Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta lítur ekki vel út“

Stefnt er að því að fá full­trúa fjár­mála­eft­ir­lits­ins á fund efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar Al­þing­is vegna Ís­lands­banka­máls­ins næst­kom­andi mið­viku­dag. Sá fund­ur verð­ur þó lok­að­ur fyr­ir al­menn­ingi. Ág­úst Bjarni Garð­ars­son, 1. vara­formað­ur nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að mál­ið slái hann illa.

„Þetta lítur ekki vel út“
Vill klára lesturinn Ágúst sagði í samtali við Heimildina að hann vildi klára lesturinn á sáttargjörð Íslandsbanka við fjármálaeftirlitið áður en hann úttalaði sig um málið. „Það slær mig illa,“ sagði hann um það sem hann var þegar búinn að lesa.

Stefnt er að því að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundi næstkomandi miðvikudag og fjalli þar um þær upplýsingar sem fram koma í sáttargjörð Íslandsbanka við fjármálaeftirlitið. Þetta staðfestir Ágúst Bjarni Garðarsson, 1. varaformaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins.

Spurður hvernig hann meti þær upplýsingar sem í sáttargjörðinni koma fram sagði Ágúst um eitt leytið í dag að hann væri byrjaður að fara yfir skjalið en ætti eftir að lesa það allt. „Það slær mig illa en ég á eftir að lesa þetta allt saman stafanna á milli og ætla að klára það áður en ég segi meira.“

„Nei, hann verður lokaður“
Ágúst Bjarni Garðarsson
um fyrirhugaðan fund efnahags- og viðskiptanefndar

Spurður enn fremur hvort hann teldi, miðað við það sem hann hefði þó þegar séð, að einhverjir þeir aðilar sem ábyrgð bæru á ferlinu, til að mynda bankastjóri og bankastjórn þyrftu að víkja, sagði Ágúst að rétt væri að blaðamaður heyrði aftur í honum síðar í dag, þegar hann hefði lokið við lesturinn. „En þetta lítur ekki vel út.“ Ágúst svaraði ekki í síma klukkan 15:00 þegar Heimildin reyndi að hafa samband við hann aftur.

Stefnt er að því að halda fund í efnahags- og viðskiptanefnd klukkan 11:00 á miðvikudaginn næsta vegna málsins, segir Ágúst Bjarni, og hefur nefndarritari sett sig í samband við fjármálaeftirlit Seðlabankans til að fá fulltrúa þaðan á fundinn. Ekki er þó staðfest enn sem komið er að hægt verði að halda fundinn þá en segir Ágúst Bjarni að hann geri ráð fyrir því. Spurður hvort að fundurinn verði opinn svarar Ágúst Bjarni: „Nei, hann verður lokaður.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár