Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Kristján ætti frekar að ræða rök fagráðsins“

Full­trúi Sið­fræði­stofn­un­ar HÍ í fagráði um vel­ferð dýra hvet­ur for­stjóra Hvals til þess að fara í bolt­ann frek­ar en mann­inn. For­stjór­inn sak­aði full­trú­ann um van­hæfi í Morg­un­blað­inu í dag.

„Kristján ætti frekar að ræða rök fagráðsins“
Veiði Frá hvalveiðum síðasta sumar. Veiðar á langreyðum eru bannaðar út sumarið. Mynd: Arne Feuerhahn

Fagráð um velferð dýra tók ekki ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum. Ráðið svaraði einfaldlega spurningu sem lögð var fyrir þau af Matvælastofnun: Er hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela? Svarið var nei. 

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði í fyrradag veiði á langreyðum til 31. ágúst. Degi áður hafði fagráð um velferð dýra skilað áliti þar sem fram kom að veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga um velferð dýra og að ekki væri hægt að uppfylla nauðsynleg skilyrði til þess að tryggja velferð hvalanna við aflífun. 

Þó svo að Svandís hafi tekið ákvörðunina í kjölfar útgáfu álitsins segir Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands í fagráðinu, mikilvægt að hafa í huga að fagráðið taki ekki stjórnvaldsákvarðanir og hafi því í raun ekki ráðið neinu. 

„Það var ekki verið að framselja neitt vald til okkar eins og haldið hefur verið fram í umræðunni,“ segir Henry í samtali við Heimildina.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að Henry hafi verið vanhæfur til þess að sitja í fagráðinu þar sem hann hafði áður lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Henry segir að það hafi ekki verið neitt leyndarmál að hann hafi haldið erindi á málþingi um rök með og á móti veiðum á stórhvelum áður en eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum hérlendis var gefin út. Fagráðið fór ítarlega yfir þá skýrslu þegar það vann sitt álit og segir Henry að ef eitthvað hefði komið fram í skýrslunni sem hefði stutt breytt sjónarmið hefði hann verið tilbúin í að breyta áliti sínu á veiðunum. 

„Ég held að Kristján ætti frekar að ræða rök fagráðsins en að ráðast á fólk, hvort sem það er ég eða ráðherra,“ segir Henry í samtali við Heimildina. „Ég er ekki aktívisti en ég hef ekki séð rök sem sýna fram á að það sé mögulegt að stunda mannúðlega að veiðum á stórhvelum.“

Hann saknar þess að rætt sé um rök fagráðsins sem sá ekki að mögulegt væri að framkvæma veiðar á langreyðum með mannúðlegum hætti. Fagráðið horfði einungis til veiða á langreyðum í áliti sínu, ekki öðrum tegundum hvala. 

Ekkert bendir til þess að mannúðlegri veiðar séu mögulegar

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa að undanförnu barist gegn banninu, m.a. með þeim rökum að Hvalur hf. hafi sýnt vilja í verki til þess að bæta aðferðir við veiðarnar. En Henry segir engin gögn benda til þess að hægt sé að gera veiðarnar mannúðlegri. 

„Við spurðum einn helsta sérfræðing um hvalveiðar um það. Hann staðfesti að það er ekki hægt,“ segir Henry og vísar til Egils Ole Øen, dýralæknis og sérfræðings um hvalveiðar. 

Í áliti fagráðsins kemur t.a.m. fram að notkun rafmagns við aflífun hvala muni ekki tryggja öruggan og skjótan dauða, en þetta staðfesti Egil á fundi með fagráðinu. 

„Þú þarft að þróa svona aðferðir, það þarf að gera vísindalegar tilraunir,“ segir Henry. „Það er mjög erfitt að leggja mat á einhverjar óljósar hugmyndir um að það sé hægt að gera þetta betur í framtíðinni. Ég get ekki útilokað það en það eru engin gögn sem benda til þess að meiri ástæða en minni að trúa því að það sé hægt. Nema kannski með að auka sprengiefni í skutli en þá verður lítið eftir af bráðinni.“

FulltrúiHenry Alexander Henrysson.

Fagráðið telur að sú veiðiaðferð sem nú er beitt við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. SFS og fleiri talsmenn hvalveiða hafa aftur á móti haldið því fram að lög um dýravelferð nái ekki yfir hvali. Henry tekur fram að þó að hann sé ekki lögfræðimenntaður þá séu lögin mjög skýr um að öll dýr falli þarna undir. 

„Það væri hlutverk MAST og dómstóla á endanum að skera úr um það,“ segir Henry. 

SFS kalla eftir því að stjórnvöld láti af sínum eigin tilfinningum

SFS hafa sagt ljóst að deilan um veiðarnar snúist ekki lengur um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu, heldur um skoðanir fólks. 

„Það getur verið erfitt að takast á um tilfinningar, enda sýnist sitt hverjum, eins og vonlegt er,“ segir í tilkynningu frá SFS sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að Svandís bannaði veiðarnar tímabundið. „Stjórnvöld verða hins vegar, nú sem fyrr, að horfa til vísindalegra og lagalegra forsendna þegar kemur að veigamiklum ákvörðunum um nýtingu auðlinda, veiða við Ísland, og láta um leið af sínum eigin tilfinningum og pólitísku skammtímahagsmunum.“

Henry tekur aftur á móti fram að álitið sé ekki persónuleg skoðun fagráðsins með eða á móti hvalveiðum. 

„Þetta er bara spurning um núverandi veiðar á langreyðum byggt á þeim gögnum sem eru til. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé hægt að tryggja mannúðleg dráp á þessum hvölum.“

Spurður um skoðun sína á veiðibanni Svandísar segir Henry: 

„Mér finnst alltaf að allir kjörnir fulltrúar eigi að hlíta rökum.“

Finnst þér hún hafa verið að hlíta rökum? 

„Já, þetta þýðir ekki að sérfræðingar séu búnir að taka völdin heldur bara að rökin benda í eina átt og þá á maður að hlíta rökum.“

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
4
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár