Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Í besta falli ósmekkleg gaslýsing“ - Segir Hafnarfjarðarbæ hvetja heimilislausa til að færa lögheimilið

„Við skul­um ekki gleyma því að Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur einnig margoft boð­ist til að að­stoða sína borg­ara við að skrá lög­heim­ili sitt í ann­að bæj­ar­fé­lag og jafn­vel fyr­ir greiðslu svo að bær­inn losni við að þjón­usta fólk og minnki kostn­að,“ seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu. Hann seg­ist sjálf­ur hafa set­ið slík­an fund með skjól­stæð­ingi sem bær­inn taldi „óæski­leg­an borg­ara“.

„Í besta falli ósmekkleg gaslýsing“ - Segir Hafnarfjarðarbæ hvetja heimilislausa til að færa lögheimilið
Mannleg reisn Guðmundur Ingi segir fólk eiga rétt á mannlegri reisn þrátt fyrir bágborið ástand. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu - félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og endurhæfingu, er misboðið vegna þess hvernig tekið er á málum heimilislausra í Hafnarfirði.

Heimildin hefur fjallað um að heimilislausum karlmanni með lögheimili í Hafnarfirði var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar og svipti hann sig lífi í kjölfarið. 

 „Varðandi svör Hafnarfjarðarbæjar í Heimildinni frá 9. júní þá verð ég að segja að mér finnst þau í besta falli ósmekkleg gaslýsing. Í svörunum var ekki verið að koma hreint fram, klárlega var aðeins verið að slökkva elda og teljum við að bærinn þurfi að gera almennilega hreint fyrir sínum dyrum,“ segir Guðmundur Ingi. 

„Við skulum ekki gleyma því að Hafnarfjarðarbær hefur einnig margoft boðist til að aðstoða sína borgara við að skrá lögheimili sitt í annað bæjarfélag og jafnvel fyrir greiðslu svo að bærinn losni við að þjónusta fólk og minnki kostnað. Ég hef sjálfur verið á slíkum fundi í Hafnarfirði með skjólstæðingi sem bærinn taldi „óæskilegan borgara“,“ segir hann.

Guðmundur Ingi bendir á að nokkur fjöldi skjólstæðinga félagsins hafi á einhverjum tímapunkti þurft að gista í neyðarskýlum eða flokkast sem heimilislausir. 

„Við fáum töluvert af erindum vegna þessara mála og reynum að aðstoða eftir fremsta megni, þrátt fyrir að erindin sem slík rími kannski ekki við hlutverk Afstöðu. Það er því mikil þekking á málaflokknum innan félagsins,“ segir hann. 

Jafn mikil neyð eftir 3 eða 300 daga

Í svörum frá Árdísi Ármannsdóttur, samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar, við fyrirspurn Heimildarinnar vegna málsins í síðustu viku, kom fram að Hafnarfjörður sé með skýra verkferla varðandi einstaklinga sem leita til gistiskýla. 

„Hafnarfjarðarbær er með samning við Reykjavíkurborg um veitingu þjónustunnar og hefur nýleg hækkun á gistináttagjaldi hvorki haft áhrif á verklag sveitarfélagsins um þriggja daga gistiviðmið né á þjónustu til einstaklinga,“ sagði þar einnig en eftir að einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði hafa þrisvar leitað næturskjóls í neyðarskýlunum er að beiðni Hafnarfjarðarbæjar haft samband við fulltrúa þar og þeir látnir vita. 

Guðmundur Ingi segist sammála því að neyðarskýli ætti að nota mest í nokkra daga eða viku og þaðan færi fólk í annað úrræði. „En það getur aðeins gerst í draumaheimi eða á hinum Norðurlöndunum, sem við getum ekki borið okkur saman við. Auðvitað er neyðarúrræði ekki búsetuúrræði en neyðin er samt jafn mikil eftir 3 daga eða 300 daga, ef bærinn er ekki tilbúinn með nein úrræði,“ segir hann. 

„Margt af okkar fólki passar ekki í hefðbundna ferla og þarf því sértæk úrræði og jafnvel einstaklingsbundin, auk þess eru einhverjir sem vilja ekki hjálp eða breyta lífi sínu að svo stöddu og við þurfum að virða það. En þetta er allt fólk með tilfinningar og á rétt á mannlegri reisn þrátt fyrir bágborið ástand. Eins og staðan er í dag þá er það ekki að gerast og sérstaklega hjá þeim sveitarfélögum sem láta vísa sínum borgurum út þegar neyðin er sem mest,“ segir Guðmundur ennfremur. 

„Við hjá Afstöðu hörmum það að ekki sé betur gert í þessum málaflokki og teljum að Samband sveitarfélaga, stjórnvöld og þá helst ráðherra félagsmála verði að grípa þarna inn í núna. Ekki á morgun heldur núna, enda þekkist það ekki annars staðar að ríkið taki ekki þátt í að sinna heimilislausum. Þá hörmum við að Hafnarfjarðarbær skuli ekki viðurkenna sína vankunnáttu og þau mistök sem þau hafa gert, svo hægt sé að laga og koma þessum málum í viðunandi horf. Við getum og erum alveg tilbúnir til að aðstoða þau við það,“ segir hann. 

Tekið fyrir í bæjarráði Hafnarfjarðarbæjar

Í svari Árdísar, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, sagði ennfremur: „Engum einstaklingi hefur verið vísað frá án boða um önnur úrræði og ráðgjafar sveitarfélagsins boðnir og búnir til að finna leiðir og lausnir í öllum málum.“

Heimildin greindi frá því fyrir helgi að fjölskylduráð Hafnarfjarðar hefur vegna málsins kallað eftir að lagðar verði fram verklagsreglur varðandi aðgengi fólks með lögheimili í bæjarfélaginu að neyðarskýlum í Reykjavík.

„Mér finnst við ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um af hverju þess var krafist að honum yrði vísað frá og við hvaða verklagsreglur væri miðað,“ sagði Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi flokksins í fjölskylduráði. Hann sagði í samtali við Heimildina að bærinn hafi haldið sig við þau svör sem Árdís hafi sent frá sér en honum finnst þau „heldur rýr“. 

Málefni heimilislausra voru til umræðu í bæjarráði Hafnarfjarðar á fimmtudag. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í bæjarráði, sagði við Heimildina að til hafi staðið að forstöðumaður fjölskylduráðs kæmi á fundinn til að fara yfir stöðuna en viðkomandi hafi verið vant við látin og komst ekki á fundinn. 

„En umræðan var á þá leið að þetta mætti ekki gerast. Þetta er síðasta úrræði þeirra sem eru á götunni og eiga við vanda að stríða, og það er ekki í boði að úthýsa þeim. Þetta er neyðarúrræði og þau verður að virkja, ekki stundum heldur alltaf. Það á að ganga þannig um hnútana að þessi leið sé greið,“ sagði Guðmundur Árni.

Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki tal af Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki tal af Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar."
    - Ekki í fyrsta sinn sem Rósa lætur ekki ná í sig. Svona fólk á ekki erindi í stjórnunarstöður.
    3
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Það þarf að sækja sveitarfélagið til saka fyrir manndráp af gáleysi. Öðruvísi verður ekki hægt að koma í veg fyrir að fleiri deyi vegna fátæktar.
    2
  • Þuríður Sveinsdóttir skrifaði
    Ekki í fyrsta sinn sem Hafnarfjarðarbær státar sig af skýrum "verkferlum" sem eru greinilega vel staðsettir ofan í skúffu of aldrei litið á
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heimilisleysi

Heimilislaus með ígerð í báðum handleggjum - „Þú veist hvernig þetta er“
FréttirHeimilisleysi

Heim­il­is­laus með ígerð í báð­um hand­leggj­um - „Þú veist hvernig þetta er“

Njáll Skarp­héð­ins­son er þreytt­ur á því að vera heim­il­is­laus. Hann þrá­ir að vera í stöðu til að hitta börn­in sín og barna­börn, að bjóða þeim í heim­sókn. Ný­ver­ið bland­aði hann sér óvænt í mót­mæli á Aust­ur­velli þar sem fólk gaf hon­um pen­ing til að fara. Pen­ing­inn ætl­aði hann að nota til að kaupa dóp. „Ég er að verða ör­magna,“ seg­ir hann.
„Þetta eru tíðindi“ í málefnum heimilislausra
FréttirHeimilisleysi

„Þetta eru tíð­indi“ í mál­efn­um heim­il­is­lausra

Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur hef­ur sam­þykkt beiðni Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um samn­inga­við­ræð­ur vegna þjón­ustu við heim­il­is­laust fólk. Reykja­vík hef­ur bor­ið hit­ann og þung­ann af þess­ari þjón­ustu og var­ið um millj­arði í hana það sem af er ári. Borg­in hef­ur ít­rek­að kall­að eft­ir því að fleiri sveit­ar­fé­lög komi að borð­inu.
Saka meirihlutann um „þöggunartilburði“ og „lítilsvirðingu“ við málefni heimilislausa
FréttirHeimilisleysi

Saka meiri­hlut­ann um „þögg­un­ar­til­burði“ og „lít­ilsvirð­ingu“ við mál­efni heim­il­is­lausa

Sam­fylk­ing­in gagn­rýndi meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar í Hafnar­firði þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­ráðs­fundi. Beiðni fjöl­skyldu­ráðs um að­gang að verklags­regl­um um að­gengi fólks með lög­heim­ili í Hafnar­firði að neyð­ar­skýl­um í Reykja­vík var svar­að með óljósu minn­is­blaði. Enn er ósvar­að öll­um lyk­il­spurn­ing­um um hvernig það gat gerst að heim­il­is­laus­um manni var vís­að frá neyð­ar­skýli að kröf­um Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar án þess að nokk­ur þar tæki á móti hon­um en hann svipti sig lífi í kjöl­far­ið.
Leysum ekki vanda heimilislausra „þótt við leggjum fram einhverjar tillögur um þetta eða hitt“
FréttirHeimilisleysi

Leys­um ekki vanda heim­il­is­lausra „þótt við leggj­um fram ein­hverj­ar til­lög­ur um þetta eða hitt“

Rif­ist var um forms­at­riði og „titt­linga­skít“ í stað þess að ræða neyð heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, að mati bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar. Þar var til­lög­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að­gerð­ir vegna mál­efna heim­il­is­lausra vís­að frá af meiri­hlut­an­um með þeim rök­um að sam­bæri­leg­ar hug­mynd­ir væru í vinnslu ann­ars stað­ar. Bæj­ar­stjóri seg­ir mik­il­vægt að gera mál­efni heim­il­is­lausra ekki póli­tísk. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar vændi meiri­hlut­ann um að ætla að svæfa mál­ið.
„Ekki í boði að úthýsa þeim“ – Kalla eftir svörum frá Hafnarfjarðarbæ um aðgengi að neyðarskýlunum
FréttirHeimilisleysi

„Ekki í boði að út­hýsa þeim“ – Kalla eft­ir svör­um frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ um að­gengi að neyð­ar­skýl­un­um

Mál­efni heim­il­is­lausra voru til um­ræðu á fundi bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar í gær eft­ir að heim­il­is­laus mað­ur sem var ít­rek­að vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu bæj­ar­ins svipti sig lífi. „Þetta er síð­asta úr­ræði þeirra sem eru á göt­unni og eiga við vanda að stríða, og það er ekki í boði að út­hýsa þeim,“ seg­ir Guð­mund­ur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Fjöl­skyldu­ráð bæj­ar­ins hef­ur kall­að eft­ir að sjá verklags­regl­ur í þess­um mál­um.
Hafnarfjarðarbær vottar aðstandendum hins látna innilega samúð
FréttirHeimilisleysi

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vott­ar að­stand­end­um hins látna inni­lega sam­úð

„Eng­um ein­stak­lingi hef­ur ver­ið vís­að frá án boða um önn­ur úr­ræði og ráð­gjaf­ar sveit­ar­fé­lags­ins boðn­ir og bún­ir til að finna leið­ir og lausn­ir í öll­um mál­um,“ seg­ir í svari frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar vegna heim­il­is­lauss manns með lög­heim­ili í Hafnar­firði sem var end­ur­tek­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík að kröfu bæj­ar­fé­lags­ins, og svipti sig lífi í lok síð­asta mán­að­ar.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
3
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
4
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
9
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
10
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
6
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár