Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að nefndin vonist til þess að geta sent út beiðni til stjórnar Íslandsbanka um að fá starfslokasamning Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra bankans, afhentan. Vinna við beiðnina hafi verið sett á stað í morgun.
Bjarkey segir að það sé erfitt að segja hvenær von geti verið á svari. „Við óskum eftir því að fá samninginn afhentan strax og þá verður hann birtur um leið. Lögin segja það, það þarf að birta hann öllum hluthöfum á um leið. Ég vonast til þess að brugðist verði hratt og vel við. Við þurfum að óska eftir þessu í gegnum Bankasýsluna. Það er hún sem talar fyrir okkar hönd.“
Hún efast þó um að svarið muni berast strax í dag. „Ef erindið fer út í dag þá á stjórn bankans eftir að hittast og ákveða hvað þau …
Athugasemdir (2)