Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Klukkutími í dýrustu stæðum borgarinnar mun kosta 600 krónur

Hækk­an­ir á bíla­stæða­gjöld­um á dýr­asta gjald­skyldu­svæð­inu hafa ver­ið sam­þykkt­ar af borg­ar­ráði. Rukk­að verð­ur til kl. 21 á kvöld­in á svæð­um P1 og P2 og sömu­leið­is verð­ur ekki leng­ur frítt að leggja á sunnu­dög­um.

Klukkutími í dýrustu stæðum borgarinnar mun kosta 600 krónur
Bílastæði Meirihlutinn í borginni hefur ákveðið að hækka gjöld á gjaldskyldusvæði P1 og lengja þann tíma sem rukkað er fyrir stæðin fram til kl. 21 á kvöldin. Mynd: Davíð Þór

Ýmsar breytingar á bílastæðagjöldum miðsvæðis í borginni voru samþykktar í borgarráði í dag. Bæði er verið að hækka verð á dýrasta gjaldskyldusvæðinu og lengja þann tíma sem rukkað er fyrir bílastæði á svæðum P1 og P2.

Þær breytingar sem voru samþykktar er að gjaldið á svæði P1 verði hækkað úr 430 krónum upp í 600 krónur og sömuleiðis var samþykkt að hámarkstími í þeim stæðum yrði þrjár klukkustundir.

Að auki var samþykkt að gjaldskyldutíminn á svæðum P1 og P2, þar sem kostar 220 krónur að leggja í eina klukkustund, yrði lengdur þar til klukkan 21 á kvöldin á virkum dögum og laugardögum. 

Einnig verður gjaldskylda á þessum svæðum tekin upp á sunnudögum, á milli kl. 10 og 21, en hingað til hefur verið frítt að leggja bíl á borgarstæðum við götur í miðborginni alla sunnudaga.

Á móti þessum hækkunum kemur að ekki verður lengur gjaldskylda á gjaldsvæði P3 á laugardögum, en þar hefur til þessa verið rukkað á milli kl. 10 og 16 á laugardögum. 

Verðin taka fram úr Árósum en standa Köben langt að baki

Heimildin ákvað að ráðast í smá samanburð á verði bílastæða í Reykjavík og tveimur helstu borgum Danmerkur.

Með þessum hækkunum á gjaldskránni á dýrasta bílastæðasvæðinu í Reykjavíkurborg tekur borgin fram úr Árósum, næststærstu borg Danmerkur, hvað verð á bílastæðum á dýrasta gjaldskyldusvæðinu varðar.

Þar kostar 22 danskar krónur, jafnvirði 441 íslenskra króna, að leggja bíl í eina klukkustund á milli kl. 8-19 á virkum dögum og laugardaga, en lægra gjald er á kvöldin. Þar er einnig rukkað á sunnudögum, en þá er gjaldið einungis 5 danskar krónur á klukkustund, eða um 100 krónur íslenskar.

Hins vegar verður áfram talsvert dýrara að leggja bíl í hjarta Kaupmannahafnar en í hjarta Reykjavíkur, þrátt fyrir þær hækkanir sem hafa verið samþykktar. Í Kaupmannahöfn kostar ein klukkustund á dýrasta gjaldsvæðinu 41 danska krónu, jafnvirði 823 íslenskra króna á gengi dagsins í dag, en verðið á kvöldin frá 18-23 jafngildir 321 íslenskri krónu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Sam­fé­lag­ið á rangri leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nærri 70% svar­enda í könn­un fyr­ir verka­lýðs­hreyf­ing­una töldu sam­fé­lag­ið vera á rangri leið og ein­ung­is um 17% sögðu sam­fé­lag­ið vera á réttri leið. Stefán Ólafs­son seg­ir að sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar komi fram mik­il óánægja með sumt af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á og sumt af því sem hann hef­ur leit­ast við að ná fram í frá­far­andi rík­is­stjórn.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
6
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár