Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Kristján ætti frekar að ræða rök fagráðsins“

Full­trúi Sið­fræði­stofn­un­ar HÍ í fagráði um vel­ferð dýra hvet­ur for­stjóra Hvals til þess að fara í bolt­ann frek­ar en mann­inn. For­stjór­inn sak­aði full­trú­ann um van­hæfi í Morg­un­blað­inu í dag.

„Kristján ætti frekar að ræða rök fagráðsins“
Veiði Frá hvalveiðum síðasta sumar. Veiðar á langreyðum eru bannaðar út sumarið. Mynd: Arne Feuerhahn

Fagráð um velferð dýra tók ekki ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum. Ráðið svaraði einfaldlega spurningu sem lögð var fyrir þau af Matvælastofnun: Er hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela? Svarið var nei. 

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði í fyrradag veiði á langreyðum til 31. ágúst. Degi áður hafði fagráð um velferð dýra skilað áliti þar sem fram kom að veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga um velferð dýra og að ekki væri hægt að uppfylla nauðsynleg skilyrði til þess að tryggja velferð hvalanna við aflífun. 

Þó svo að Svandís hafi tekið ákvörðunina í kjölfar útgáfu álitsins segir Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands í fagráðinu, mikilvægt að hafa í huga að fagráðið taki ekki stjórnvaldsákvarðanir og hafi því í raun ekki ráðið neinu. 

„Það var ekki verið að framselja neitt vald til okkar eins og haldið hefur verið fram í umræðunni,“ segir Henry í samtali við Heimildina.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að Henry hafi verið vanhæfur til þess að sitja í fagráðinu þar sem hann hafði áður lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Henry segir að það hafi ekki verið neitt leyndarmál að hann hafi haldið erindi á málþingi um rök með og á móti veiðum á stórhvelum áður en eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum hérlendis var gefin út. Fagráðið fór ítarlega yfir þá skýrslu þegar það vann sitt álit og segir Henry að ef eitthvað hefði komið fram í skýrslunni sem hefði stutt breytt sjónarmið hefði hann verið tilbúin í að breyta áliti sínu á veiðunum. 

„Ég held að Kristján ætti frekar að ræða rök fagráðsins en að ráðast á fólk, hvort sem það er ég eða ráðherra,“ segir Henry í samtali við Heimildina. „Ég er ekki aktívisti en ég hef ekki séð rök sem sýna fram á að það sé mögulegt að stunda mannúðlega að veiðum á stórhvelum.“

Hann saknar þess að rætt sé um rök fagráðsins sem sá ekki að mögulegt væri að framkvæma veiðar á langreyðum með mannúðlegum hætti. Fagráðið horfði einungis til veiða á langreyðum í áliti sínu, ekki öðrum tegundum hvala. 

Ekkert bendir til þess að mannúðlegri veiðar séu mögulegar

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa að undanförnu barist gegn banninu, m.a. með þeim rökum að Hvalur hf. hafi sýnt vilja í verki til þess að bæta aðferðir við veiðarnar. En Henry segir engin gögn benda til þess að hægt sé að gera veiðarnar mannúðlegri. 

„Við spurðum einn helsta sérfræðing um hvalveiðar um það. Hann staðfesti að það er ekki hægt,“ segir Henry og vísar til Egils Ole Øen, dýralæknis og sérfræðings um hvalveiðar. 

Í áliti fagráðsins kemur t.a.m. fram að notkun rafmagns við aflífun hvala muni ekki tryggja öruggan og skjótan dauða, en þetta staðfesti Egil á fundi með fagráðinu. 

„Þú þarft að þróa svona aðferðir, það þarf að gera vísindalegar tilraunir,“ segir Henry. „Það er mjög erfitt að leggja mat á einhverjar óljósar hugmyndir um að það sé hægt að gera þetta betur í framtíðinni. Ég get ekki útilokað það en það eru engin gögn sem benda til þess að meiri ástæða en minni að trúa því að það sé hægt. Nema kannski með að auka sprengiefni í skutli en þá verður lítið eftir af bráðinni.“

FulltrúiHenry Alexander Henrysson.

Fagráðið telur að sú veiðiaðferð sem nú er beitt við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. SFS og fleiri talsmenn hvalveiða hafa aftur á móti haldið því fram að lög um dýravelferð nái ekki yfir hvali. Henry tekur fram að þó að hann sé ekki lögfræðimenntaður þá séu lögin mjög skýr um að öll dýr falli þarna undir. 

„Það væri hlutverk MAST og dómstóla á endanum að skera úr um það,“ segir Henry. 

SFS kalla eftir því að stjórnvöld láti af sínum eigin tilfinningum

SFS hafa sagt ljóst að deilan um veiðarnar snúist ekki lengur um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu, heldur um skoðanir fólks. 

„Það getur verið erfitt að takast á um tilfinningar, enda sýnist sitt hverjum, eins og vonlegt er,“ segir í tilkynningu frá SFS sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að Svandís bannaði veiðarnar tímabundið. „Stjórnvöld verða hins vegar, nú sem fyrr, að horfa til vísindalegra og lagalegra forsendna þegar kemur að veigamiklum ákvörðunum um nýtingu auðlinda, veiða við Ísland, og láta um leið af sínum eigin tilfinningum og pólitísku skammtímahagsmunum.“

Henry tekur aftur á móti fram að álitið sé ekki persónuleg skoðun fagráðsins með eða á móti hvalveiðum. 

„Þetta er bara spurning um núverandi veiðar á langreyðum byggt á þeim gögnum sem eru til. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé hægt að tryggja mannúðleg dráp á þessum hvölum.“

Spurður um skoðun sína á veiðibanni Svandísar segir Henry: 

„Mér finnst alltaf að allir kjörnir fulltrúar eigi að hlíta rökum.“

Finnst þér hún hafa verið að hlíta rökum? 

„Já, þetta þýðir ekki að sérfræðingar séu búnir að taka völdin heldur bara að rökin benda í eina átt og þá á maður að hlíta rökum.“

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt
10
FréttirLoftslagsvá

Tókst að semja um for­gangs­orku og olíu­bruna hætt

Samn­ing­ar um for­gangs­orku sem náðst hafa milli Orku­bús Vest­fjarða og Lands­virkj­un­ar þýða að engri olíu eða sára­lít­illi þarf leng­ur að brenna til að kynda hita­veit­ur á Vest­fjörð­um. Fyr­ir ári síð­an voru slík­ir samn­ing­ar sagð­ir ómögu­leg­ir. For­gangs­orka væri of dýr og auk þess ekki fá­an­leg. En stór­bruni olíu í ár og fund­ur á heitu vatni hef­ur breytt mynd­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár