Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það var sannarlega ekki verið að hækka nein verð fyrir útsölu“

For­stjóri Húsa­smiðj­un­ar seg­ir fyr­ir­tæk­ið ekki hafa hækk­að verð á vör­um sem síð­an voru sett­ar á út­sölu. Verk­efna­stjóri verð­lags­eft­ir­lits ASÍ skor­ar á Húsa­smiðj­una og önn­ur fyr­ir­tæki að birta verð­sögu vara sinna í þágu neyt­enda. Neyt­enda­stofu bár­ust til­kynn­ing­ar um mál­ið í gær­kvöldi.

„Það var sannarlega ekki verið að hækka nein verð fyrir útsölu“
Forstjóri Húsasmiðjunnar og Benjamín Julian Árni Stefánsson segir greiningu Benjamín Julian á verðhækkunum vara ekki rétta. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Það var sannarlega ekki verið að hækka nein verð fyrir útsölu,“ segir forstjóri Húsasmiðjunnar Árni Stefánsson í samtali við Heimildina. Grein Benjamín Julian verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ sem ber heitið Hvenær er útsala útsala? gagnrýnir Húsasmiðjuna fyrir að hækka verð á vörum rétt áður en þær voru settar á sumarútsölu. 

Fyrr í vikunni hófst sumarútsala byggingavöruverslunarinnar en þar má finna vörur á allt að 50% afslætti. „Í dag lækkaði Húsasmiðjan verð á fjölmörgum vörum -- "allt að 50% afsláttur". Reyndar þarf stækkunargler til að finna vörur sem lækkað hafa um 50% í verði, en það eru ekki stóru tíðindin. Stóru tíðindin eru þau sem ekki er sagt frá í sumarbæklingnum: Að fyrir þremur dögum hækkuðu verð á yfir 200 vörum sem síðan voru lækkuð í dag,“ skrifar verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. 

Í kjölfar greinar Benjamín, frétt Vísis um málið og þeirra viðbragða sem hún vakti birti Fésbókarsíða Húsasmiðjunnar færsluna „Skotið fyrst og spurt svo...,“ en þar segir meðal annars: „Engar verðlistahækkanir hafa verið á þeim vörum sem ASÍ vísar í síðustu daga. Það er því óásættanleg framsetning sem kemur fram í frétt Vísis og á bloggi Julian, þetta sýnir frekar þá staðreynd að við erum í harðri samkeppni, með stutt, blautt og kalt sumar og þurfum að selja árstíðarvörurnar á góðu verði fyrir haustið.“ 

Engar hækkanir

Forstjóri Húsasmiðjunnar segir vörurnar ekki hafa verið hækkaðar í verði heldur hafi tilboð á þeim liðið undir lok síðastliðin sunnudag, 25. júní. Eftir það tilboð fóru vörurnar aftur á sitt eðlilega verð. Síðan hófst sumarútsala verslunarinnar og þá lækkuðu vörurnar á ný. „Ég kannaði þetta sérstaklega hjá okkar innkaupafólki. Núna í vikunni voru engar verðhækkanir á vöruflokkum eða öðru slíku.“

Árni StefánssonSegir Húsasmiðjuna vinna eftir reglum Neytendastofu.

Hann segir það venjuna að vörur fari aftur á listaverð eftir að tilboð renni út. „Við viljum alls ekki að það sé verið að væna okkur fyrir að hækka vöru sérstaklega fyrir útsölu. Það eru sannarlega ekki viðskiptahættir sem við viljum stunda.“ 

Aðspurður hvort að þeir neytendur sem hitti á hefðbundna rekstardaga á milli útsölu- og tilboðsdaga séu þá óheppnir að borga hærra verð fyrir vörur segir Árni: „Já það er bara eins og í allri verslun almennt að maður getur verið... vanalega er langt á milli tilboða á einstökum vörum. En það er mjög hörð samkeppni í þessum sumarvörum og þetta er tiltölulega stuttur gluggi sem verið er að selja þær í.“

Samkvæmt Árna er öllum upp á lagt hjá Húsasmiðjunni að vinna eftir reglum Neytendastofu í kringum auglýsingar og tilboð. Því hafi ekki verið neinn ásetningur um að blekkja viðskiptavini og segir hann staðreyndirnar tala sínu máli.

Raunveruleg verðhækkun

Matthildur Sveinsdóttir sviðstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu segir fyrstu ábendingar um útsöluna hafa borist í gærkvöldi og því sé málið í frumskoðun.

SumarútsalaAuglýsing Húsasmiðjunnar og Blómavals.

Um reglur er varða útsölur segir Matthildur: „Það er regla um það að þegar þú ert að kynna einhverja verðlækkun, sama hvað hún heitir, að þá þarf verðlækkunin að vera raunveruleg þannig að varan sé raunverulega að lækka í verði. Þú mátt ekki setja þetta fram með villandi hætti.“ Hún segir ekki vera til föst viðmið um hve lengi vörur þurfi að vera seldar á hærra verði áður en að hægt sé að lækka verðið. 

Eru reglurnar þannig núna að ég mætti selja ís á 1000 krónur og svo allt í einu hækka verðið upp í 2000 krónur, lækka það svo aftur í 1000kr og segja að ísinn væri á 50% afslætti?

„Við höfum tekið ákvarðanir um að það sé brot gegn lögunum,“ segir Matthildur og bætir síðan við: „Ef þú ert með ís sem selst mjög mikið af að þá yrði mögulega gerð krafa um að þú hafir raunverulega selt hana á þessu verði en ef þetta er vara sem er kannski lítil velta á að þá eru alveg tilvik þar sem neytendastofa hefur látið duga að sýnt hafi verið fram á að hún hafi raunverulega verið boðin fram til sölu.“ 

Birta verðsöguna

Alls telur Benjamín 216 vörur hafa verið hækkaðar í verði rétt fyrir útsöluna og eru þær útlistaðar í grein hans. Aðspurður hvernig neytendur geti verið vakandi fyrir villandi upplýsingum fyrirtækja segir hann það ekki á nokkurn mann leggjandi að safna slíkum gögnum. „Enn ein ástæðan fyrir því að fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í að birta verðsögu á vörunum sem þau eru með.“ 

Benjamín skorar á Húsasmiðjuna og aðrar verslanir að birta verðsögu á vörunum sínum til að fólk geti séð hver raunverulegur afsláttur er. 

Von er á frumvarpi um Evrópureglugerð á næstunni á Alþingi. Reglugerðin myndi herða skilyrði á markaði og auka eftirlit. Þá þyrfti að miða útsöluverð við ódýrasta verð vörunnar síðustu 30 daga. „Hún felur í sér að þegar að þú auglýsir lækkað verð þarf fyrra verðið að vera lægsta verðið sem vara var á síðustu 30 daga tímabili. Þannig að ef þú ert með afslátt í dag og þeim afslætti lýkur eftir viku og þú ætlar eftir tvær vikur aftur að bjóða lækkað verð að þá er fyrra verðið á seinna afsláttartímabilinu lækkaða verðið á síðasta afslætti,“ segir Matthildur.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Sá að Húsasmiðjan hafði hækkað verðið á Texas sláttuvél upp í 99.000 kr. og lækkað aftur niður í 72.000 kr. á tilboði.
    Ég keypti svona vél í Húsasmiðjunni fyrir 2-3 árum og borgaði milli 40 og 50.000 kr. fyrir vélina, ekki á útsölu. Ég fæ ekki séð hvernig verðið getur farið upp í 99.000 kr. Þrátt fyrir hækkun á stáli eða töluverða verðbólgu á tímabilinu. Það verður gaman að sjá hvort þetta háa verð á vélinni helst eftir að útsölunni lýkur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár