Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Svandís Svavarsdóttir: Lét Katrínu og utanríkisráðuneytið vita í gær

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að skipt­ar skoð­an­ir hafi ver­ið í rík­is­stjórn um þá ákvörð­un henn­ar að fresta hval­veiði­ver­tíð­inni til 31. ág­úst. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ir hún ekki óeðli­legt að leyf­is­haf­inn Hval­ur hf. geri ágrein­ing við ákvörð­un­ina, en tel­ur með­al­hófs gætt af hálfu ráðu­neyt­is­ins.

<span>Svandís Svavarsdóttir: </span>Lét Katrínu og utanríkisráðuneytið vita í gær
Bátur standsettur Ákvörðun Svandísar hefur eflaust komið fáum jafn mikið á óvart og þeim sem voru að standsetja hvalveiðibát við Reykjavíkurhöfn í morgun, fyrir vertíðina sem átti að hefjast á morgun. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir í samtali við Heimildina að niðurstaða fagráðs um velferð dýra um hvalveiðar hafi verið svo „afgerandi“ og „afdráttarlaus“ að tilefni hafi verið til að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiðivertíðar sumarsins.

Hún upplýsti ríkisstjórn um ákvörðun sína á fundi í morgun, en hafði áður látið Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og utanríkisráðuneytið vita. 

„Fagráðið fór ítarlega yfir eftirlitsskýrslu MAST og fékk sérfræðinga á sinn fund til að fá fram þeirra sjónarmið og svara þeirra spurningum um hvort hægt sé að standa þannig að veiðum á stórhvelum að mannúðleg aflífun sé tryggð. Niðurstaðan er mjög afgerandi, þetta er afgerandi mat á þessari veiðiaðferð og að mati ráðuneytisins og að mínu mati er þessi afdráttarlausa afstaða þess eðlis að það er tilefni til að bregðast við,“ segir Svandís í samtali við Heimildina. 

Greint var frá hvalveiðistoppinu í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu á tólfta tímanum í dag og komu fregnirnar töluvert á óvart. Ljósmyndari Heimildarinnar var við Reykjavíkurhöfn í morgun og þar voru starfsmenn á vegum Hvals hf. að störfum – eitthvað að brasa við skutul hvalveiðiskips. Nú er ljóst að hann verður ekki notaður, allavega þar til 31. ágúst. Upphafi vertíðarinnar, sem átti að vera á morgun, hefur verið frestað þar til þá. 

Svandís segir að ráðherra geti, á grundvelli laga um hvalveiðar og laga um velferð dýra, ýmist hert eða losað um þær reglur sem um hvalveiðarnar gilda. Í ljósi niðurstöðu fagráðsins hafi hún ákveðið að setja þetta ákvæði í reglugerðina um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023.

Frestun gæti meðalhófs

Töluverður þrýstingur hafði verið á Svandísi um að stöðva hvalveiðar eftir að eftirlitsskýrsla frá Matvælastofnun var gerð opinber í vor, en hún sýndi að þriðjungur þeirra hvala sem veiddir voru á vertíð ársins 2022 hefði mátt þola langt dauðastríð. Þá hins vegar taldi Svandís sig ekki í stöðu til þess að afturkalla gildandi leyfi Hvals hf. til veiðanna og var m.a. vísað til þess að slík afturköllun gæti bakað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu.

MatvælaráðherraSvandís Svavarsdóttir

Blaðamaður spurði Svandísi hvort ekki mætti búast við að Hvalur hf. myndi gera kröfur um bætur vegna frestunar á vertíðinni, sem átti sem áður segir að hefjast á morgun.

„Það má búast við því að það sé ágreiningur um þessa niðurstöðu, það finnst mér bara ekkert óeðlilegt að gerist og það verður þá bara að fara sína leið, en hins vegar er það mitt mat og ráðuneytisins að það sé nauðsynlegt, þegar álit fagráðsins er svona afgerandi, að fresta upphafi vertíðarinnar til að kanna hvort hægt sé að setja reglur sem tryggja að veiðarnar fari í fram í samræmi við lágmarkskröfur dýravelferðarlaganna sem eru ófrávíkjanlegar. Til þess að gæta meðalhófs frestum við því til 31. ágúst og sköpum þetta ráðrúm, til að fara yfir stöðuna með sérfræðingum og með leyfishafanum,“ segir Svandís.

Gæti Hvalur náð mánaðarvertíð?

Hvalveiðivertíðir standa oftast ekki nema yfir hásumarið og mögulega aðeins inn í haustið og því má búast við að vertíð ársins verði einungis um mánaðarlöng. Blaðamaður spurði hvort þess væri þá að vænta að Hvalur hf. gæti náð um mánuði á langreyðarveiðum í lok sumars. 

RíkisstjórninRíkisstjórnin var upplýst um ákvörðun Svandísar í morgun. Þar komu ýmis sjónarmið fram, segir Svandís.

„Það getur tíminn einn leitt í ljós,“ svaraði Svandís. „Núna er bara komið að því að meta hvort þessi atvinnugrein á sér framtíð í ljósi þessarar niðurstöðu, að veiðiaðferðin geti ekki verið í samræmi við lög.“

Skiptar skoðanir í ríkisstjórn

Svandís segist hafa kynnt ákvörðun sína fyrir ríkisstjórninni á fundi í morgun og komið þangað með minnisblað um málið, eins og gengur og gerist.

„Ég hafði upplýst forsætisráðherra um þetta í gær og svo eðli málsins samkvæmt var utanríkisráðuneytið látið vita í gær, því þetta á erindi líka á alþjóðavettvangi. En ákvörðunin er mín.“

Hvernig var þessu tekið innan ríkisstjórnar? Var sátt um þetta?

„Það er bara eins og gengur. Það voru ýmis sjónarmið sem komu þar fram. En eins og ég segi, þá var þetta ekki til ákvörðunar í ríkisstjórn, heldur til upplýsinga, enda lá ákvörðunin fyrir,“ segir matvælaráðherra.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Það kemur fram í opinberum gögnum SjálfstæðisFLokksins að Hvalur ehf er einn helsti styrktaraðili hans.

    Ein helsta ástæða þess, að hvalveiðar hafa undanfarin ár verið stundaðar við Ísland, er sú að Hvalur ehf borgar feitt í kosningasjóði FLokksins :-)
    2
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er Kona sem Þorir og a Þakkir skilið fyrir þessa akvörðun, Þetta er gleðidagur hja öllum sem lata sig Dyravelferð varða. Þetta er gleði dagur og ekki aðeins a Islandi einu heldur þeim Löndum sem vilja ekki Drepa Hval.
    Hafðu þökk SVANDIS SVAFARSDOTTIR Raðherra, Þu hefur skrað þig a Spjöld Islands sögunar og þott viða væei leitað.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu