Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín Jakobsdóttir: Ábyrgðin bankans, ekki fjármálaráðherra

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að banka­stjóri og stjórn Ís­lands­banka beri fulla ábyrgð á lög­brot­um við söl­una á bank­an­um. Um póli­tíska ábyrgð seg­ir Katrín ekk­ert hafa kom­ið fram sem bendi til þess að óeðli­lega hafi ver­ið stað­ið að und­ir­bún­ingi söl­unn­ar.

<span>Katrín Jakobsdóttir:</span> Ábyrgðin bankans, ekki fjármálaráðherra
Áfellisdómur „Ég get enga aðra niðurstöðu dregið en að þetta sé mjög alvarlegur áfellisdómur yfir stjórnendum bankans,“ segir Katrín um sáttina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ríkisstjórnin mun ekki ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar varðandi sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrra. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) var birt í dag en bankinn hefur viðurkennt að hafa brotið lög við söluna. Ríkið á enn 42,5% í bankanum og var frekari sala á hlut ríkisins á áætlun í ár.

Samtök atvinnulífsins sögðu í umsögn sinni um fjárlög þessa árs að ef ekki yrði af sölu bankans væri ein meginforsenda fjárlaga í uppnámi. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að 75 milljarðar króna fengjust fyrir hlut ríkisins í bankanum. Ef salan fer ekki í gegn í ár verður því til 75 milljarða gat í fjárlögum.

Spurð um það segir Katrín að ríkisstjórnin sé alltaf að vinna með mikla óvissu. „Það er ekki eitthvað sem ég hef stórar áhyggjur af,“ segir Katrín. „Mér finnst mikilvægara að við ætlum að vanda bæði mjög vel til þess að skoða þessa sölu og ekki taka ákvörðun um nýja fyrr en þetta fyrirkomulag hefur verið endurskoðað.“

Kallar eftir því að stjórnendur bankans axli ábyrgð

Katrín segir ítarlega rannsókn FME vera alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnendum bankans. Hún kallar brot bankans alvarleg, m.a. hvað varðar skort á áhættuvitund og ráðstafanir til að tryggja að bankinn uppfyllti lagakröfur. 

Í sáttargjörðinni kemur einnig fram að bankinn veitti Bankasýslunni villandi upplýsingar og virti ekki útboðsskilmála hennar. 

„Það er auðvitað stóralvarlegt mál því hér er um að ræða sölu á almannaeign“
Katrín Jakobsdóttir
um villandi upplýsingar Íslandsbanka til Bankasýslunnar.

„Það er auðvitað stóralvarlegt mál því hér er um að ræða sölu á almannaeign,“ segir Katrín. „Við köllum eftir því að stjórn og stjórnendur axli ábyrgð á þessu ferli.“

Ertu þá að kalla eftir því að stjórn bankans og bankastjóri segi af sér? 

„Ég kalla eftir því að þau geri okkur, eigendum sínum, grein fyrir því hvernig þau ætla að axla ábyrgð á þessari stöðu og sínum gjörðum,“ segir Katrín. 

Bankinn sem fylgdi ekki reglum

Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra axli pólitíska ábyrgð á málinu. Katrín segir aftur á móti ekkert hafa komið fram um að óeðlilega hafi verið staðið að undirbúningi sölunnar en þar taki ráðherrar ákvarðanir. 

„Síðan er það auðvitað bankasýslan sem á að annast þetta fyrir hönd ríkisins. Samkvæmt þessari skýrslu, sem við eigum eftir að kafa betur í, þá virðast reglur hafa verið brotnar, skilmálum ekki verið fylgt og villandi upplýsingar verið gefnar. Mér finnst alveg blasa við hver ber ábyrgð á því.“

Er það þá ekki fjármálaráðherra? 

„Ég myndi telja að það væri bankinn sem fylgir ekki reglunum og gefur ekki réttar upplýsingar.“

Ber Bjarni þá enga ábyrgð? 

„Þarna er hafin framkvæmd þar sem á að fylgja ákveðnum reglum og það er ekki gert. Þá horfi ég auðvitað til þess hver það er sem fylgir ekki reglunum, það er bankinn.“

Áfellisdómur

Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því síðan salan fór fram í fyrra að rannsóknarnefnd verði skipuð sem fái það hlutverk að fara yfir söluna. 

Munt þú styðja kröfu um skipun rannsóknarnefndar? 

„Ég tel að bæði skýrsla Ríkisendurskoðunar og þessi skýrsla muni gefa heildstæða mynd af þessu ferli öllu og það kalli ekki á frekari rannsóknir en með þeim fyrirvara að við eigum eftir að fara yfir þetta mál á vettvangi ríkisstjórnar. Ég tel að þessi skýrsla sýni mjög vel hvernig framkvæmdinni var háttað.“

„Við köllum eftir því að stjórn og stjórnendur axli ábyrgð á þessu ferli“
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra

Katrín segir að í framhaldinu verði ráðist í að endurskoða fyrirkomulag sölunnar frá grunni og ítrekar að engin frekari sala muni fara fram fyrr en því er lokið. 

Sérðu fyrir þér að það gerist á þessu ári? 

„Ég þori ekki að segja nákvæmlega til um það. Það verður bara að taka þann tíma sem það tekur því að stóra málið er að svona sala þarf að vera hafin yfir allan vafa. Þessi skýrsla er áfellisdómur yfir framkvæmd bankans og það getum við ekki látið endurtaka sig.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Það er sorglegt, aumlegt og skammarlegt þegar forsætisráðherra landsins telur sig enga ábyrgð bera á gjörðum ráðherra sinna og yppir áhyggjulausum öxlum yfir hverju stórmálinu á fætur öðru. Og kona þaraðauki! Það er hættulegt þegar hún leyfir dómsmálaráðherra að vígvæða lögreglu án lýðræðislegs samráðs við ríkisstjórn og Alþingi og beinir þarmeð farvegi lýðræðis í átt að einræði og ofbeldi. Og felur samþykkta stjórnarskrá alþýðunnar. Það er fáránlegt þegar hún forsætisráðherrann, skipstjórinn í brúnni, telur sig valdlausa í fjármálum þjóðarinnar og leyfir þarafleiðandi auðgunarbrot sérhagsmunaafla á kostnað lífsviðurværis hins almenna borgara: svo sem sést á að helstu auðlindir landsins færa örfáum ofurauð en fjöldanum versnandi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lélegri vernd fjölskyldna og barna. OG nú síðast á lýðræði Alþingis í vök að verjast þegar forseti Alþingis tekur upp einræði í upplýsingagjöf sem alþingismenn, kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga fullan rétt á að nálgast. En Katrín Jakobsdóttir, kona, forsætisráðherra þjóðarinnar, telur sig ábyrgðarlausa og valdlausa og vísar til almennra starfsmanna og borgara um að sinna ábyrgð. Hvað kom fyrir þig, Katrín Jakobsdóttir? Af hverju ættir þú að vera sú manneskja sem skiptir máli að stjórni? Ég velti fyrir mér að þú ættir að skipa svo fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis rannsaki allan fjárhagsrekstur ríkisstjórnar þinnar svo hægt verði að sýna hver ber pólitíska ábyrgð framar öðrum í stjórn landsins fyrst hvorki þú eða fjármálaráðherra kannist við slíkt. Skyldi engan undra að fjármálakerfið haldi að það megi hegða sér eins og það beri enga ábyrgð gagnvart almenningi. Ég mæli með að starfsleyfi allra deilda Íslandsbanka sem komið hafa að sölu bankans fyrr og nú verði tekið af þeim. Mæli einnig með að bankastjóranum verði sagt upp störfum strax. Svo mæli ég eindregið með að ríkisstjórninni verði sagt upp tafarlaust og að almenningur þessa lands hætti viðskiptum við Íslandsbanka og mæti til borgaralegrar uppreisnar á Austurvöll. Og kjósi aldrei aftur vinstri græna eða sjálfstæðisflokk.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    bjarN1 benediktsson er ekki stjórnmálamaður, hann er foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisglæpasamtakanna.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Í alvörulandi er keðjuábyrð ábyrgðar og Bjarni er bullandi sekur og ekki mark á honum takandi... sér í lagi yfirlýsingar um þekkingarleysið á fjárfestingum föður hans enda Bjarni Beneficial Owner á aflandseyjaskráðu höllinni í Florida enda notaði hann bústaðinn þrátt fyrir að honum sem þingmanni og ráðherra væri fulljóst að um aflandseyjaskráða felueign væri að ræða.

    Frekar fyndið að fjármálaráðherrar notið hulduheimaeignir í R&R... en ekkert nýtt á Íslandi.

    Þetta er galið ástand og því miður ekki óhætta að sleppa neinum upplýsingum lausum því landinn og kerfið svæfir og kæfir allt. Breytingin frá 2000 er engin og allir dómarnir um "vondu" banksterana voru eins og allir erlendir sérfræðingar sáu í hendi sér... bara sýndarmennska.... því kerfið breytttist ekkert.

    Auðvitað veit Katrín af öllu... uppalin af Steingrími og meðvituð um allar hans gerðir... líka þegar hann vildi selja bretum sjálfsdæmið.

    En við fáum það sem við eigum skilið... ekki satt ?
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Spillingin er svo svakalega mikil á Íslandi að ekkert verður gert , en hvers vegna er VG svona sokkin í spillingu ?
    3
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Nei sko, klappstýran mætt.
    Bjaddni klapp klapp klapp, Bjadddni klapp klapp klapp.
    Er til meiri vesalingur í pólitík en Katrín ?
    4
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hvað er Bjarni Ben með uppí erminni gegn Katrínu Jak sem þolir ekki dagsljósið ?Meðvirkni Katrínar Jak með Bjarna Ben er hreinlega átakanleg og öllum í sömu stöðu ráðlagt að leita sér aðstoðar hjá alanon-samtökunum. Bjarni Ben ber 100% ábyrgð á sölu ríkiseigna sem fjármálaráðherra í stjórnarráði Katrínar Jak.
    7
    • Sveinn Hansson skrifaði
      Nei sko, klappstýran mætt.
      Bjaddni klapp klapp klapp, Bjadddni klapp klapp klapp.
      Er til meiri vesalingur í pólitík en Katrín ?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár