Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Klukkutími í dýrustu stæðum borgarinnar mun kosta 600 krónur

Hækk­an­ir á bíla­stæða­gjöld­um á dýr­asta gjald­skyldu­svæð­inu hafa ver­ið sam­þykkt­ar af borg­ar­ráði. Rukk­að verð­ur til kl. 21 á kvöld­in á svæð­um P1 og P2 og sömu­leið­is verð­ur ekki leng­ur frítt að leggja á sunnu­dög­um.

Klukkutími í dýrustu stæðum borgarinnar mun kosta 600 krónur
Bílastæði Meirihlutinn í borginni hefur ákveðið að hækka gjöld á gjaldskyldusvæði P1 og lengja þann tíma sem rukkað er fyrir stæðin fram til kl. 21 á kvöldin. Mynd: Davíð Þór

Ýmsar breytingar á bílastæðagjöldum miðsvæðis í borginni voru samþykktar í borgarráði í dag. Bæði er verið að hækka verð á dýrasta gjaldskyldusvæðinu og lengja þann tíma sem rukkað er fyrir bílastæði á svæðum P1 og P2.

Þær breytingar sem voru samþykktar er að gjaldið á svæði P1 verði hækkað úr 430 krónum upp í 600 krónur og sömuleiðis var samþykkt að hámarkstími í þeim stæðum yrði þrjár klukkustundir.

Að auki var samþykkt að gjaldskyldutíminn á svæðum P1 og P2, þar sem kostar 220 krónur að leggja í eina klukkustund, yrði lengdur þar til klukkan 21 á kvöldin á virkum dögum og laugardögum. 

Einnig verður gjaldskylda á þessum svæðum tekin upp á sunnudögum, á milli kl. 10 og 21, en hingað til hefur verið frítt að leggja bíl á borgarstæðum við götur í miðborginni alla sunnudaga.

Á móti þessum hækkunum kemur að ekki verður lengur gjaldskylda á gjaldsvæði P3 á laugardögum, en þar hefur til þessa verið rukkað á milli kl. 10 og 16 á laugardögum. 

Verðin taka fram úr Árósum en standa Köben langt að baki

Heimildin ákvað að ráðast í smá samanburð á verði bílastæða í Reykjavík og tveimur helstu borgum Danmerkur.

Með þessum hækkunum á gjaldskránni á dýrasta bílastæðasvæðinu í Reykjavíkurborg tekur borgin fram úr Árósum, næststærstu borg Danmerkur, hvað verð á bílastæðum á dýrasta gjaldskyldusvæðinu varðar.

Þar kostar 22 danskar krónur, jafnvirði 441 íslenskra króna, að leggja bíl í eina klukkustund á milli kl. 8-19 á virkum dögum og laugardaga, en lægra gjald er á kvöldin. Þar er einnig rukkað á sunnudögum, en þá er gjaldið einungis 5 danskar krónur á klukkustund, eða um 100 krónur íslenskar.

Hins vegar verður áfram talsvert dýrara að leggja bíl í hjarta Kaupmannahafnar en í hjarta Reykjavíkur, þrátt fyrir þær hækkanir sem hafa verið samþykktar. Í Kaupmannahöfn kostar ein klukkustund á dýrasta gjaldsvæðinu 41 danska krónu, jafnvirði 823 íslenskra króna á gengi dagsins í dag, en verðið á kvöldin frá 18-23 jafngildir 321 íslenskri krónu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár