllu trausti hjá almenningi, þið hafið misst lögmætið að sitja áfram í ráðherrastólunum og eigið að skila LYKLINUM af stjórnarráðinu tafarlaust og boða til kosninga strax.