Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Kristján ætti frekar að ræða rök fagráðsins“

Full­trúi Sið­fræði­stofn­un­ar HÍ í fagráði um vel­ferð dýra hvet­ur for­stjóra Hvals til þess að fara í bolt­ann frek­ar en mann­inn. For­stjór­inn sak­aði full­trú­ann um van­hæfi í Morg­un­blað­inu í dag.

„Kristján ætti frekar að ræða rök fagráðsins“
Veiði Frá hvalveiðum síðasta sumar. Veiðar á langreyðum eru bannaðar út sumarið. Mynd: Arne Feuerhahn

Fagráð um velferð dýra tók ekki ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum. Ráðið svaraði einfaldlega spurningu sem lögð var fyrir þau af Matvælastofnun: Er hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela? Svarið var nei. 

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði í fyrradag veiði á langreyðum til 31. ágúst. Degi áður hafði fagráð um velferð dýra skilað áliti þar sem fram kom að veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga um velferð dýra og að ekki væri hægt að uppfylla nauðsynleg skilyrði til þess að tryggja velferð hvalanna við aflífun. 

Þó svo að Svandís hafi tekið ákvörðunina í kjölfar útgáfu álitsins segir Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands í fagráðinu, mikilvægt að hafa í huga að fagráðið taki ekki stjórnvaldsákvarðanir og hafi því í raun ekki ráðið neinu. 

„Það var ekki verið að framselja neitt vald til okkar eins og haldið hefur verið fram í umræðunni,“ segir Henry í samtali við Heimildina.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að Henry hafi verið vanhæfur til þess að sitja í fagráðinu þar sem hann hafði áður lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Henry segir að það hafi ekki verið neitt leyndarmál að hann hafi haldið erindi á málþingi um rök með og á móti veiðum á stórhvelum áður en eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum hérlendis var gefin út. Fagráðið fór ítarlega yfir þá skýrslu þegar það vann sitt álit og segir Henry að ef eitthvað hefði komið fram í skýrslunni sem hefði stutt breytt sjónarmið hefði hann verið tilbúin í að breyta áliti sínu á veiðunum. 

„Ég held að Kristján ætti frekar að ræða rök fagráðsins en að ráðast á fólk, hvort sem það er ég eða ráðherra,“ segir Henry í samtali við Heimildina. „Ég er ekki aktívisti en ég hef ekki séð rök sem sýna fram á að það sé mögulegt að stunda mannúðlega að veiðum á stórhvelum.“

Hann saknar þess að rætt sé um rök fagráðsins sem sá ekki að mögulegt væri að framkvæma veiðar á langreyðum með mannúðlegum hætti. Fagráðið horfði einungis til veiða á langreyðum í áliti sínu, ekki öðrum tegundum hvala. 

Ekkert bendir til þess að mannúðlegri veiðar séu mögulegar

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa að undanförnu barist gegn banninu, m.a. með þeim rökum að Hvalur hf. hafi sýnt vilja í verki til þess að bæta aðferðir við veiðarnar. En Henry segir engin gögn benda til þess að hægt sé að gera veiðarnar mannúðlegri. 

„Við spurðum einn helsta sérfræðing um hvalveiðar um það. Hann staðfesti að það er ekki hægt,“ segir Henry og vísar til Egils Ole Øen, dýralæknis og sérfræðings um hvalveiðar. 

Í áliti fagráðsins kemur t.a.m. fram að notkun rafmagns við aflífun hvala muni ekki tryggja öruggan og skjótan dauða, en þetta staðfesti Egil á fundi með fagráðinu. 

„Þú þarft að þróa svona aðferðir, það þarf að gera vísindalegar tilraunir,“ segir Henry. „Það er mjög erfitt að leggja mat á einhverjar óljósar hugmyndir um að það sé hægt að gera þetta betur í framtíðinni. Ég get ekki útilokað það en það eru engin gögn sem benda til þess að meiri ástæða en minni að trúa því að það sé hægt. Nema kannski með að auka sprengiefni í skutli en þá verður lítið eftir af bráðinni.“

FulltrúiHenry Alexander Henrysson.

Fagráðið telur að sú veiðiaðferð sem nú er beitt við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. SFS og fleiri talsmenn hvalveiða hafa aftur á móti haldið því fram að lög um dýravelferð nái ekki yfir hvali. Henry tekur fram að þó að hann sé ekki lögfræðimenntaður þá séu lögin mjög skýr um að öll dýr falli þarna undir. 

„Það væri hlutverk MAST og dómstóla á endanum að skera úr um það,“ segir Henry. 

SFS kalla eftir því að stjórnvöld láti af sínum eigin tilfinningum

SFS hafa sagt ljóst að deilan um veiðarnar snúist ekki lengur um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu, heldur um skoðanir fólks. 

„Það getur verið erfitt að takast á um tilfinningar, enda sýnist sitt hverjum, eins og vonlegt er,“ segir í tilkynningu frá SFS sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að Svandís bannaði veiðarnar tímabundið. „Stjórnvöld verða hins vegar, nú sem fyrr, að horfa til vísindalegra og lagalegra forsendna þegar kemur að veigamiklum ákvörðunum um nýtingu auðlinda, veiða við Ísland, og láta um leið af sínum eigin tilfinningum og pólitísku skammtímahagsmunum.“

Henry tekur aftur á móti fram að álitið sé ekki persónuleg skoðun fagráðsins með eða á móti hvalveiðum. 

„Þetta er bara spurning um núverandi veiðar á langreyðum byggt á þeim gögnum sem eru til. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé hægt að tryggja mannúðleg dráp á þessum hvölum.“

Spurður um skoðun sína á veiðibanni Svandísar segir Henry: 

„Mér finnst alltaf að allir kjörnir fulltrúar eigi að hlíta rökum.“

Finnst þér hún hafa verið að hlíta rökum? 

„Já, þetta þýðir ekki að sérfræðingar séu búnir að taka völdin heldur bara að rökin benda í eina átt og þá á maður að hlíta rökum.“

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár