Það er nú oft þannig að eftirlitskerfið virkar ekki nákvæmlega á tímapunktinum þegar eitthvað brot er framið,“ segir Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins.
Lárus kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrr í dag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra Bankasýslunnar. Var þar til umræðu svört skýrsla Fjármálaeftirlitsins (FME) um útboð Íslandsbanka á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum.
Þar eru útlistuð alvarleg lögbrot af hálfu bankans. Lárus segir samt sem áður að eftirlitskerfið með bönkum virki vel og að virkt eftirlit muni verða til þess að þær fari eftir þeim lögum og reglum sem til eru staðar.
„Þá auðvitað sitjum við eftir með sárt ennið“
Bankasýslan kom að útboðinu ásamt Íslandsbanka en í skýrslu FME kemur fram að bankinn hafi blekkt Bankasýsluna og veitt henni villandi upplýsingar
Á að vera hægt að blekkja ykkur? Eigið þið ekki að geta séð í gegnum svoleiðis?
„Ef þú býrð yfir upplýsingum sem þú átt að hafa vegna þess hlutverks sem þú gegnir í ferlinu og þú lætur þær ekki af hendi þá er voðalega erfitt fyrir þann sem heyrir ekki af því að reyna að átta sig á því. Þetta eru upplýsingar sem þessi aðili átti að afla til þess að upplýsa okkur og ef það er ekki gert þá auðvitað sitjum við eftir með sárt ennið.“
Sjá má viðtalið við Lárus í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan.
Þetta mál og önnur eru mjög svört og ótrúlegt hvað stjórnendur samfélagsins eru meðvirkir.
Er ekki löngu komið að þolmörkum hjá hugsandi réttsýnum samfélagsþegnum?