Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Enginn með hvalveiðileyfi í landinu

Hval­veiði­leyfi Hvals hf. er runn­ið út. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki sótt um nýtt leyfi til hval­veiða, sam­kvæmt svari mat­væla­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar. Eng­inn er því með leyfi til hval­veiða sem stend­ur en veiði­tíma­bil­ið hefst al­mennt í júní­mán­uði.

Enginn með hvalveiðileyfi í landinu
Veiðar 22. september síðastliðinn skáru veiðimenn hvalskipsins Hvals 9 með dauða langreyði að landi og skáru úr kviði hennar fóstur sem var 3,5 til 4 metrar að lengd. Mynd: Arne Feuerhahn/Hard to Port

Enginn hefur nú heimild til þess að stunda veiðar við Íslandsmið sem hafa verið stundaðar á svæðinu frá því á sautjándu öld. Til þess að fara á slíkar veiðar, hvalveiðar, þarf sérstakt leyfi frá matvælaráðuneytinu. Engin umsókn hefur borist ráðuneytinu, samkvæmt svari þess við fyrirspurn Heimildarinnar.

Árið 2019 fékk Hvalur hf. veiðileyfi frá ráðuneytinu, sem Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson stýrði á þeim tíma, til fimm ára. Það leyfi rann út um áramótin. Enginn er því með gilt leyfi til hvalveiða sem stendur. 

Hvalveiðitímabilið hefst almennt í júní en Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stöðvaði veiðarnar tímabundið degi áður en tímabilið átti að hefjast í fyrra. Þær hófust svo tveimur mánuðum síðar, í lok ágúst síðastliðins, með hertum skilyrðum. Veiðunum lauk svo 30. september eftir að veiðimenn Hvals höfðu veitt 24 langreyðar. 

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í áliti sem birt var fyrir helgi …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það væri óskandi að það verði sett í lög að aldrei framar verði veitt leyfi til hvalveiða.
    3
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Aldrei aftur hvalveiðar.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár