Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vonast til þess að starfslokasamningur Birnu komi fyrir augu almennings í vikunni

Formað­ur fjár­laga­nefnd­ar seg­ir að stefnt sé að því að senda út beiðni til stjórn­ar Ís­lands­banka um að fá starfs­loka­samn­ing Birnu Ein­ars­dótt­ur af­hent­an í dag. Það muni þó taka ein­hverja daga að af­greiða beiðn­ina.

Vonast til þess að starfslokasamningur Birnu komi fyrir augu almennings í vikunni
Vilja birta strax Þrír stjórnarþingmenn sem sitja í fjárlaganefnd kölluðu eftir því um helgina að starfslokasamningurinn yrði birtur. Mynd: Bára Huld Beck

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að nefndin vonist til þess að geta sent út beiðni til stjórnar Íslandsbanka um að fá starfslokasamning Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra bankans, afhentan. Vinna við beiðnina hafi verið sett á stað í morgun. 

Bjarkey segir að það sé erfitt að segja hvenær von geti verið á svari. „Við óskum eftir því að fá samninginn afhentan strax og þá verður hann birtur um leið. Lögin segja það, það þarf að birta hann öllum hluthöfum á um leið. Ég vonast til þess að brugðist verði hratt og vel við. Við þurfum að óska eftir þessu í gegnum Bankasýsluna. Það er hún sem talar fyrir okkar hönd.“

Hún efast þó um að svarið muni berast strax í dag. „Ef erindið fer út í dag þá á stjórn bankans eftir að hittast og ákveða hvað þau …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Einkennileg hegðun stjórnar Íslandsbanka, svona á banasænginni. Skylt er hvort eð er að birta samninga við æðstu stjórendur skráðra fyrirtækja í síðasta lagi við næsta ársfjórðungsuppgjör.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hvaða máli skiptir þessi starfslokasamningur? Hann er í samræmi við ráðningarsamning við Birnu og því ekkert hægt að hrófla við honum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár