Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Efast um að Íslandsbankaskýrslan hefði birst fyrir hrun

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að skýrsla á við þá sem Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands gaf út í gær hefði ekki lit­ið dags­ins ljós fyr­ir efna­hags­hrun­ið ár­ið 2008.

Mér er það til efs að hún hefði litið dagsins ljós á árunum fyrir hrun, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skýrslu sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti í gær vegna lögbrota Íslandsbanka við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 

Katrín bendir á að regluverkið á fjármálamörkuðum sé gjörbreytt frá því sem var fyrir hrun. 

Ég tel að að einhverju leyti sýni þessi ferill að við höfum staðið okkur vel, margar ríkisstjórnir frá hruni, í að byggja upp þetta regluverk, segir Katrín sem viðurkennir þó að það séu mikil vonbrigði að sjá reglurnar brotnar. 

Hún segir skýrsluna mikilvægan þátt í uppgjörinu vegna sölunnar. Ríkið á enn um 40% í bankanum og sagði fjármálaráðherra í samtali við Heimildina fyrr í dag að mikilvægt væri að hætta ekki við áform um að losa um þann eignarhlut ríkisins. 

Katrín segir Vinstri græn sammála því að selja megi frekari hlut í bankanum. 

En það verður þá með breyttu fyrirkomulagi og þetta má ekki endurtaka sig, segir Katrín. 

Spyr að leikslokum í fylgismálum

Ríkisstjórnarflokkarnir mældust samanlagt með 34,2 prósent fylgi í könnun Maskínu sem birt var í morgun: Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 18,5 prósent, Framsóknarflokkur með 8,8 prósent og Vinstri græn slétt 7 prósent.

Katrín telur að þrálát verðbólga og vaxtahækkanir hafi sitt að segja um lágt fylgi.

En ég er líka mjög sannfærð um það að mín hreyfing er að skila þeim verkum sem við ætluðum okkur að gera þannig að eins og allir stjórnmálamenn segja: Við spyrjum að leikslokum í þessu eins og öðru.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Katrín er hálfvolg í þessu sem fleiru. Eftir því er tekið, að Vg styður ekki, að Íslandsbakamálið verði rannsakað ofan í kjölinn.
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Skýrslan hefði birst og Katrín veit það. En núna er eftirlitið ekki sjálfstætt, skattrannsoknir dauðar og Katrín styður villta vestrið. Þetta var einfaldlega of gróft brot til að hunsa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár