Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sátt er játning á brotum

Sátt Ís­lands­banka við fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands er játn­ing á brot­um að mati Gunn­ars Jak­obs­son­ar, vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Ís­lands.

Sátt er játning á brotum
Nefndarfundur Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Hann situr hér lengst til vinstri á myndinni, en auk hans voru mætt á fundinn fyrir hönd Seðlabankans þau Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Það er kannski er að þvælast fyrir okkur þegar við erum að tala um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst í rauninni bara um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu á þeirri atvikalýsingu sem er og þeim brotum sem hafa verið framin,“ sagði Gunnar á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem nú stendur yfir. 

Fundarefnið er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum og auk Gunnars eru Björk Sigurgísladóttir og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, gestir fundarins. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, eru einnig gestir fundarins. 

„Það er játning og við ljúkum málinu með játningu á þeirri atvikalýsingu sem er og þeim brotum sem hafa verið framin,“
Gunnar Jakobsson,
varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

Gunnar sagði það heppilegt þegar hægt er að ljúka málum sem þessum með játningu í stað þess að fara dómstólaleiðina. „Mitt mat er það að það er heppilegt þar sem það er hægt að ljúka málum með játningu heldur í staðinn fyrir að fara í vegferð fyrir dómstólum til þess að fá úr því skorið hvort um hafi verið að ræða brot og hvers konar brot, sérstaklega þegar við erum að reyna að koma á úrbótum.“

Birna Einarsdóttir, sem lét af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í nótt, hefur lýst sátt bankans við fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands sem trausts­yf­ir­lýs­ingu gagn­vart sér. Í sátt­inni eru þó al­var­legar at­huga­semd­ir við hátt­semi henn­ar og stjórn­ar bank­ans og að brot­in séu ekki til­fallandi held­ur al­var­leg og kerf­is­læg.

Birna sagði ekkert um játningu í samtali við Heimildina fyrir helgi heldur var það mat hennar að í sáttinni fælist traustsyfirlýsing í sinn garð. 

„Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt,“ sagði hún enn frekar. Í sáttinni sjálfri er því þó lýst að Íslandsbanki hafi beðið um að fá að ljúka málinu með sátt þann 6. janúar, eftir að hafa fengið frummat fjármálaeftirlitsins til yfirferðar. Þegar málum er lokið með sátt er miðað við að sektarfjárhæðir séu hlutfallslega lægri en ætla má að þær væru ef stjórnvaldssektir yrðu lagðar á einhliða. Skiptir líka máli hvenær falast er eftir sátt. 

Það er annar tónn en sleginn er í niðurstöðu fjármálaeftirlitsins og birtist í sáttinni sem stjórnendur bankans höfðu þá þegar lýst yfir vilja til að undirgangast. „Þá er það mat fjármálaeftirlitsins að stjórnarhættir málsaðila, í tengslum við undirbúning og aðkomu hans að útboði Bankasýslu ríkisins, beri vott um skort á áhættuvitund stjórnenda og hafi ekki verið til þess fallnir að stuðla að skilvirkri og varfærinni stjórnun hans.“

Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, sagði, líkt og Gunnar, að Íslandsbanki hefði gengist við brotinu. 

„Ef að skilyrði sáttar eru uppfyllt þá er það alltaf möguleiki sem er á borðinu. Í þessu tilviki óskar Íslandsbanki sjálfur eftir að ljúka þessu með þessum hætti. Þá þarf að uppfylla tvö önnur skilyrði, að aðili máls gengst við brotinu, hann viðurkennir að hann hafi brotið af sér og hann ræðst í úrbætur á grundvelli úrbótakrafna.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Brosir gegnum sárin
1
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
4
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
10
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár