Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Inga Sæland vill bankastjórn og fjármálaráðherra burt: „Þetta fólk á allt að fara“

Formað­ur Flokks fólks­ins seg­ir enn skýr­ara nú en áð­ur að skipa þurfi rann­sókn­ar­nefnd til þess að fara yf­ir söl­una á Ís­lands­banka. Bank­inn hef­ur sam­þykkt að greiða sögu­lega háa sekt fyr­ir lög­brot sem voru fram­in inn­an hans í ferl­inu.

<span>Inga Sæland vill bankastjórn og fjármálaráðherra burt:</span> „Þetta fólk á allt að fara“
Ákveðin Inga er skýr í sínum viðbrögðum við sátt Íslandsbanka og FME. Hún vill að þau sem komu að málinu víki. Mynd: Bára Huld Beck

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kallar eftir afsögn bankastjóra Íslandsbanka, stjórnar bankans og fjármálaráðherra, vegna lögbrota bankans við sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í honum. 

„Þetta fólk á allt að fara, það er búið að brjóta lög og Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] ber ábyrgð á því hvort sem hann vissi af því eða ekki,“ segir Inga.

Sáttargjörð Íslandsbanka og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var birt í gær en vegna hennar mun Íslandsbanki greiða sögulega háa sekt, 1,2 milljarða króna. Í sáttinni eru „alvarleg og kerfislæg“ lögbrot Íslandsbanka útlistuð, en þau eru fjölmörg. Bankinn villti um fyrir Bankasýslu ríkisins og skapaði fjölmarga hagsmunaárekstra með því að gefa starfsmönnum sínum aðgang að útboðinu.

Dökk mynd

Inga segir að sáttin dragi upp mun dekkri mynd af framkvæmd sölunnar en bankinn málaði upp fyrir helgi. 

„Ég veit ekki við hverju maður bjóst en nú er búið að draga það þarna upp á yfirborðið að þetta er mun alvarlegra en þau hafa viljað vera að láta,“ segir Inga. „Það hefur líka komið í ljós að rannsóknarnefndin sem stjórnarandstaðan hefur farið fram á að verði sett á fót til þess að fara yfir þessa sölu á meira en rétt á sér.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Heimildina í gær að bankinn bæri ábyrgð á lögbrotunum, ekki fjármálaráðherra. Þannig hafi ekkert komið í ljós sem bendi til þess að óeðlilega hafi verið staðið að undirbúningi sölunnar. 

„Þarna er hafin framkvæmd þar sem á að fylgja ákveðnum reglum og það er ekki gert,“ sagði Katrín. „Þá horfi ég auðvitað til þess hver það er sem fylgir ekki reglunum, það er bankinn.“

Inga er ósammála forsætisráðherra. 

„Ráðherraábyrgð hans er skýr hvað þetta varðar. Hann ber lagalega ráðherraábyrgð gagnvart öllum sölum ríkiseigna. Hann getur ekki þvegið hendur sínar af þessu,“ segir Inga. Næsta mál á dagskrá hjá henni er að kalla eftir svörum frá fjármálaráðuneytinu um það hve mikið nákvæmlega ríkið greiddi fyrir umsýslu með söluferlinu og hverjum ríkið greiddi þær upphæðir.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár